16.01.2015
Ásdís María Þórisdóttir nemandi í 7. bekk Brekkuskóla hlaut 1. verðlaun á miðstigi í
vísnasamkeppnigrunnskólanema, Vísubotn 2014 sem Námsgagnastofnun efndi til í tilefni af degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2014.
Við óskum Ásdísi Maríu innilega til hamingju með framúrskarandi árangur. Hún er skólanum okkar til sóma og öðrum
nemendum til fyrirmyndar.
Botninn hennar Ásdísar Maríu er svona:
Grýlukerti glitrar á,
glóir sólin bjarta.
Brennur stjarnan bjarta þá,
bráðnar frosið hjarta.
Sjá nánar frétt á nams.is
Lesa meira
16.01.2015
Við fengum tvær heimsóknir frá Hólmasól í vikunni þar sem börn sem eru 5ára að verða 6 heimsóttu okkur og
skoðuðu skólann og starfið. Þetta var fyrsta heimsókn þeirra af þremur á þessari önn. Næst koma þau og fara í
kennslustund og fá að borða með okkur og í síðustu heimsókninni prófa þau að fara í íþróttatíma í
Íþróttahöllinni.
Vorskólinn fyrir innrituð börn verður síðan á sínum stað í maí.
Innritun í skólann verður auglýst af Skóladeild og fer hún fram í marsmánuði.
Heimsókn nemenda af öðrum leikskólum sem hyggja á skólavist í Brekkuskóla verður miðvikudaginn 21. janúar kl. 10:30 Sjá
nánar í bréfi sem sent var á alla leikskóla bæjarins.
Myndir frá heimsókninni 15. janúar
Myndir frá heimsókninni 14. janúar
Lesa meira
16.01.2015
Maritafræðslan hjá 5. bekk gekk vel og mæting var góð. Það eru IOGT, Saft og Kea hótel sem gerðu þessa heimsókn kleifa og erum
við þeim afar þakklát. Við bendum á fb - síðu Marítafræðslunnar og vefsíðu Marítafræðunnar.
Hér má finna nokkrar myndir frá fræðslustundinni.
Lesa meira
15.01.2015
Fimmtudaginn 15. janúar 2015 kl. 08:00 verður fræðsla á vegum Marita og IOGT í boði ABC Barnahjálpar, fræðslan er fyrir börn
í 5. bekk og foreldra/forráðamenn.
Fyrstu 50 mínúturnar sitja börnin ásamt foreldrum fræðsluna en næstu 40 mínúturnar á eftir er einungis ætluð foreldrum.
Það er því um 90 mínútna fræðslu að ræða fyrir foreldra en 50 mínútur fyrir börnin.
Í Brekkuskóla verður fræðslan FIMMTUDAGINN 15. JANÚAR í sal skólans klukkan 08:00
Kveðja,
Forvarna- og félagsmálaráðgjafar Akureyrar
Lesa meira
20.01.2015
Þann 20. janúar verður spiladagur í Brekkuskóla. Þá munu vinaárgangar hittast og spila ýmis spil, dansa og segja brandara og
skemmtisögur. Dagurinn er gulmerktur á skóladagatali sem þýðir að ekki er kennt samkvæmt stundaskrá. Spilað verður fram til kl. 11.
Þá taka umsjónarkennarar við og eru með nemendum sínum fram að matartíma. Eftir mat fara nemendur heim eða í Frístund sem þar eru
skráð. Valgreinar falla niður þennan dag en samvalstímar halda sér allir nema hjá Átak (þar sem nemendur eru saman frá mörgum
grunnskólum).
Vinaárgangar eru sem hér segir:
1. og 6. árgangur
2. og 7. árgangur
3. og 8. árgangur
4. og 9. árgangur
5. og 10. árgangur
Lesa meira
26.01.2015
Mánudaginn 26. janúar og þriðjudaginn 27. janúar kemur bóndi í heimsókn í 7. bekkina. Það verður Hermann Ingi
Gunnarsson bóndi sem mun kynna fyrir nemendum starf bóndans.
Lesa meira
29.01.2015
Fimmtudagskvöldið 29. janúar verður fyrirlestur, kynning og málstofa fyrir foreldra á Akureyri á vegum Samtaka, Heimilis og skóla og Saft um
snjallsímanotkun barna og unglinga. Takið kvöldið frá. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira
26.01.2015
Mánudaginn 26. janúar kemur Þorgrímur í 10. bekk með „Lífshjólið“ og eru það tvær kennslustundir í
hverjum námshópi/bekk.
Myndin er fengin að láni hjá Forlaginu
Lesa meira
11.12.2014
Í myndagalleríinu okkar eru komnar myndir frá listgreinum sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Heimilisfræði
Textílmennt
Myndmennt, hönnun og smíði.
Lesa meira
11.12.2014
Miðvikudaginn 10. desember tóku kennarar Brekkuskóla þátt í klukkutíma kóðun (forritun) "Hour of code". Átta drengir úr 5. bekk
leiðbeindu kennurum, en þeir höfðu fengið þjálfun í upplýsingatæknitímum hjá kennara sínum Sigríði
Margréti Hlöðversdóttur. Drengirnir stóðu sig með prýði, voru hvetjandi og að því er virtist ánægðir með kennara
sína.
Myndir frá klukkutíma kóðun á kennarafundi.
Lesa meira