Fréttir

Brekkuskóli vann hreystikeppnina á föstudaginn!

Á föstudaginn fór fram skólahreystikeppnin i Íþróttahöllinni. Þar fór Brekkuskóli með sigur af hólmi. Þátttakendur frá skólanum voru: Alda Ólína, Kara Guðný, Oddur Malmquist og Stefán Trausti. Við óskum þeim til hamingju með sigurinn.
Lesa meira

FLÓAMARKAÐUR - SKEMMTIKVÖLD

Mánudaginn 28. mars verður flóamarkaður og kaffisala í Brekkuskóla frá klukkan 18 -20. Klukkan 20 hefst skemmtikvöld, aðgangseyrir inn á skemmtikvöldið er 500 kr. (má borga meira) Allur ágóði fer til styrktar fyrrum bekkjarfélögum okkar sem fluttu til Christchurch á Nýja-Sjálandi og misstu heimili sitt í jarðskjálftanum. Vonumst til að sjá sem flesta. Nemendur í 10. bekk í Brekkuskóla
Lesa meira

Fjallaferð Brekkuskóla 16. mars

Miðvikudaginn 16. mars er áætlað að allur skólinn fari í Hlíðarfjall til að njóta samveru og útiveru. Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af einhverjum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Nemendur mæta í stofur samkvæmt stundaskrá þar sem merkt verður við þá. Farið verður frá skólanum sem hér segir: 8. – 10. bekkur kl. 08:15 4. – 7. bekkur kl. 08:45 1. – 3. bekkur kl. 09:15 Lagt verður af stað úr Hlíðarfjalli sem hér segir: 1. – 3. bekkur kl. 11:30 4. – 7. bekkur kl. 12: 00 8. – 10. bekkur kl. 12:30 Þegar komið er í skóla aftur verður matur í matsal samkvæmt venju og eftir það fara nemendur heim eða í Frístund. Skólabíll fer frá skólanum kl. 12:45 og 13:50 þennan dag.  
Lesa meira

HVAÐ EF?

Fimmtudaginn 24. febrúar fer 9. og 10. bekkur í Hof á sýninguna Hvað Ef?. Hvað Ef? fjallar um viðkvæm mál eins og vímuefni, áfengi, kynferðisofbeldi, ölvunarakstur, einelti og foreldravandamál á skemmtilegan og nýstárlegan hátt. Flytjendur eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ólöf Jara Skagfjörð og Ævar Þór Benediktsson. Leikstjóri Gunnar Sigurðsson.
Lesa meira

ÁRSHÁTÍÐ HJÁ 1.-10. BEKK

Fimmtudaginn 17. febrúar verður árshátíð Brekkuskóla. Settar verða upp sýningar og atriði víðs vegar um skólann og margt annað verður til skemmtunar s.s. ævintýraveröld með hlutaveltu, tívolíþrautir, draugahús, spákonu, andlitsmálun o.fl. Það er 6. bekkur sem sér um ævintýraveröldina og er hluti í þeirra fjáröflun. Kaffihlaðborð 10. bekkja verður í matsal. 700.- kr fyrir fullorðna og 300.- fyrir börn. Á hádegissýningunum verður sjoppa 10. bekkinga opin þar sem hægt verður að fá pylsur og drykk. Rétt er að taka það fram að ekki er hægt að taka við kortum. Inngangseyrir er enginn. Sýningartíma atriða svo og staðsetningu er að finna hér... Sjáumst í skólanum á hátíðardegi!
Lesa meira

7. bekkur fór að Reykjum í lok janúar...

...og var þetta mjög skemmtileg og fróðleg ferð. Nemendur sem og kennarar komu þreytt en glöð til baka eftir einstaklega vel heppnaða ferð. Hegðun og framkoma nemenda var til fyrirmyndar og hafði bílstjóri SBA orð á því hversu góð hegðun barnanna væri. Myndir eru komnar á heimasíðuna undir MYNDIR efst á grænu valstikunni.
Lesa meira

Svona er hægt að læra um þyngdaraflið!

8. bekkur fór nýstárlega leið til að læra um þyngdaraflið...myndir má sjá hér....
Lesa meira

Nýtt fréttabréf er komið út...

og má nálgast það hér...
Lesa meira

100 daga hátíð hjá 1. bekk

Glatt var á hjalla á 100 daga hátíðinni hjá 1.bekk. Gengið var um skólann með gleðisöng svo undir tók.Nemendur hafa í vetur lært að telja einingar og tugi upp í hundrað og fengu að velja 10x10 góðgæti í kramarhús sem þeir höfðu föndrað. Kennararnir þeirra Ragnheiður og Sigrún bökuðu í tilefni dagsins 100 muffins og blésu í 100 blöðrur sem hengdar voru upp í skólastofunum. Einnig unnu nemendur verkefni í ritun og stærðfræði tengt hátíðinni. Myndir má sjá hér og undir "myndir" á grænu valstikunni efst á heimasíðunni.
Lesa meira

Kynningafundur um val á grunnskóla

Kynningarfundur um val á grunnskóla fyrir haustið 2011 verður haldinn miðvikudaginn 9. febrúar kl. 20:00-22:00 í sal Brekkuskóla. Þar munu fulltrúar skólanna kynna þá fyrir foreldrum væntanlegra nýnema.  Skólarnir verða svo með opið hús fyrir foreldra kl. 09:00-11:00 eftirtalda daga í febrúar: Fimmtudaginn 10. febrúar - Glerárskóli Föstudaginn 11. febrúar - Naustaskóli og Giljaskóli Mánudaginn14. febrúar - Brekkuskóli Miðvikudaginn16. febrúar - Oddeyrarskóli og Lundaskóli Fimmtudaginn 17. febrúar - Síðuskóli SKÓLAVAL 2011 bæklingurinn, sem hefur að geyma upplýsingar um grunnskóla bæjarins, er á netslóðinni http://skoladeild.akureyri.is/
Lesa meira