12.01.2010
Þjálfun í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna með ADHD
Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar og ADHD samtökin í samvinnu við Þroska- og hegðunarstöð HH bjóða börnum með ADHD að taka
þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2000 og 2001 og
eru 6 börn í hverjum hóp. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn
og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 1 og 1/2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur
þjálfurum.
Lesa meira
31.12.2009
Við hefjum nýtt ár með starfsdegi 4. janúar 2010 og verður Frístund lokuð fyrir hádegi þann dag. Nemendur mæta aftur í
skólann þriðjudaginn 5. janúar 2010 samkvæmt stundaskrá.
Viðtalsdagur verður miðvikudaginn 13. janúar 2010 og verða boð send foreldrum á fyrstu skóladögum á nýjum ári.
Lesa meira
28.12.2009
Myndir frá litlu jólunum hafa nú verið settar inn á vefinn okkar. Lesnar voru jólasögur, spilað á hljóðfæri og dansað
í kringum jólatré. Smellið hér og hér.
Lesa meira
09.12.2009
Þemadagar í 5. - 7. bekk ganga að óskum. Að þessu sinni er það heilbrigði og hollusta sem við beinum sjónum okkar að. Nemendur hafa
verið í leikjum úti og inni, í dansi og á skautum í morgun og virtust þau skemmta sér konunglega. Myndir frá einum danshópnum
má nálgast hér.
Lesa meira
08.12.2009
Í myndmennta vali er verið að vinna við húsaverkefni sem reynir á rýmisgreind. Þetta skemmtilega verkefni lífgar upp á
skólastarfið. Kíkið endilega á fleiri myndir hér.
Lesa meira
01.12.2009
Í Fréttabréfinu er meðal annars að finna upplýsingar um ýmis verkefni, heimsókn
ráðherra og tímasetningar á litlu jólum.
Lesa meira
29.11.2009
Grafíkmynd hefur verið spreyjuð á vegg í félagsaðstöðu nemenda. Það voru listamennirnir Hjalti í 10. SS og Ottó Jón
í 9. HDM sem undirbjuggu verkið í samvinnu við skólastjóra og gröffuðu þeir einnig myndina.
Lesa meira
25.11.2009
Miðvikudaginn 25. nóvember fór fram fræðsla um kynferðisofbeldi í 7. - 10. bekk á vegum Aflsins. Hver árgangur var eina kennslustund og var
þeim kynjaskipt í hópa. Aflið eru systursamtök Stígamóta á Akureyri.
Lesa meira
24.11.2009
Myndir eru komnar á vefinn frá Degi íslenskrar tungu 16. nóvember 2009, en menntamálaráðherra Katrín
Jakobsdóttir heimsótti okkur og kynnti sér verkefnið Orð af orði sem unnið hefur verið í vetur í 3. - 7. bekk undir leiðsögn
Guðmunds Engilbertssonar hjá Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri.
Lesa meira
06.11.2009
Upplestur í ljósaskiptunum.
Haust- og vetrardagarnir eru afar stuttir á Norðurlöndunum. Áður fyrr, fyrir tíma sjónvarps og internets, voru upplestrar og sögustundir á myrkum
vetrardögum útbreidd og vinsæl hefð.
Þann 9. nóvember 2009 hefst Norræna bókasafnsvikan í 13. sinn og hefur það að markmiði að glæða gömlu norrænu
frásagnarhefðina nýju lífi. Vikan er full af upplestrum, listsýningum, rökræðum og ýmsum öðrum menningarviðburðum sem fara fram
á bókasöfnum, í skólum og víða annars staðar um öll Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin.
Lesa meira