23.11.2010
Í tilefni af 10 ára afmæli Íslandsklukkunnar var efnt til smásagnakeppni meðal barna í 5. bekk í samstarfi Háskólans á
Akureyri og Akureyrarbæjar við grunnskóla Akureyrar. Þema keppninnar var Framtíðarsýn-Akureyri 2020 en sigurvegari keppninnar hlýtur
bókarverðlaun og þann heiður að hringja Íslandsklukkunni þann 1. desember.
Annað sætið hlaut Sigurlaug Birta í Brekkuskóla.
Sagan hennar þykir frumleg en um teiknimyndasögu er að ræða. Myndirnar eru vandaðar og tengingar milli myndaramma góðar. Ákveðin
framtíðarsýn kemur myndrænt fram og allur frágangur góður.
Þriðja sætið hlaut Ari Orrason í Brekkuskóla. Sagan hans er vel upp byggð með góðum
myndlíkingum. Söguþráður er frumlegur og fyndinn.
Fyrsta sæti fór í Glerárskóla en það var Viðar Guðbjörn Jóhannsson sem skrifaði
þá sögu.
Lesa meira
23.11.2010
Næstkomandi föstudag verður 4. bekkur með morgunmóttökuna sína.
Morgunmóttökur eru frá klukkan 08:00-09:00 og er þá nokkurskonar opið hús. Foreldrar geta komið með barninu sínu, fengið sér kaffi
og brauðbollu í matsalnum og litið við í stofu. Oft eru nemendur með verkefni til sýnis eða kynna það sem þau hafa verið að vinna
að. Verðskrá fyrir brauðbollu er 150.- kr og kaffi 50.- kr. Ágóði rennur í sjóð hjá 6. bekk.
Lesa meira
17.11.2010
Morgunmóttökur eru frá klukkan 08:00-09:00 og er þá nokkurskonar opið hús. Foreldrar geta komið með barninu sínu, fengið sér kaffi
og brauðbollu í matsalnum og litið við í stofu. Oft eru nemendur með verkefni til sýnis eða kynna það sem þau hafa verið að vinna
að. Verðskrá fyrir brauðbollu er 150.- kr og kaffi 50.- kr. Ágóði rennur í sjóð hjá 10. bekk.
Lesa meira
10.11.2010
Mikið var um gleði þegar foreldrar mættu í morgunmóttöku hjá 1. bekk á þriðjudaginn.
Foreldrar settust á skólabekk og lærðu um þarfirnar undir handleiðslu barna sinna.
Lesa meira
09.11.2010
N4 ætlar að ganga með Hreyfistrætó í næstu viku
Skráning í hreyfistrætó - þátttaka foreldra og nemenda er hér.
Lesa meira
02.11.2010
Brekkuskóla voru færðir að gjöf tveir stjörnusjónaukar "Galíleó" auk heimildarmyndarinnar Horft til himins
og tímarit Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem gefið var út á ári stjörnufræðinnar 2009.
Lesa meira
29.10.2010
Morgunmóttaka verður hjá 1.bekk þriðjudaginn 9. nóv. niðri í stofum þar verður foreldrum boðið upp á kaffisopa.
Morgunmóttaka verður hjá 7.bekk föstudaginn 12. nóv.
Lesa meira
22.10.2010
Þá er seinni degi þemadaga að ljúka...
Lesa meira
05.10.2010
Kæru foreldrar.
Nú er „hreyfistrætóinn“ kominn í gang. Þegar hafa nokkrir foreldrar skráð sig til leiks en betur má ef duga skal. Við hvetjum
alla foreldra í til að skrá sig inn á heimasíðu Brekkuskóla (www.brekkuskoli.is) undir tenglinum „Hreyfistrætó“. Þar
má einnig sjá kort með leiðunum.
Skráningin er einföld og aðgengileg.
1. Smella HÉR2. Finna ykkar leið – gula
(Helgamagrastræti- Brekkuskóli), rauða (Þórunnarstræti-Ásvegur- Brekkuskóli), græna (Langamýri-Brekkuskóli), bláa
(Álfabyggð-Brekkuskóli).
3. Velja dag sem ykkur hentar . Skrá nafn og símanúmer . Smella á save.
Með góðri kveðju, undirbúningsnefnd
Nánar má lesa um Hreyfistrætó hér á heimasíðu Brekkuskóla og í bréfi sem
foreldrar fengu í tölvupósti síðasta fimmtudag.
Lesa meira