Þriðjudaginn næstkomandi 2. september er fyrirhugaður útivistardagur í Brekkuskóla.
1.- 4. bekkur fer í útivistarferðir sem hér segir: 1. bekkur fer í gönguferði í Innbæinn, 2. bekkur fer í
berjamó fyrir ofan Giljahverfi og 3. - 4. bekkur fer í Naustaborgir. Þennan dag fara nemendur heim eða í Frístund eftir matmálstíma.
Frístund opnar kl. 12:10.
5.-10. bekkur fer í göngu yfir Vaðlaheiði svonefnda Þingmannaleið. Börnunum verður ekið í
rútu að Systragili í Fnjóskadal og gengin vörðuð leið yfir heiðina að bænum Eyrarlandi. Leiðin er um 10 km löng og tekur 3-5 klst.
að ganga. Að Eyrarlandi tekur við rúta sem ferjar göngufólkið að Brekkuskóla.
Nemendur mæti kl. 08:00 í skráningu hjá umsjónarkennara í heimastofu.
Brottför er áætluð kl. 08:15
Við heimkomu sem er áætluð í hádeginu, fara nemendur beint í mat í matsal (þeir sem þar eru skráðir). Eftir mat fara
nemendur og hitta kennara sinn í heimastofu til að láta merkja við heimkomu. Að því loknu fara nemendur heim. Þeir nemendur sem eru fyrr á
ferðinni en umsjónarkennarar þeirra, skrá heimkomu hjá ritara skólans.
Kennsla hjá þessum árgöngum fellur niður eftir hádegi.
Útbúnaðarlisti fyrir Þingmannaleið:
Bakpoki (með nesti og aukafötum)
Góðir skór (helst gönguskór eða einhverjir vatnsheldir)
Hlífðarbuxur
Góðar og hlýjar buxur
Flís/ullarpeysa
Vindheldur jakki/úlpa
Húfa/buff
Vettlingar
Nesti: Gott og orkumikið, hafa nóg að drekka.
Þeir foreldrar sem þess óska eru velkomnir með.