Undirbúningur árshátíðar stendur sem hæst. Nemendur æfa á sviði og í heimilisfræðistofu eru bakað. Hópar nemenda
taka upp stuttmyndir, laga til búninga og sviðsmyndir, eldri nemendur aðstoða yngri nemendur og svona mætti lengi telja. Allir eru mikilvægir og hafa einhverju
hlutverki að gegna. Hlutverkin eru mörg og misjöfn en allir keppast við að láta dæmið ganga upp. Lokaæfingar eru á næsta leyti og
síðan sjálfur árshátíðardagurinn sem margir bíða spenntir eftir. Upplýsingaver skólans er opið fyrir þá nemendur
sem kjósa rólegheit.
Myndir frá bakstri í heimilisfræðistofu.