Fréttir

Myndir úr myndmennt

Finna má nýjar myndir í myndagalleríinu okkar af verkum í myndmennt.
Lesa meira

Vitundarvakning

Hlutverk Vitundarvakningar er að kortleggja, samhæfa og stuðla að umfangsmiklu forvarnarstarfi í málaflokknum í samstarfi við viðkomandi aðila, huga að rannsóknum varðandi ofbeldi gegn börnum og stuðla að aukinni samfélagsvitund um málaflokkinn. Fræðsla og forvarnir beinast fyrst og fremst að börnum, fólki sem vinnur með börnum, réttarvörslukerfinu sem og almenningi.
Lesa meira

Ljósmyndari í 1., 4., 7. og 10. bekk

Ljósmyndari í 1., 4., 7. og 10. bekk er væntanlegur þann 9. október. Kennarar annarra árganga yfirfara myndir á Mentor og senda nemendur í ljósmyndum ef þurfa þykir.
Lesa meira

Bingó

Fimmtudaginn 9. október kl. 18 verður bingó í sal Brekkuskóla til styrktar útskriftarferð 10. bekkinga. Húsið opnað kl. 17:30. Stórglæsilegir vinningar. Í hléi verða seldar pylsur og safi sem kostar 500 kr. Verð á spjaldi 500 kr. Ath! Erum ekki með posa. Hlökkum til að sjá þig - 10. bekkingar
Lesa meira

Skólaþing 2014

Fimmtudaginn 16. október kl. 08:30-11:00 er fyrirhugað að halda 40 - 50 manna skólaþing í Brekkuskóla. Við óskum eftir áhugasömum foreldrum/forráðamönnum til að sitja þingið. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Helenu Sigurðardóttur helenas@akmennt.is, Margréti Þóru Einarsdóttur margretthora@akmennt.is eða Bergþóru Þórhallsdótturbeggath@akureyri.is Skólaþingið er liður í Nordplus samstarfsverkefninu E- learning Using Technology in Students’ Development og þess vegna verða fulltrúar kennara og nemenda frá samstarfslöndunum, Noregi og Lettlandi með okkur á þinginu. Markmið þingsins er að leiða saman fulltrúa þeirra sem koma að skólanum og skapa vettvang til umræðu um örugga netnotkun og umgengni við tækni.Skólaþingið er liður í innleiðingu á nýtingu tækni við nám og kennslu í Brekkuskóla.
Lesa meira

Lestrarátak Ævars vísindamanns

  Lestrarátak fyrir 1. - 7. bekk byrjar 1. október 2014 og stendur til 1. febrúar 2015. Lestrarátakið virkar þannig að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur lesa fylla þeir út miða sem foreldri og/eða kennari kvitta á. Síðan verður miðinn settur í kassa sem staðsettur verður á skólasafninu. Í lok átaksins verða allir miðarnir sendir til Heimilis og skóla og mun starfsfólkið þar taka við þeim.   Því fleiri bækur sem nemendur lesa því fleiri miða eiga þeir í pottinum. Bækurnar mega vera stuttar, langar, myndabækur, teiknimyndasögur, á íslensku eða öðru tungumáli.  Mikilvægast er að nemendur lesi.   Í lok átaksins dregur Ævar út 5 nemendur sem verða persónur í nýrri ævintýrabók sem hann er að skrifa og kemur til með að heita Bernskubrek Ævars vísindamanns: Risaeðlur í Reykjavík. Bókin á að koma út með vorinu  - svo það er til mikils að vinna. 
Lesa meira

Fréttabréf - október

Fréttabréf októbermánaðar er komið út. Meðal efnis í blaðinu er pistill frá skólastjóra, viðburðadagatal, skólaþing um netöryggi og tækni í skólastarfi, drög að sáttmála um upplýsinga- og samskiptatækni í skólastarfi er einnig kynntur til sögunnar og skólasamfélaginu gefinn kostur að hafa áhrif á hann. Sérstök athygli er vakin á AÐALFUNDI FORELDRAFÉLAGSINS Fréttablað októbermánaðar.
Lesa meira

Loftgæði

Tímabundin upplýsingasíða vegna mengundar frá eldgosinu í Holuhrauni. Hér má finna nýjustu fréttir, helstu upplýsingar, ráðleggingar og einnig hægt að senda fyrirspurn til stofnunarinnar. Til að sjá nýjustu mælingarnar skal smella á myndina hér fyrir neðan. Með því að þrýsta á bláu hnappana sérðu nýjustu mengunarmælingar á brennisteinsdíoxíði (SO2) vegna eldgossins í Holuhrauni. Tilkynning um brennisteinsmengun (SO2) Rafrænt skráningarform Ábendingarform Facebook
Lesa meira

Forvarnardagur og fótboltamót 8. - 10. b.

Hið árlega fótboltamót grunnskólanna verður í Boganum miðvikudaginn 1. október 2014 sem hér segir: kl. 08:30 - 10. bekkur kl. 09:45 - 8. bekkur kl. 11:00 - 9. bekkur Forvarnardagur 9. bekkingar fara í Lundarskóla þennan morgunn (fyrir fótboltamót) í forvarnarfræðslu. Kári, Sigfríð og Jói íþróttakennarar og Steinunn náms- og starfsráðgjafi
Lesa meira

Aðalfundur foreldrafélagsins

Í kvöld – Fjölmennum! 1.    október  kl. 20 - Aðalfundur-vöfflur-fræðsla Kæru foreldrar Við viljum minna á aðalfund foreldrafélagsins næstkomandi miðvikudagskvöld 1. október í hátíðarsal Brekkuskóla klukkan 20. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa munum við fá stutta kynningu skólastjórnenda á stefnu skólans og reynslu af tölvunotkun við nám og kennslu. Að kynningunni lokinni mun Helga Halldórsdóttir, deildarstjóri í Glerárskóla flytja fyrirlestur um samskipti stúlkna en erindi hennar byggir á starfendarannsókn hennar þar sem unnið var með hóp stúlkna í einum grunnskóla í samstarfi við skólastjórnendur, umsjónarkennara og foreldra
Lesa meira