Skólaþing 2014

Fimmtudaginn 16. október kl. 08:30-11:00 er fyrirhugað að halda 40 - 50 manna skólaþing í Brekkuskóla. Við óskum eftir áhugasömum foreldrum/forráðamönnum til að sitja þingið. Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Helenu Sigurðardóttur helenas@akmennt.is, Margréti Þóru Einarsdóttur margretthora@akmennt.is eða Bergþóru Þórhallsdótturbeggath@akureyri.is Skólaþingið er liður í Nordplus samstarfsverkefninu E- learning Using Technology in Students’ Development og þess vegna verða fulltrúar kennara og nemenda frá samstarfslöndunum, Noregi og Lettlandi með okkur á þinginu. Markmið þingsins er að leiða saman fulltrúa þeirra sem koma að skólanum og skapa vettvang til umræðu um örugga netnotkun og umgengni við tækni.Skólaþingið er liður í innleiðingu á nýtingu tækni við nám og kennslu í Brekkuskóla.

Á skólaþinginu sitja fulltrúar starfsfólks, nemenda, foreldra og erlendu samstarfsskólanna. Á skólaþinginu verður unnið með fimm þætti. Hverjum þætti fylgja tvær meginspurningar. Niðurstöður verða teknar saman í lokin, þær síðan kynntar og nýttar í skólastarfinu.

Markmið með skólaþingi: Að efla samvinnu og skapa umræðu um tækni og netöryggi í skólasamfélagi Brekkuskóla.

Fyrir þingið verða lagðar fimm eftirtaldar spurningar

1. Netöryggi:Hvaða reglur gilda í netsamskiptum? Hvernig er fyrirmyndarhegðun á netinu?

2. Nám og tækni: Hvernig er hægt að nýta tækni til náms? Hvernig getur tæknin gert námið árangursríkara?

3. Einelti á Netinu: Hvernig birtist einelti á netinu? Hvernig komum við í veg fyrir einelti á netinu?

4. Tölvuleikir:Hvernig geta tölvuleikir verið hluti af uppbyggilegu námi? Hvernig tryggjum við að börn spili eingöngu leiki sem henta þeirra aldurshópi?

5. Tími og tækni: Eiga samfélög að koma sér saman um umgengnisreglur og skýr mörk á netinu? Hversu langur tími er hæfilegur fyrir börn í frjálsum leik og samskiptum á netinu?

Við óskum eftir áhugasömum foreldrum/forráðamönnum til að sitja þingið.

Þeir sem hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við Helenu Sigurðardóttur helenas@akmennt.is, Margréti Þóru Einarsdóttur margretthora@akmennt.is eða Bergþóru Þórhallsdótturbeggath@akureyri.is

Nánar