Lestrarátak Ævars vísindamanns

  Lestrarátak fyrir 1. - 7. bekk byrjar 1. október 2014 og stendur til 1. febrúar 2015. Lestrarátakið virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur lesa fylla þeir út miða sem foreldri og/eða kennari kvitta á. Síðan verður miðinn settur í kassa sem staðsettur verður á skólasafninu. Í lok átaksins verða allir miðarnir sendir til Heimilis og skóla og mun starfsfólkið þar taka við þeim.   Því fleiri bækur sem nemendur lesa því fleiri miða eiga þeir í pottinum. Bækurnar mega vera stuttar, langar, myndabækur, teiknimyndasögur, á íslensku eða öðru tungumáli.  Mikilvægast er að nemendur lesi.   Í lok átaksins dregur Ævar út 5 nemendur sem verða persónur í nýrri ævintýrabók sem hann er að skrifa og kemur til með að heita Bernskubrek Ævars vísindamanns: Risaeðlur í Reykjavík. Bókin á að koma út með vorinu  - svo það er til mikils að vinna. 

Hægt er að nálgast miða til að fylla út á skólasafninu eða prenta út af netinu. 

Heimasíða verkefnisins.


Lestrarátakið er unnið með hjálp frá Heimili og skóla, Ibby, Rúv, Forlaginu, Marel og fleirum.