Fréttir

1. bekkur tók upp kartöflur

1. bekkurinn gerði sér lítið fyrir og fór í kartöfluleiðangur föstudaginn 25. september ásamt kennurum sínum. Nágrenni skólans okkar er dásamlegt. Í umhverfinu er allt sem góður skóli getur hugsað sér að hafa og má segja að allt sem hugsast getur er einnig í göngufæri frá skólanum, hvort sem um er að ræða sjó, gróður, list, þjónustu eða stofnanir. Að þessu sinni tóku börnin að vísu Strætó heim, enda margir með þunga poka. Kíkið endilega á myndirnar hér. 
Lesa meira

Forvarnardagurinn 30. september 2009

Í ár, 30. september, er fjórða árið sem Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. Dagurinn er haldinn í samvinnu við ýmsa aðila sem koma, með einum eða öðrum hætti, að málum unglinga. Dagskráin fer fram í 9. bekkjum grunnskóla um land allt þar sem nemendur eru beðnir um að taka virkan þátt í umræðum um forvarnir gegn fíkniefnum. Hér í Brekkuskóla mun dagskráin fara fram 30. september, kl. 10:20-12:00 í sal skólans. Nánari upplýsingar um forvarnardaginn má nálgast að vefsíðu verkefnisins.
Lesa meira

6. bekkir á Húna II

Af vef Morgunblaðsins http://www.mbl.is/ : Nú standa yfir árlegar ferðir með Húna II fyrir nemendur við sjötta bekk í grunnskólum Akureyrar. Myndin var tekin þegar nemendur frá Brekkuskóla fóru í þessa fróðlegu ferð ásamt kennara sínum.
Lesa meira

Viðbragsáætlun Brekkuskóla við heimsútbreiðslu inflúensu

Viðbragðsáætlun almannavarna fyrir Brekkuskóla er komin út. Viðbragsðáætlunin segir fyrir um skipulag og stjórn aðgerða í Brekkuskóla í samræmi við áætlun Almannavarna um viðbrögð við heimsútbreiðslu inflúensu.   
Lesa meira

Dagur læsis

Þriðjudaginn 8. september 2009 er dagur læsis. Þá eru kennarar, nemendur og annað starfsfólk skóla um allt land hvatt til að skipuleggja upplestur innan sem utan kennslustofa í 10 til 15 mínútur milli kl. 11 og 11:30 og mun Brekkuskóli að sjálfsögðu vera með.
Lesa meira

Samræmd leiðsagnarpróf framundan

Samræmd leiðsagnarpróf eru framundan í vikunni 14. - 18. september 2009. 10. bekkur byrjar á mánudegi þann 14. september og fara prófin þeirra fram á sal skólans. Prófdagar hjá 4. og 7. bekk verða fimmtudaginn 17. september og föstudaginn 18. september. Þeirra próf fara fram í heimastofum. Samræmdu prófin er nú fyrst sett upp í september, en áður voru þau á seinni hluta vorannar hjá 10. bekk og um miðjan október hjá 4. og 7. bekk. Litið verður á prófin sem leiðsagnarpróf um áframhaldandi nám nemandans.  
Lesa meira

Foreldrafulltrúar bekkja - önnur útgáfa handbókar komin á vefinn

Foreldrafulltrúar bekkja eru kjörnir á kynningarfundum að hausti sem fara fram á vegum skólans í fyrri hluta septembermánaðar ár hvert. Foreldrafélag Brekkuskóla gaf út í fyrsta skipti skólaárið 2008 - 2009 Handbók fyrir foreldrafulltrúa bekkja sem nú er komin út í annað sinn og má nálgast hér á vefnum. Handbókin er nú prentuð út fyrir alla nýja foreldra í skólanum en aðrir foreldrar fengu afhenta fyrstu útgáfu í fyrra.
Lesa meira

Upplýsingar vegna inflúensu

Sóttvarnarlæknir hefur gefið út svohljóðandi upplýsingar fyrir foreldra og forráðamenn vegna yfirvofandi inflúensufaraldurs: Heimsfaraldur inflúensu A(H1N1)v sem ríður yfir um þessar mundir er tiltölulega vægur og skapar því ekki forsendur fyrir skorðum við skólahaldi. Skólastarf á að geta hafist með eðlilegum hætti næstu daga og vikur þrátt fyrir heimsfaraldur inflúensunnar. En seinna þegar faraldurinn er í hámarki getur þurft að taka afstöðu til þess hvort tilteknir skólar geti haldið áfram starfi vegna mikilla fjarvista nemanda og/eða kennara. Skólastjórnendur vinna í samvinnu við menntamálaráðuneyti að samræmdri viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs sem stuðlar að samræmdum aðgerðum skóla um allt land.
Lesa meira

Neyðarkort - breyting

Breyting frá því Fréttabréf kom út: Ákveðið hefur verið að nýta og uppfæra þau neyðarkort sem þegar eru til í boðuðum viðtölum. Foreldrar í 1. bekk fylla út neyðarkort í boðuðu viðtali og skila því til ritara skólans. 
Lesa meira

Fréttabréf ágústmánaðar

Nýtt Fréttabréf ágústmánaðar er komið út sem hefur að geyma upplýsingar fyrir nemendur og foreldra vegna skólabyrjunar haustið 2009. Undirbúningur viðtala - sjá "Lesa meira" hér að neðan  
Lesa meira