Gildi mánaðarins er Umhyggja. Í stefnu og sýn Brekkuskóla segir: Brekkuskóli er samfélag þar sem við stöndum saman og sýnum
umhyggju. Við dæmum ekki og erum tilbúin til að aðstoða hvert annað.
Í uppbyggingarstefnunni er m.a. gengið út frá grunnþörfinni að tilheyra (e. belonging). Þessi þörf er mjög missterk eftir
einstaklingum og er nátengd gildinu umhyggja.