Fréttir

UST í skólastarfi

Brekkuskóli vekur athygli vegna forritunarkennslu og þróunarverkefna í upplýsinga- og tölvutækni. Hér er viðtal á N4 við Helenu kennara og Arnór Gjúka nemanda og aðstoðarkennara í forritun. Þau kenna saman tölvuleikjaforritun í Símey. Brekkuskóli er í þróunarstarfi um UST í skólastarfi. Einn liður í því er Nordplusverkefni sem er samstarfsverkefni Brekkuskóla og annarra skóla í Noregi og Lettlandi. Verkefnið tekur til þriggja ára og er nú þegar komið vel af stað. Í Nordplus verkefninu er lögð áhersla á nám og kennslu með UST þar sem kennarar og nemendur læra saman og læra hvert af öðru.Hér er sameiginleg vefsíða skólanna um verkefnið. Arnór Gjúki er aðstoðarmaður kennara í valgrein í Brekkuskóla sem heitir Forritun sem Sigríður Margrét kennir. Þróunarverkefni um rafrænt nám og kennslu í Brekkuskóla er nánar líst á UT torgi menntamiðju. Margrét Þóra og Helena lærðu á thinglink hjá nemendum í Lettlandi þegar þær fóru þangað. Hér er eitt verkefni frá Margréti Þóru sem hún lærði að gera þar.
Lesa meira

Skólapeysur

Hin árlega sala á Brekkuskólapeysunum vinsælu fer fram á viðtalsdögunum 10. og 11. febrúar Í boði verður tvílituð hettuspeysa líkt og á síðasta skólaári, margir litir í boði. Mátun og pöntun verður í matsal Brekkuskóla klukkan 08-16 báða dagana. Verð er 6000 kr. peysan Ath. að greiða verður við pöntun, ekki er posi á staðnum. (innifalið í verði er nafn barns og skóla þrykkt á peysu kjósi nemendur það) Bestu kveðjur 10. bekkingar
Lesa meira

Skólaval

Tilkynning frá Skóladeild: Skólaval – innritun nemenda í 1. bekk grunnskóla Í febrúarmánuði fer fram innritun nemenda sem hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrar haustið 2014. Á heimasíðu skóladeildar, http://www.akureyri.is/skoladeild, undir hnappnum Skólaval - grunnskólar, má finna upplýsingar um grunnskólana á Akureyri, sértæka þjónustu, viðmiðunarreglur um inntöku, rafræn umsóknareyðublöð og fleira. Hver skóli er með kynningarfund, opið hús, fyrir foreldra barna sem hefja nám í grunnskóla haustið 2014 og eru foreldrar hvattir til að notfæra sér það tækifæri.  Kynning/opið hús, verður í grunnskólum Akureyrar í febrúar frá kl. 9:00-11.00:  Glerárskóli og Lundarskóli           11. febrúar Giljaskóli og Naustaskóli              12. febrúar Oddeyrarskóli og Síðuskóli          13. febrúar Brekkuskóli                                14. febrúar
Lesa meira

Fréttabréf - febrúar

Ágætu foreldrar/forráðamenn. Fréttabréf febrúarmánaðar er komið út. Þar má finna umfjöllun um starfið í 5. bekk, pistil frá skólastjóra og myndir frá fjöltefli og heimsóknum leikskólabarna. Viðburðardagatal og matseðill er á sínum stað ásamt leiðbeiningum um skráningu foreldra í samtöl. Í pistli skólastjóra kemur fram að á vefsíðu skólans megi finna niðurstöður kannana úr skólastarfinu og er slóðina að finna hér. Með kveðju úr skólanum! Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri
Lesa meira

Samtalsdagar

Mánudaginn 10. febrúar og þriðjudaginn 11. febrúar verða samtalsdagar í Brekkuskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til allt að 30 mínútna viðtals við umsjónarkennara annan hvorn þessara daga.  Við prófum nú nýtt fyrirkomulag á niðurröðun viðtala sem felur í sér að foreldrar sjálfir bóka sig í samtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is.   Þá er farið inn á fjölskylduvef mentor og smellt á hlekk sem birtist hægra megin á síðunni - "bóka foreldraviðtal".
Lesa meira

15 ára aldurstakmark á rafmagnsvespum

Rafhjól og vespur munu flokkast sem létt bifhjól samkvæmt frumvarpi til nýrra umferðarlaga og verða sem slík skráningarskyld og tryggingarskyld en undanþegin skoðunarskyldu. Þá munu ökumenn þurfa að hafa ökuleyfi sem þýðir að þeir verða að hafa náð 15 ára aldri til að aka slíkum hjólum.
Lesa meira

Bóndadagur

Mikinn merkisdag ber upp á 24. janúar en þá hefst þorri. Þorri er gamalt mánaðarheiti en samkvæmt forníslensku tímatali var þorri fjórði mánuður vetrar. Í skólanum er boðið upp á þorrasmakk á bóndadaginn með grjónagrautnum.
Lesa meira

Nýr drekameistari af 1. gráðu

Hanna Klara Birgisdóttir 3. HÓ er nýr Drekameistari af 1. gráðu í Brekkuskóla. Til hamingju Hanna Klara með árangurinn! Á skólasafni Brekkuskóla hafa nokkrir bókatitllar verið listaðir upp í þrjár mismunandi "drekagráður". Nemandi tekur þátt með því að merkja við þær bækur sem hann hefur lesið í gráðunni sem hann velur sér. Þegar hann hefur lokið við að lesa þær allar fær hann drekameistaratitil!  Sjá nánar um drekagráðurnar hér.
Lesa meira

Pláneturnar í 3. bekk

Nemendur í 3. bekk eru þessa dagana að læra um pláneturnar. Hér eru þau að syngja lag um pláneturnar með Rósfríði vinkonu sinni sem var sérstakur gestur í kennslustundinni. Rósfríður þekkir vel til í skólanum. Henni fannst mjög merkilegt að til væru fleiri plánetur en Jörðin sem við búum á.
Lesa meira

Fjöltefli

Í tilefni af alþjóðadegi skákíþróttarinnar laugardaginn 25. janúar hélt fyrrum skólaskákmeistari skólans Andri Freyr fjöltefli á sal skólans í liðinni viku. Áhugasamir skákunnendur voru spenntir og tóku vel í þetta framtak Andra Freys. Sjá myndir
Lesa meira