14.01.2015
Annarskil eru í valgreinum á unglingastigi og list- og verklegum greinum í yngri bekkjum 14. janúar 2015, en þá verður yfirstandandi skólaár
hálfnað.
Lesa meira
20.10.2014
Hér eru drög að sáttmála um notkun upplýsinga- og tölvutækni í skólastarfi Brekkuskóla. Athugasemdir þurfa
að berast fyrir 20. október (til og með). Það væri frábært ef þið mynduð kynna og ræða þessi drög í
umsjónarbekkjunum og beinið athugasemdum á netfangið brekkuskoli@akmennt.is merkt "sáttmáli" eða skráið athugasemdir á miða og skilið
í kassa sem er staðsettur hjá ritara.
SÁTTMÁLINN
Lesa meira
16.10.2014
Á föstudag hefst alþjóðleg „stjörnutalning“ þar sem fólk út um allan heim fer út og skoðar hve margar stjörnur
sjást í Svaninum (fólk á suðurhveli notar reyndar Bogmanninn).
Lesa meira
16.10.2014
Myndir frá skólaþingi 2014
Þetta er í annað sinn sem Brekkuskóli stendur fyrir skólaþingi. Í janúar 2013 var umræðuefnið um þætti í
nýrri aðalnámskrá. Reynsla okkar af þessu fyrirkomulagi var mjög góð og var strax ákveðið að halda annað þing að
tveimur árum liðnum.
Lesa meira
16.10.2014
Almannavarnir, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sóttvarnalæknir hafa fengið nokkuð af fyrirspurnum frá leik- og grunnskólum um
hvar upplýsingar megi finna varðandi gosmengunina. Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk
haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki því að gosmengun getur legið í loftinu í
lægri styrk og við höfum því hvatt fólk til að treysta á eigin skynfæri og skynsemi. Ef fullorðnir finna fyrir einkennum og
óþægindum og líður betur inni gildir það sama um börnin. Engin ástæða er til að ætla að SO2 mengun sé
hættilegri börnum en fullorðnum, að mati Sóttvarnalæknis.
Lesa meira
15.10.2014
Niðurstaða úr "Göngum í skólann" átakinu er sem hér segir:
89% nemenda Brekkuskóla komu í skólann dagana 29. sept. - 8. okt. með eigin líkamsafli. Tveir bekkir stóðu sig best og mættu 100% gangandi
eða hjólandi í skólann. Það eru 6. ERK og 6. ÞG. Nemendur fá afhenda gullskóna sem viðurkenningu fyrir árangurinn og
síðar í vetur fá þau senda gjöf í formi bolta, sippubanda ofl.
Göngum í skólann-verkefnið leggur áherslu á að börn læri á umhverfi sitt með því að ganga í
skólann.
Við viljum öll að börnum finnist þau vera hluti af umhverfi sínu og læri þannig að bera virðingu fyrir því. Göngum í
skólann getur þar haft áhrif og foreldrar og börn eru því hvött til að fara gangandi í skólann og nota um leið
tækifærið til að kynnast sínu nánasta umhverfi. Sótt af vef www.gongumiskolann.is
Íþróttakennarar Brekkuskóla
Lesa meira
13.10.2014
Dagana 14. - 20. október fáum við heimsókn frá Noregi og Lettlandi. Heimsóknin er liður í Nordplus
verkefni skólans. Nú er heimsóknin senn á enda. Norsku kennararnir eru farnir heim en nemendur og kennarar frá Lettlandi fara heim mánudag. Laugardaginn
18. október fór hópurinn ásamt gestgjöfum í ferð að Mývatni og í jarðböðin.
Lesa meira
08.10.2014
Finna má nýjar myndir í myndagalleríinu okkar af verkum í myndmennt.
Lesa meira
09.10.2014
Hlutverk Vitundarvakningar er að kortleggja, samhæfa og stuðla að umfangsmiklu forvarnarstarfi í málaflokknum í samstarfi við viðkomandi aðila, huga
að rannsóknum varðandi ofbeldi gegn börnum og stuðla að aukinni samfélagsvitund um málaflokkinn. Fræðsla og forvarnir beinast fyrst og fremst
að börnum, fólki sem vinnur með börnum, réttarvörslukerfinu sem og almenningi.
Lesa meira
09.10.2014
Ljósmyndari í 1., 4., 7. og 10. bekk er væntanlegur þann 9. október. Kennarar annarra árganga yfirfara myndir á Mentor og senda nemendur í
ljósmyndum ef þurfa þykir.
Lesa meira