Fréttir

Foreldrafræðsla

Tæplega 80 foreldrar eru skráðir á stutt námskeið í uppbyggingu sjálfsaga. Þetta er í fyrsta skipti sem skólinn býður foreldrum upp á slíkt námskeið. Markmiðið er að sem flestir foreldrar fái þessa fræðslu sem við teljum vera eina af undirstöðu þess að góður árangur náist í jákvæðum samskiptum og hegðun. Skráning á námskeiðið á morgun er enn opin. Hafið samband við umsjónarkennara eða ritara skólans s. 462-2525 Myndir frá fyrra námskeiðinu  
Lesa meira

Kynning á valgreinum

Kæru foreldrar/forráðamenn og nemendur í 8. bekk 2010-2011. Kynningarfundur verður á sal Brekkuskóla, miðvikudaginn 28. apríl kl. 17:00-18:00. Hann er hugsaður fyrir foreldra/forráðamenn og nemendur en auk þess förum við yfir þessa hluti með nemendum í kennslustund fyrr um daginn. Kynningarbæklingur fyrir verðandi nemendur 8. bekkjar Kynningarbæklingur fyrir verðandi nemendur 9. og 10. bekkjar Umsóknareyðublað 8. bekkur Umsóknareyðublað 9. og 10. bekkur  
Lesa meira

Vefmyndavél - arnarhreiður

Það er einstakt að geta fylgst með náttúrunni með aðstoð vefmyndavéla. Dæmi um það er að fylgst er með einstökum atburði í gegnum slíka tækni þar sem arnarhjón hafa verpt í ótilgreindri eyju í Breiðafirði. Við í Brekkuskóla ætlum að fylgjast með þessum viðburði, en reiknað er með að eggin klekist út í lok maí. Þetta er í annað sinn sem þetta er reynt, en í fyrra klektust eggin ekki út og voru við rannsókn talin hafa verið fúl. Fylgist með hér. Efni sótt af vef http://www.reykholar.is/
Lesa meira

Rykgrímur vegna öskufalls

Almannavarnir vilja benda á að ekki er þörf á að fólk noti rykgrímur annarsstaðar en þar sem er sýnilegur gosmökkur. Það er ekki nauðsynlegt að fólk gangi með rykgrímur en mælt er með því að fólk noti rykgrímur á öskufallsvæðinu. Eins og er nær öskufallssvæðið til Vestur Skaftafellssýslu og svæðisins næst Eyjafjallajökli. Fréttir birtast stöðugt á vef almannavarna   Bæklingur hér.
Lesa meira

Útafbreytnidagur - myndir

Þriðjudaginn 20. apríl 2010 var stundaskrá brotin upp og nemendur í 1. - 7. bekk unnu í sal og matsal nokkurs konar vinaverkefni í uppbyggingastefnunni þar sem þau greindu eigin þarfir hjá hvort öðru. Sjá myndir frá deginum.
Lesa meira

Nemendur vekja athygli á Spáni

Nemendur úr spænskuvali Brekkuskóla vekja athygli á Spáni þar sem þau eru enn vegna tafa sem orðið hafa vegna öskufalls úr eldgossinu í Eyjafjallajökli. Hér á myndinni eru þau að dást að sjálfum sér vegna birtingar viðtals og mynda af þeim þar sem þau eru að fylgjast með fréttum af gosinu í gegnum tölvur. Hópurinn ber sig bara vel og stefnir á heimferð á fimmtudag frá Alicante. Þetta aukaævintýri mun vafalaust vera þeim minnisstætt um aldur og ævi. Fréttin í spænska blaðinu: http://www.lavozdegalicia.es/portada/2010/04/20/0003_8429910.htm?utm_source=buscavoz&utm_medium=buscavoz  
Lesa meira

Útafbreytnidagur í 1. - 7. bekk

Þriðjudaginn 20. apríl 2010 er útafbreytnidagur hjá nemendum í 1. - 7. bekk. Ætlunin er að mynda n.k. vinahópa milli bekkja og vinna með verkefni sem tengjast uppbyggingarstefnunni. Auk þess verður farið í hópeflisleiki. Dagskráin er sett upp fram að matartímanum þeirra og eftir að nemendur hafa fengið sér að borða fara þeir heim eða í Frístund. Frístund opnar kl.12:00. Skólabíll þennan dag fer kl.12:10 en seinni bíllinn er óbreyttur. Gaman - saman! Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri
Lesa meira

Spánarfararnir koma á fimmtudaginn

Spánarfararnir okkar í Comeniusarverkefninu hafa endurskoðað heimferðaráætlun sína vegna öskufallsins úr Eyjafjallajökli. Margir flugvellir á Spáni hafa verið lokaðir og mikil kaos er á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn sem greiða þarf úr þegar farið verður að fljúga aftur. Áætlunin var að fljúga heim í gegnum Kaupmannahöfn, en frá því hefur verið horfið. Ákveðið hefur verið að nemendur okkar fari til Alicante sem er 12 klst. rútuferð þvert yfir Spán. Þaðan fljúga þau síðan beint til Íslands en við vorum svo heppin að þaðan voru nægilega mörg sæti laus fyrir hópinn. Við óskum þeim góðrar heimferðar á sumardaginn fyrsta og hlökkum til að fá þau aftur hingað til okkar í skólann.
Lesa meira

Tapaði fyrir Idolstjörnu í Brekkuvision

Nemendur voru áhugasamir um kappana þrjá sem heimsóttu okkur í gær frá íslenska landsliðinu. Arnór Atlason sagði þeim frá því að tíu ár væru síðan hann hefði útskrifast úr Brekkuskóla og brutust þá út mikil fagnaðarlæti. Einn nemandinn spurði Atla að því hvernig honum hefði gengið í Brekkuvision sem er fastur liður í félagsstarfi skólans. Arnór sagðist hafa tapað fyrir Idol stjörnu! Þetta sýnir okkur að nemendur Brekkuskóla fá tækifæri til að láta ljós sitt skína hér í skólanum og eru þeim eftirminnileg. Fjölbreytt íþróttakennsla, skólahreysti, skák, félagslíf, valgreinar, árshátíðarsýningar og Brekkuvision hæfileikakeppnin eru sem dæmi leiðir til að skapa nemendum tækifæri til spreyta sig á ýmsum sviðum. Allt þetta í bland við bóklegt nám er gott veganesti til framtíðar.
Lesa meira

Landsliðsmenn í heimsókn

Í dag fengum við heimsókn þriggja leikmanna íslenska landsliðsins í handbolta. Það voru þeir Arnór Atlason, Ásgeir Örn Hallgrímsson og Sturla Ásgeirsson. Þeir eru á landinu vegna landsleikja við Frakka um næstu helgi. Strákarnir kynntu sig og sögðu stuttlega frá náms - og handboltaferli sínum og svöruðu að lokum fyrirspurnum nemenda sem fylgdust með þeim af aðdáun. Þeir færðu námshópum veggspjöld með mynd af landsliðshópnum. Erum við þakklát fyrir það. Takk fyrir komuna strákar! Nemendur og starfsfólk Brekkuskóla  
Lesa meira