Í Brekkuskóla skipuleggja kennarar sérstakan gleðidag sem er tilbreytingadagur þar sem gleðin er höfð sérstaklega að
leiðarljósi.
6. bekkur hjólaði í Kjarnaskóg þennan dag og skemmti sér konunglega í góða veðrinu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Samfélagsfræði í 6. bekk.
Myndir frá samfélagsfræðiverkefni í 6. bekk þar sem unnið var þverfaglega og
heimilisfræði fléttuð inn í vinnuna. Nemendur bökuðu kanilsnúða sem eru sænskir að uppruna.