Strákar - rifhöfundur í heimsókn

Bjarni Fritzson ásamt Kristínu Tómasdóttur hafa gefið út bókina Strákar. Í bókinni er fjallað um líf íslenskra stráka frá mörgum hliðum og það sem þeir kljást við í sínu daglega lífi. Bjarni Fritzson kom í heimsókn í Brekkuskóla og kynnti drengjum í elstu árgöngunum bókina. Bjarni er fyrrverandi landsliðsmaður og er atvinnumaður og þjálfari í handknattleik. Hann er að auki með próf í sálfræði. Fleiri myndir frá kynningunni.

Bjarni segist sjálfur hafa verið venjulegur unglingur. „Ég var á fullu í íþróttum og var bæði í handbolta og körfubolta. Maður fór auðvitað að fókusera meira á sjálfan sig og jafnaldrana. Það breytist svo margt á unglingsárunum. Ég held að ég hafi verið bara nokkuð venjulegur. Auðvitað fór ég í gegnum skapsveiflur og ég man að maður þurfti að sofa töluvert meira en oft áður. Samskipti við foreldra breyttust og fjölskylduna.“ 

Bjarna finnst kominn tími til þess að strákum sé veitt meiri fræðsla og hjálp við að fóta sig í lífinu. Nóg sé talað um hegðun þeirra. „Við erum ekkert að bera þá saman við stelpur.
Það er komið nóg af því að tala um stráka, þá skortir fyrirmyndir og fræðslu, nú viljum við tala við þá. Hvað þeir geta gert betur, veita þeim upplýsingar og hjálp til að fóta sig betur.“

(Heimild af vef www.dv.is)