07.04.2010
Nú þurfa 10. bekkingar að sækja um forinnritun í framhaldsskóla í næstu viku. Innritunin fer fram á vef Menntagáttar. Námsráðgjafi skólans hefur þegar sent bréf heim til foreldra
í 10.bekk þessa efnis. Fyrirspurnir vegna innritunarinnar er vísað til Steinunnar Hörpu námsráðgjafa.
Lesa meira
07.04.2010
Nú er komið að Spánarferð nemendenda í spænskuvali Brekkuskóla. Ferðin er hluti af Comeniusarverkefni og er yfirskrift þess "Ungmenni og
samskipti" (Adolescence and Communication)
Lesa meira
31.03.2010
Út er komið nýtt Fréttabréf Brekkuskóla sem nálgast má hér. Eigið
góða daga framundan!
Lesa meira
17.03.2010
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2010 í 7. bekk grunnskólanna á Akureyri, var haldin Kvosinni í Menntaskólanum
miðvikudaginn 17. mars. Keppendur voru alls 16 og stóðu sig allir með mikilli prýði.
Hildur Emelía Svavarsdóttir 7. HS og Svandís Davíðsdóttir kepptu fyrir hönd Brekkuskóla. Hildur Emelía hreppti þriðja
sætið. Í 1. sæti varð Aron Elvar Finnson úr Glerárskóla, Kjartan Atli Ísleifsson keppti fyrir Síðuskóla og lenti
í 2. sæti. Við í Brekkuskóla óskum keppendum öllum innilega til hamingju með árangurinn.
Lesa meira
08.03.2010
Í Comeniusarverkefni I þar sem Brekkuskóli er einn af þátttökuskólunum fer nú fram heimsókn kennara og skólastjórnenda
hér í Brekkuskóla. Þegar hafa gestirnir fengið kynningu á Akureyri, Mývatni, Hrísey og að sjálfsögðu á skólanum
okkar. Framundan eru fundir kennara og heimsókn í VMA og Norðurorku ásamt fleiru skemmtilegu. Eitt af því sem kennarar og skólastjórnendur munu
gera í þessari ferð er að elda og borða saman í Brekkuskóla. Sjá myndir
frá heimsókninni.
Lesa meira
22.02.2010
Föður í Brekkuskóla var farið að blöskra hvernig þróunin er orðin í tölvuheimunum og gat ekki lengur setið og fylgst bara
með. Hann hefur skrifað grein um málið og vísar í greininni á tengil sem gefur upplýsingar um tölvuleikina og hvað
börnin/unglingarnir okkar eru að upplifa þar. Hann segir orðrétt: "Einn þáttur tölvunotkunarinnar eru leikirnir og mér sýnist allt of margir
krakkar á aldri barnanna okkar hafa aðgang að efni sem ætti að halda frá þeim í lengstu lög."
Lesa meira
22.02.2010
Í dag lagði Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft Íslandi af stað í hringferð um landið í samvinnu við SAFT og er
áætlað að ferðin taki um viku. Á leiðinni mun Halldór ræða netöryggi og nýsköpun á opnum fundum í skólum
fyrir börn, unglinga og foreldra.
SAFT - samfélag, fjölskylda og tækni, er vakningarátak á vegum samtakanna Heimilis og skóla um örugga tækninotkun barna og unglinga. Er
megintilgangur ferðarinnar sagður að hvetja til ábyrgrar hegðunar í rafrænum samskiptum og vekja fólk til umhugsunar um hvernig börn og fullorðnir
geti varast ýmsar þær hættur sem fylgt geta netnotkun.
Lesa meira
22.02.2010
Í dag, mánudaginn 22. febrúar komu til okkar gestir frá Spáni. Gestirnir eru meðlimir í Comeniusarverkefni sem við erum aðilar að.
Nemendur og kennarar hópsins voru boðnir velkomnir í morgun á sal skólans og fengu hressingu frá íslenska hópnum sem skipaður er nemendum
okkar úr spænsku vali í 8. - 10. bekk.
Lesa meira
15.02.2010
Framundan er vetrarfrí í Brekkuskóla dagana 17. - 19. febrúar. Nemendur mæta aftur í skólann mánudaginn 22. febrúar samkvæmt
stundaskrá.
Megið þið eiga góða daga framundan með fjölskyldu og vinum.
Starfsfólk Brekkuskóla.
Lesa meira
12.02.2010
Fyrirhugað var að fara í Hlíðarfjall á útivistardaginn þann 16. febrúar 2010, en þeirri ferð hefur verið frestað fram
í marsmánuð og verða upplýsingar um það settar hér inn síðar.
Lesa meira