Tölum saman

Ekki barnið mitt? Í dag, fimmtudaginn 21. nóvember frá kl. 17-19, verður haldið í Menningarhúsinu Hofi málþing fyrir alla sem koma að uppeldi barna og unglinga. Yfirskrift málþingsins er "Tölum saman". Spurt er spurninga á borð við þessar: Hver er ábyrgð okkar sem samfélags? Er vímuefnaneysla einstaklingsins bara hans mál? Ræða foreldrar sín á milli um félagslíf barna sinna? Hver er staðan á Akureyri? Dagskrá málþingsins er þessi: Ekki barnið mitt Jóhannes Kr. Kristjánsson faðir Sigrúnar Mjallar sem lést vegna ofneyslu fíkniefna aðeins 17 ára. Vímuefnaneysla grunn- og framhaldsskólanema. Hvað gerist milli skólastiga? Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu. Tónlistaratriði Nemendur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hvernig er að vera foreldri fíkils? Inga Lóa Birgisdóttir. Fíkniefnaheimurinn á Akureyri Lögreglan á Akureyri. Tónlistaratriði Nemendur frá Menntaskólanum á Akureyri. Pallborðsumræður