Brekkuskóli er kominn í 4 liða úrslit eftir sigur liðsins okkar á Grunnskólanum í Bláskógabyggð. Nú er spennan orðin
rafmögnuð. Keppnin fór fram rafrænt á "Skype" þar sem þeir kepptu við lið Dalvíkurskóla. Lið Brekkuskóla er skipað sem
hér segir: Halldór Heiðberg Stefánsson, Jóhannes Stefánsson og Hallgrímur Hrafn Guðnason en þeir eru allir í 10. bekk
FDG.
Þess má geta að liðið var í alfræðivaláfanga í fyrravetur sem leggur grunn að undirbúningi keppenda í spurningakeppninni.
Kennari í alfræði er Helena Sigurðardóttir.