Stjörnuskoðun

Á föstudag hefst alþjóðleg „stjörnutalning“ þar sem fólk út um allan heim fer út og skoðar hve margar stjörnur sjást í Svaninum (fólk á suðurhveli notar reyndar Bogmanninn).

Með því að skoða útlit Svansins og bera saman við stjörnukort má sjá hversu góð skilyrði eru til stjörnuskoðunar. Því miður veldur útilýsing oft ljósmengun sem truflar útsýnið til stjarnanna.

Þetta er einfalt og skemmtilegt verkefni sem getur skilað gagnlegum, vísindalegum niðurstöðum t.d. fyrir sveitarfélög sem vilja hafa þessi mál í sem bestu lagi.

Stóra alþjóðlega stjörnutalningin stendur yfir frá 17.-13. október. Eftir þennan tíma sést vaxandi tungl á kvöldin sem lýsir upp himininn.

Í viðhengi eru leiðbeiningar fyrir stjörnutalninguna, stjörnukort og mynd sem sýnir hvernig stjörnumerkið Svanurinn lítur út við mismunandi aðstæður. Nánari upplýsingar eru á www.stjornufraedi.is/stjornutalning og www.starcount.org

Gangi ykkur vel að skoða!

 Bestu kveðjur,
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn