Lið Brekkuskóla í spurningakeppni grunnskólanna
Lið Brekkuskóla í spurningakeppni grunnskólanna gerði sér lítið fyrir og vann riðilinn. Keppnin fór fram milli grunnskóla á
Norðurlandi, af svæði sem nær frá Skagafirði að Þingeyjarsýslum. Bestum árangri náði liðið í þeim hluta sem
hafði að geyma hraðaspurningar, en þá náði liðið að svara 9 af 12 spurningum rétt. Liðið stóð uppi með eitt stig í
mínus eftir fyrri umferðina en unnu þá síðar með 9 stigum. Árangurinn í hraðaspurningunum varð til þess að þeir unnu
riðilinn og komust áfram í keppninni. Það veruður spennandi að fylgjast með framhaldinu. Við óskum drengjunum innilega til hamingju með
frábæran árangur!
Lið Brekkuskóla skipa þeir Halldór Heiðberg Stefánsson, Jóhannes Stefánsson og Hallgrímur Hrafn Guðnason en þeir
eru allir í 10. bekk FDG. Þess má geta að liðið var í alfræðivaláfanga í fyrravetur sem leggur grunn að undirbúningi keppenda
í spurningakeppninni. Kennari í alfræði er Helena Sigurðardóttir. Ekki náðist í hóp í alvfræðiáfanga
í vetur en vonandi verður hægt að mynda hóp aftur næsta vetur.