Fréttir

Úrslit - 5.ÞG vann!

Vikuna 12. - 16. september var gönguátak í skólanum þar sem efnt var til göngukeppni milli árganga.  Nemendur fengu hvatningu íþróttakennara til að ganga eða hjóla í skólann þessa viku og merktu umsjónarkennarar við alla vikuna hverjir komu gangandi eða hjólandi.  Sá árgangur sem stóð sig best var 5. ÞG og fékk bekkurinn í dag viðurkenningu frá íþróttakennara og skólastjórnendum. Viðurkenningin voru forláta gullskór sem listgreinakennarar höfðu útbúið. Nemendurnir í 5. ÞG gengu eða hjóluðu í 99% tilvika. Almennt um átakið má segja að þátttaka hafi verið góð og skiptist árangur eftir stigum sem hér segir: Yngsta stig 95%, miðstig 85,4% og elsta stig 88,2%. Nemendur og starfsfólk skólans er áfram hvatt til að ganga eða hjóla í skólann. Sjá nánar um átakið á landsvísu á http://www.gongumiskolann.is/
Lesa meira

ADHD vika

Vikan 18. - 25. september er samevrópska ADHD vitundarvikan sem við hér hjá ADHD samtökunum höfum kosið að leiða undir slagorðinu “ATHYGLI,  JÁ TAKK”. Markmið ADHD vitundarvikunnar er að auka þekkingu almennings á ADHD, eyða fordómum, auka skilning og efla stuðning  við fólk með ADHD með opinskárri og skammarlausri umfjöllun.  Auk þess veita ýmsar  upplýsingar ADHD.   Ennfremur verður lögð áhersla á hversu mikilvægt er að einstaklingar með ADHD mæti skilningi og njóti stuðnings í samfélaginu, því stuðningur skapar sigurvegara.
Lesa meira

Ný jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun fyrir Brekkuskóla hefur nú verið endurskoðuð. Jafnréttisáætlun fyrir skólaárið 2011-2012 er að finna hér á vefsíðunni.
Lesa meira

Hreyfistrætó - upplýsingar og skráning

Nú á haustdögum verður aftur farið af stað með verkefnið „hreyfistrætó“, en megin markmið þess er að hvetja  öll börn til að ganga í skólann og á sama tíma að minnka umferð við Brekkuskóla.  Valdar hafa verið 3 gönguleiðir og merktar inn á kort ásamt  „strætóstöðvum“og er ætlunin að eitt foreldri taki að sér að ganga eina leið einu sinni til tvisvar á 6 vikna tímabili og því fylgja börnunum í skólann og gæta að öryggi þeirra. Eftir því sem nær dregur skólanum bætast fleiri börn við í hópinn en þau bíða á sér merktum "stöðvum" eftir að hópurinn fari framhjá. Stöðvarnar hafa verið staðsettar með það í huga að börn þurfi ekki yfir umferðaþungar götur frá heimili sínu.
Lesa meira

6. bekkur á Húna

Í vikunni fóru 6. bekkingar á Húna. Í ferðinni fengu nemendur að veiða og síðan var fiskurinn eldaður um borð. Veðrið lék við þátttakendurna og allir virtust skemmta sér hið besta. Fleiri myndir úr ferðinni má nálgast hér.
Lesa meira

Göngum í skólann - átaksverkefni

Vikuna 12. - 16. september ætlum við að hafa gönguátak í skólanum og efna til göngukeppni milli árganga.  Nemendur fá hvatningu til að ganga/hjóla í skólann og merkt verður við alla vikuna hverjir koma gangandi/hjólandi.  Sá árgangur sem stendur sig best fær viðurkenningu. Sjá nánar á http://www.gongumiskolann.is/
Lesa meira

Foreldranámskeið fyrir foreldra barna með ofvirkni

PMT foreldrafærninámskeið  (Parent Management Training) hefst þann 4. október nk. Um er að ræða námskeið sem stendur yfir í átta vikur.
Lesa meira

Rifjum upp reglur um hjólaleiktæki

Reiðhjól, hjólabretti, línuskautar og hlaupahjól Nemendum er heimilt að koma á reiðhjólum í skólann frá 7 ára.  Það er mjög mikilvægt að gengið sé vel frá hjólum við skólann. Reiðhjól eru alfarið á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra, einnig er það á ábyrgð foreldranna að nemendur noti öryggishjálm. Umferð reiðhjóla á skólalóð á skólatíma er bönnuð. Hjólaleiktæki önnur en reiðhjól eru á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra. Því miður verður ekki hægt að geyma þessa hluti inni í skólanum. Umferð/notkun þessara tækja á skólalóð miðast eingögnu við frímínútur/hádegi á malbikaða vellinum austan megin við aðalbyggingu.
Lesa meira

Kynningarfundir fyrir foreldra

Framundan eru kynningarfundir á skólastarfi Brekkuskóla fyrir foreldra. Þeir verða haldnir vikuna 12. - 16. september sem hér segir: 1. bekkur - mánudaginn 12. september 2. - 3. bekkur - þriðjudaginn 13. september 4.- 5. bekkur - miðvikudaginn 14. september 6. - 7. bekkur - fimmtudaginn 15. september 8., 9. og 10. bekkur - föstudaginn 16. september Fundirnir hefjast allir kl. 8:00 að morgni á sal skólans. Gengið er inn í aðalandyri skólans gegnt íþróttahúsi. Eftir stutt innlegg þar fara foreldrar í stofur ásamt umsjónarkennurum þar sem þeir fá kynningu á námi og kennslu í viðkomandi árgangi. Við þetta tækifæri geta foreldrar skipulagt foreldrasamstarf og kosið foreldrafulltrúa fyrir hvern námshóp eða bekk.
Lesa meira

Umgengnisreglur og skýr mörk

Í Brekkuskóla notum við agastjórnunarkerfið "Uppeldi til ábyrgðar". Í stefnunni er mælst til að ákveðin viðbrögð séu notuð þegar barnið fer yfir þau mörk sem skólinn setur. Viðbrögðin eru til að byggja barnið upp með því að leiðbeina því, fremur en að refsa. Hér fyrir neðan er leiðarvísir Brekkuskóla um umgengni og viðbrögð við brotum. Foreldrar geta nýtt sér þennan leiðarvísir í uppeldinu með því að heimfæra hann yfir á umgengni og skýr mörk á heimilinu. Bæklingur - Leiðarvísir um umgengni og skýr mörk í Brekkuskóla.
Lesa meira