Heimsóknir barna fædd 2008

Frá skólaheimsókn 5 ára árið 2013
Frá skólaheimsókn 5 ára árið 2013
Brekkuskóli er í samstarfi við leikskólann Hólmasól um undirbúning skólabyrjunar nemenda fædd árið 2008 í grunnskóla. Foreldrar úr öðrum leikskólum en Hólmasól sem hyggjast innrita barn sitt í Brekkuskóla geta einnig komið með barn sitt í þessar heimsóknir. Fyrirhugaðar fyrstu heimsóknir eru 16. og 23. janúar 2014.  

Fyrirhugaðar heimsóknir Hólmasólar í Brekkuskóla frá öðrum leikskólum eru velkomnir á sama tíma og Hólmasól  samkvæmt neðangreindu. Tekið skal fram að heimsóknir barna af öðrum leikskólum en Hólmasól eru í höndum foreldra. Foreldrar sem óska eftir að fá að koma í heimsóknirnar með börn sín eru beðnir um að fylla út meðfylgjandi eyðublað eða senda sambærilegar upplýsingar á beggath@akureyri.is. Foreldrar af sama leikskóla hafa stundum tekið sig saman um að koma með nemendur í heimsóknirnar.

Við bendum á að einnig er boðið upp á vorskóla í maí fyrir öll innrituð börn sem eru að hefja grunnskólagöngu hjá okkur, en vorskólinn er hugsaður til að koma til móts við þessa nemendur enn frekar í skólaaðlöguninni.

 Skipulag heimsókna og vorskóla 2014.

 Heimsóknir leikskólabarna í Brekkuskóla:

1. Heimsókn

Ö 16. janúar fara nemendur frá Hólmasól í Brekkuskóla.

Tími 9:15 frímínútur eru 10-10:40.

Bergþóra aðstoðarskólastjóri eða staðgengill hennar mun taka á móti börnunum, hún sýnir þeim húsnæði og aðbúnað í skólanum. Bryndís forstöðukona Frístundar mun sýna börnunum húsnæði Frístundar. Börnin fá ávaxtabita. Áætluð heimferð er um kl.10:40. 

Ö 23. janúar fara væntanlegir nemendur frá Hólmasólog frá öðrum leikskólumí Brekkuskóla. (Passi þessi tími illa fyrir börn frá öðrum leikskólum er sjálfsagt að taka á móti þeim 16. janúar með hinum hópnum frá Hólmasól).

Tími 9:15 frímínútur eru 10-10:40.

Bergþóra aðstoðarskólastjóri eða staðgengill hennar mun taka á móti börnunum, hún sýnir þeim húsnæði og aðbúnað í skólanum. Bryndís forstöðukona Frístundar mun sýna börnunum húsnæði Frístundar. Börnin fá ávaxtabita. Áætluð heimferð er um kl.10:40.

 2. Heimsókn

Ö 16. og 20. mars fara nemendur frá Hólmasól í Brekkuskóla.

Mæting er kl. 10:30. Börnin fara í kennslustund (verður dreift á 3 stofur) Eftir kennslustund fara þau saman  í mat og að lokum í frímínútur ef vill til kl.12:10.

  1. Heimsókn í íþróttatíma

Ö Í apríl  fara nemendur frá Hólmasól og nemendur frá öðrum leikskólum sem stefna í Brekkuskóla í íþróttatíma í Laugargötuíþróttahús. Nánar síðar. 

Börnin fara í íþróttatíma í Laugargötu. Leikskólakennarar taka á móti nemendum í íþróttahúsinu Laugargötu og aðstoða íþróttakennara. 

Vorskóli í maí.

Ö 5. og 6. maí.

Mæting er kl. 14:00- 16:00. Bergþóra skrifar annað bréf til foreldra sem leikskólarnir afhenda þeim foreldrum sem innritað hafa barn sitt í Brekkuskóla. Í bréfinu er boð til foreldra og barna um að koma í Brekkuskóla og kynnast húsnæði og vinna verkefni með væntanlegum kennurum. Það er alfarið í höndum foreldra að sjá til þess að koma börnum sínum til og frá vorskóla.

EYÐUBLAÐ

Svona gerum við - bæklingur

Allar almennar upplýsingar um Brekkuskóla er að finna á www.brekkuskoli.is

Einnig veitum við fúslega upplýsingar í síma 462-2525

Sjáumst í skólanum!

Með vinsemd;

Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri