13.03.2014
Verðandi nemendur 1. bekkjar á komandi hausti 2014 komu í heimsókn. Við eigum síðan von á öðrum hópi í næstu viku. Nemendur
fengu tækifæri á að fara í frímínútur, vera í kennslustund og borða í matsal skólans. Hér má finna myndir frá heimsókninni.
Lesa meira
13.03.2014
Í smíðum og saumum skapa nemendaur verur og vistarverur, húsbúnað og sængur. Skoðið endilega
myndir af munum sem nemendur hafa búið til. Það vantar ekki hugmyndaflugið í Brekkuskóla.
Lesa meira
13.03.2014
Myndir frá byrjendalæsisvinnu í 1. bekk.
Í Brekkuskóla hefur sú stefna verið tekin að kenna lestur sem byggð er á kennsluaðferðinni Byrjendalæsi á yngsta stigi
skólans. Byrjendalæsi er einnig góður grunnur að kennsluaðferðinni Orð af orði sem kennd er í beinu framhaldi
afByrjendalæsi á yngsta- og miðstigi. Nánari upplýsingar um byrjendalæsi.
Lesa meira
13.03.2014
Föstudaginn 14. mars hvetur Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að halda upp á Mottudaginn. Brekkuskóli ætlar að
taka virkan þátt.
Á Mottudeginum látum við ímyndunaraflið ráða för og skörtum öllum mögulegum karlmennskutáknum og hvetjum landsmenn
alla til að gera slíkt hið sama. Leyfum karlmennskunni að njóta sín þennan dag og hvetjum vini, vandamenn og vinnufélaga til að taka
þátt í átakinu.
Allir geta verið með mottu s.s. gervimottur, nælur, armbönd, hálsbindi o.fl.
Við hvetjum ykkur til að deila með okkur myndum með því að merkja þær #mottumars.
Berum út boðskapinn og búum til hraustlega stemmingu á morgun. Myndskeið
Gleðilegan Mottudag!
Lesa meira
13.03.2014
Lið Brekkuskóli hafnaði í 4. sæti í Skólahreysti. Við þökkum þátttakendum fyrir góða frammistöðu og
áhorfendum fyrir virkan og hvetjandi framkomu. Áfram Brekkuskóli!
Lesa meira
13.03.2014
Í Brekkuskóla leggjum við áherslu á gildið "Jafnrétti". Við ræðum hvernig við getum unnið með gildið í
námshópunum í skólastarfinu. Stuðningsefni: Jafnrétti
- ritröð um grunnþætti menntunar.
Í skólanum er sérstök jafnréttisnefnd sem sér um að framfylgja
jafnréttisáætlun skólans.
Í skólastarfinu ræðum við hvað felst í hugtakinu jafnrétti og hvernig helst reynir á það í daglegu skólastarfi og
lífi.
Lesa meira
12.03.2014
4. bekkur er að læra um valda þætti í sögu mannkyns allt frá upphafi sögunnar til okkar daga. Eitt af verkefnunum er að byggja merkar byggingar
úr sögunni með kaplakubbum. Þetta eru byggingar eins og kínamúrinn, pýramídarnir í Egyptalandi, skakki turninn í Pisa, kastalar
í Evrópu o.fl. Myndir frá verkefninu.
Kennari er Arna Heiðmar Guðmundsdóttir
Lesa meira
12.03.2014
Skólahreysti fer fram í dag í Íþróttahöllinni. Keppnin hefst keppnin kl. 13:00 og áætluð lok hennar eru kl. 15:20.
Keppendur Brekkuskóla eru Sigþór (hraðabraut), Berglind (hraðabraut), Kolfinna (armbeygjur og hanga), Gauti (upphýfingar og dýfur). Varamenn eru
Þorbergur og Rún. Litur Brekkuskóla er DÖKKBLEIKUR.
Nánari upplýsingar um keppnina má finna á vefsíðu Skólahreysti.
Lesa meira
04.03.2014
Hæfileikakeppnin "Brekkuvision" fór vel fram. Margir hæfileikaríkir nemendur stigu á stokk. Úrslit urðu sem hér segir:
1. sæti Jóhann Þór, Egill, Egill Bjarni og Hafsteinn 7. BG sem spiluðu og sungu lag og frumsaminn texta um tölvufíkn. Myndskeið.
2. sæti Margrét Indíana 7. KI. Indíana söng einsöng
3. sæti Danshópur stúlkna úr 6. HBG
Í hléi voru brandarar sagðir af nokkrum 5. bekkingum. Þátttakendur keppninnar, bæði í undanúrslitum innan árganga og í keppninni
sjálfri, eru í raun allir sigurvegarar þar sem þau tókust á við mikla áskorun. Áhorfendur fá hrós fyrir virkan
þátt og prúðmennsku á meðan keppendur komu fram á sviðinu.
Lesa meira
04.03.2014
Þann 3. mars kl. 20:00 í Brekkuskóla.
Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, , Heiðrún Jóhannsdóttir, Sigmundur Kr. Magnússon, Bergljót Þrastardóttir og
Agla María Jósepsdóttir.
1. Guðjón Haukson verður með fyrirlestur fyrir foreldra um netheima, tölvuleiki, staðalmyndir og fleira sem gott er fyrir foreldra og kennara að vita.
Fyrirlesturinn verður 18. eða 19. mars og verður auglýstur fljótlega. Hvetjum foreldra á öllum skólastigum að kynna sér þetta
áhugaverða efni og mæta á þennan frábæra fyrirlestur.
2. Ljósamálin íþróttahöllinni eru að skýrast en þau eru í farvegi. Snýst
semsagt um að fá ljósin kveikt í öllum salnum þegar einn bekkur er í salnum en ekki einungis einu bili.
Lesa meira