Fréttir

Grenndargral

Leitin að Grenndargralinu hefst 12. september Að venju er Leitin í boði fyrir nemendur á unglingastigi í grunnskólum Akureyrar. Í ár er Leitin valgrein og er það í annað skipti frá því að fyrsta Leitin fór fram haustið 2008. Þrátt fyrir nýtt fyrirkomulag er Leitin að Grenndargralinu í boði fyrir alla nemendur í 8.-10. bekk í grunnskólum Akureyrar, óháð því hvort þeir völdu hana sem valgrein eða ekki. Allt sem þarf að gera er að hefja leik þegar fyrsta þraut fer í loftið, fara eftir fyrirmælum, leysa þrautina og skila lausnum til umsjónarmanns með tölvupósti. Fyrir réttar lausnir sendir umsjónarmaður bókstaf til baka sem notaður verður til að mynda lykilorðið. Þetta er endurtekið næstu níu vikurnar eða svo eða þar til kemur að lokavísbendingunni. Þá er Grenndargralið innan seilingar. Einfaldara getur það ekki orðið. Nánari upplýsingar um Leitina 2014 má nálgast á heimasíðu Grenndargralsins; www.grenndargral.is og á fésbókarsíðu Grenndargralsins.
Lesa meira

Brekkuskólapeysur

Við í 10.bekk erum að selja skólapeysur til söfnunar fyrir skólaferðalagið okkar. Hver peysa kostar 6000 kr.                     Mátunar/pöntunar dagar eru fimmtudaginn 11. september og föstudaginn 12. september frá kl. 15-18 báða dagana.                                                              Greiða þarf við pöntun, því miður er enginn posi. Bestu kveðjur - peysunefndin J
Lesa meira

Dagur læsis

Á degi læsis 8. september ætla nemendur og starfsfólk Brekkuskóla að velja með starfsfólki upplýsingaversins uppáhalds sögupersónuna sína. Nemendur skrá á miða hvaða sögupersóna kemur fyrst upp í hugann og koma með miðana í upplýsingaverið þar sem kjörkassar verða. Unnið verður úr gögnunum í næstu tölvutímum nemenda skólans.
Lesa meira

Ferð á Húna

6. bekkingar fóru í ferð með Húna í ágústmánuði. Ferðin þótti takast vel og það voru ánægð börn sem komu heim með fiskisögur. Myndir úr ferðinni tala sínu máli.
Lesa meira

Nonnaleið

Á útivistardaginn fór 1. bekkur Brekkuskóla í gönguferð í Innbæinn þar sem þau fóru á slóðir Nonna. Þau áðu við Friðbjarnarhús en gengu síðan leið Nonna og aftur að Brekkuskóla. Hér má finna myndir úr ferðalagi þeirra um bæinn sinn.
Lesa meira

Þingmannaleið

5. - 10. bekkur gekk Þingmannaleið á útivistardaginn 2. september 2014. Hér má finna myndir frá gönguferðinni. Þingmannaleiðin gamla liggur upp frá bænum Hróarsstöðum, yfir Vaðlaheiði og niður í Eyjafjörð og er oftast komið niður hjá bænum Eyrarlandi. Lagt var af stað kl. 08.30 í rútum og ekið sem leið lá að Systragili þar sem leiðin lá upp heiðina til suðurs.
Lesa meira

Akureyrarvaka

Nokkrir nemendur Brekkuskóla tóku þátt í Akureyrarvöku með því að leika listir sínar í andyri Ketilhússins og utandyra í Listagilinu. Hér má sjá nokkrar myndir frá viðburðinum.
Lesa meira

Sagan af bláa hnettinum

Haustið 2013 ákvað Kelduskóli í Korpu í Reykjavík að fara í samstarf um Söguna af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason. Á síðasta skólaári 2013 - 2014 var svo hafist handa og afraksturinn lét ekki á sér standa. Við verkefnavinnuna nýttu kennarar söguramma eftir Bergþóru aðstoðarskólastjóra Brekkuskóla sem kom út hjá Námsgagnastofnun árið 2001. Öll samskipti fóru fram í gegnum eTwinning gáttina sem er hentugt fyrir þá sem hafa áhuga á samstarfi við kennara í öðrum Evrópulöndum. Sagan af bláa hnettinum hefur komið út á pólsku, færeysku ofl. tungumálum. Nánar um verkefnið í Kelduskóla og myndir frá verkefnavinnunni
Lesa meira

Fyrsta fréttabréfið

Fyrsta fréttabréf skólaársins er komið út með ýmsum hagnýtum upplýsingum fyrir skólabyrjunina.
Lesa meira

Göngum í skólann

Verkefninu Göngum í skólann verður hleypt af stokkunum í áttunda sinn miðvikudaginn 10. september næstkomandi og lýkur svo formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 8. október. Markmið verkefnisins eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni.  Brekkuskóli er þátttakandi í verkefninu. Nánari upplýsingar um verkefnið er finna á vefsíðu verkefnisins. Íþróttakennarar Brekkuskóla  
Lesa meira