Galíleósjónaukar að gjöf

Brekkuskóla voru færðir að gjöf tveir stjörnusjónaukar "Galíleó" auk heimildarmyndarinnar Horft til himins og tímarit Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness sem gefið var út á ári stjörnufræðinnar 2009. Galíleósjónaukinn er linsusjónauki sem sýnir allt það sem Galíleó sá fyrir rúmlum 400 árum og meira til. Með honum er leikur einn að sjá gígana á tunglinu, Galíleótunglin við Júpiter og hringa Satúrnus. Nánari upplýsingar og fróðleik er hægt að nálgast á www.stjornuskodun.is