Fréttir

Frjálsar íþróttir

Vikuna 19. - 23. maí hafa nemendur í 4. - 7. bekk fengið að spreyta sig í frjálsum íþróttum í Boganum. Meginmarkmiðið er að taka þátt og hafa gaman af. Nemendur Brekkuskóla hafa staðið sig mjög vel og hafa fengið verðlaunasæti sem hér segir: 4. bekkur - 3. sæti 5. bekkur - 1. sæti 6. bekkur - 2. sæti Myndir frá 5. bekkjar ferð í Bogann.
Lesa meira

Vallartafla og útiíþróttir

Þessa dagana eru útiíþróttir og í einhverjum tilvikum eru íþróttakennarar að nýta sparkvöllinn til kennslu.Vallartaflan gildir ekki ef íþróttakennarar eru að nýta völlinn til kennslu. Þeir hafa forgang um völlinn í maí og júní. Þegar svo er háttað verða nemendur að finna annan leik á skólalóðinni. Ef hins vegar íþróttakennarar eru ekki að nýta völlinn þá gildir vallartaflan. Jóhanna María, Bergþóra og Stella skólastjórnendur Brekkuskóla
Lesa meira

Útileikir og vorgrill

Fimmtudaginn 5. júní verður hinn árlegi vorgrill- og leikjadagur Brekkuskóla. Þá fara nemendur í leikjastöðvar á skólalóð og enda svo í grilli á stéttinni við aðalandyri skólans. Dagurinn er líkt og í fyrra helgaður Unicef hreyfingunni  á Íslandi þar sem við sameinumst í verki með hreyfingu í þágu barna. Verkefnið felur í sér fræðslu um veruleika barna í fátækari löndum. Nemendur fá fræðslu hjá kennurum sem undirbúin er af Unicef hreyfingunni. Hér má nálgast myndir frá deginum. Magni skemmti sér og öðrum. Dagskrá vorgrilldagsins og útileikja er sem hér segir:
Lesa meira

5 ára í íþróttatíma

Í dag komu 5 ára nemendur í heimsókn í íþróttatíma. Það var Jóhannes Gunnar Bjarnason "afi íþróttaálfsins" sem tók á móti börnum. Jói er íþróttakennari kynnti fyrir nemendum aðkomu í íþróttahúsið Laugargötu og búningsklefa. Aðalatriðið var síðan að fara í leikjastöðvar í íþróttasal. Allt gekk að óskum og ekki var annað að sjá en að væntanlegir nemendur væru tilbúnir að takast á við komandi verkefni. Hér má nálgast myndir af fyrri hópnum.
Lesa meira

Grænlendingar í heimsókn

Í vikunni sem leið fengum við heimsókn 9. bekkinga frá Nuuk í Grænlandi. Þau fengu kynningu á skólanum okkar og hittu jafnaldra sína í 9. bekk Brekkuskóla. Þau fóru einnig í smærri hópum í nokkra árganga hér í skólanum og kynntu Grænland fyrir nemendum og gáfu kost á spurningum. Nemendurnir kynntu Grænland ýmist á ensku eða dönsku sem var bæði áskorun fyrir þau sem kynntu og þau sem hlustuðu. Nemendur okkar voru óhræddir við að spyrja og skemmtilegt að heyra hvað vakti mestan áhuga þeirra. Myndir frá heimsókninni.
Lesa meira

Tilkynning frá skólastjóra

Kæru foreldrar og forráðamenn Ef til verkstöðvunar  grunnskólakennara kemur á morgun, fimmtudaginn 15. maí þá mun allt skólahald í Brekkuskóla falla niður.  Núna er ekki talið útilokað að samningar náist og því eru þið beðin um að fylgjast vel með fjölmiðlum og tilkynningu á vefsíðu Brekkuskóla. Frístund opnar kl. 13:10 eins og venjulega fyrir þau börn sem þar eru skráð Með kveðju Jóhanna María skólastjóri
Lesa meira

Fréttabréf maí/júní

Fréttabréfi maí og júnímánaðar er komið út. Í því má finna viðburðadagatalið góða og ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir vordagana Skóladagatalið fyrir næsta skólaár hefur verið sett inn á vef skólans: Með kveðju úr skólanum og von um bjarta vordaga. Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri
Lesa meira

Vorskóli 2014

Verðandi nemendum í 1.bekk í Brekkuskóla skólaárið 2014 – 2015 stendur til boða að koma í vorskóla dagana 5. – 6. maí 2014  milli kl.14:00 og 16:00 báða dagana. Nemendur koma í fylgd foreldra/foreldris og hitta verðandi kennara sína sem undirbúið hafa þessar stundir með þeim. MYNDIR úr vorskólanum 5. maí
Lesa meira

Merkisdagar í maí

Á vef Námsgagnastofnunar hefur verið tekið saman ýmislegt um merkisdaga í maí og ábendingar um námsefni fyrir vettvangsferðir, fyrirtækjaheimsóknir, forvarnir og náttúruskoðun. Sjá vef Námsgagnastofnunar.
Lesa meira

Kjörsviðs- og samvalsgreinar

Kjörsviðs- og samvalsgreinar í Brekkuskóla fyrir skólaárið 2014 - 2015 er nú komið út til kynningar fyrir nemendur og foreldra í núverandi 7. - 9. bekk. Kjörsviðsgreingar og samvalsgreinar eru ekki síður mikilvægar en kjarnafögin. Í þessum námsgreinum geta nemendur eflt styrkleika sína og uppfyllt áhuga þeirra á ólíkum sviðum. Framboð á valgreinum hvers skólaárs fer eftir framboði og eftirspurn. Margar nýjungar hafa verið prófaðar í gegnum tíðina og ávallt hefur verið reynt að uppfylla óskir sem flestra nemenda. Nemendur sem þess óska geta jafnframt fengið nám við sérskóla, félags- eða íþróttastarf metið sem hluta af grunnskólanámi. Ábyrgð á metnu vali bera nemendur sjálfir og foreldrar þeirra. Skilafrestur á vali er til og með 5. maí. Nánari upplýsingar og umsóknargögn
Lesa meira