Í dag hófst valgreinin Raffræði í VMA sem er hluti af samstarfsverkefni Brekkuskóla og VMA í vetur. Valinu er skipt í tvo námshópa
þar sem undirtektir voru afar góðar. Fyrir áramót var ein valgrein kennd í VMA í smíðum og önnur valgrein í
náttúrufræðigreinum sem kennd var í Brekkuskóla en kennarar komu frá VMA. Þetta samstarfsverkefni var í undirbúningi á
síðasta skólaári og nú höfum við safnað upp reynslu sem við leggjum í bankann okkar til framtíðar. Það voru
áhugasamir drengir sem fóru með aðstoðarskólastjóra í fyrsta tímann í raffræði eftir hádegi í dag. Fyrsti
tíminn hófst á kennslu um muninn á rafvirkjun og rafeindavirkjun. Í léttu innskoti á undan var umræðan tekin um það hvernig
kennitölur okkar eru upp byggðar. Skemmtileg byrjun og vonandi ná drengirnir markmiðum sínum í þessari spennandi valgrein. Sjá myndir hér. Kennari í raffræði er Davíð
Ingi Guðmundsson.