Ella umferðartröll

Í dag fengum við Ellu umferðartröll í heimsókn. Markmið verkefnisins er að auka öryggi barna sem eru að fara í fyrsta sinn ein út í umferðina. Um er að ræða leiksýningu sem hefur fengið vottun Samgöngustofu og fjallar um Ellu tröllastelpu sem kann ekki umferðarreglurnar. Ella kynnist stáknum Benna og saman lenda þau í ýmsum ævintýrum í umferðinni. Þegar fylgst er með uppátækjum Ellu og Benna kynnast börnin umferðarreglunum á skemmtilegan og fræðandi hátt. Leikhópurinn Kraðak hitti börn í 1. og 2. bekk Brekkuskóla í dag.  

Hér til hliðar og á heimasíðu verkefnisins, ellaumferdartroll.is, má finna gátlista, frekari upplýsingar um umferðaröryggi, auk þess sem börn á aldrinum 6-7 ára geta tekið þátt í skemmtilegum litaleik og unnið til veglegra vinninga frá Sjóvá og N1.

Það er von Sjóvár, N1 og Kraðaks að sýningin verði til þess að yngstu börnin í umferðinni verði meðvitaðri um þær hættur sem ber að varast og gæti þess að fylgja umferðarreglunum. Auk þess er markmiðið að vekja athygli ökumanna á að börn skynja ekki hraða, fjarlægðir og hljóð eins og fullorðnir og því ber ökumönnum skylda til að sýna aukna aðgát nú þegar skólarnir eru byrjaðir.

Þeir krakkar sem taka þátt í litaleiknum, skulu senda myndina sína á heimilisfangið:

N1
Dalvegur 10 -14
201 Kópavogur
B.t. Markaðsdeildar

Munið að merkja ykkur myndina og skrifa nafn forráðamanna, heimilisfang, símanúmer og tölvupóst