Litlu jólin

Litlu jólin fara fram í Brekkuskóla 20. desember 2013 sem hér segir: Frístund opnar kl.08:00 fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Skólabíll fer á venjubundnum tíma um morguninn. Nemendur í 2., 4. og 10. bekk (ath. breyttur tími hjá 10. bekk) mæta klukkan 08:00 í heimastofur. Klukkan 09:00 koma þau á sal skólans, þar sem verður dansað í kringum jólatré. Skóladegi lýkur klukkan 10:00 og Frístund opnar þá fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Skólabíll fer kl. 10:15 frá skólanum. Nemendur 3. , 6., 7. og 8. bekk mæta klukkan 09:00 í heimastofur. Skólabíll fer kl. 08:35 frá fyrstu stoppistöð (Keiluhöll). Klukkan 10:00 koma þau á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur um klukkan 11:00 og Frístund verður opin fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Skólabíll fer kl. 11:15 frá skólanum. Nemendur í 1., 5. og 9. bekk (ath. breyttur tími hjá 9. bekk) mæta klukkan 10:00 í heimastofur. Skólabíll fer kl. 09:35 frá fyrstu stoppistöð (Keiluhöll). Klukkan 11:00 koma þau á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur um klukkan 12:00. Frístund verður opin fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Skólabíll fer kl. 12:15 frá skólanum. Kennsla hefst á nýju ári þann 6. janúar samkvæmt stundaskrá. Gleðilega jólahátíð! Starfsfólk Brekkuskóla