Andri Snær Magnason rithöfundur

Andri Snær Magnason rithöfundur kemur til 4. bekkjar í heimsókn þriðjudaginn 11. nóvember 2014. Höfundurinn ætlar að ræða við nemendur og skoða afrakstur þeirra af vinnu með efni bókarinnar Sagan af bláa hnettinum.  Nemendur hafa unnið ýmis verkefni tengd sögunni út frá söguramma sem er samþætting nokkurra námsgreina við söguþráð bókarinnar. Bergþóra aðstoðarskólastjóri gerði sögurammann árið 1999 sem gefinn var út af Námsgagnastofnun. Afrakstur vinnu nemenda er að finna í stofum 209 og 210 en þau munu einnig stíga á svið á árshátíðinni og leika atriði úr sögunni. Andri Snær mun einnig líta við hjá 6. bekk. Myndir af nokkrum verkefnum Myndir frá heimsókn höfundarins í 4. og 6. bekk