Fréttir

Fréttabréf nóvember - desember er komið út

Fréttabréf Brekkuskóla fyrir nóvember - desember 2008 er komið út.  Fréttabréfið má nálgast hér á síðunni.
Lesa meira

Dansleikir í skólanum á vegum 10. bekkinga

  10. bekkingar hafa skipulagt dansleiki í sal skólans. Þar verður meðal annars farið í: ·  ásadans ·  limbó ·  hókí pókí ·  stoppdans · ofl. skemmtilegt Áætlað er að ávöxtur, safi og smá nammigott verði innifalið í aðgangseyri sem verður 500 kr. Fimmtudagur 4. desember kl.16—18 fyrir 1. - 4. bekk Þriðjudaginn 16. desember kl. 17 - 18:30 fyrir 5. - 7. bekk Sjáumst hress og kát á ballinu! 10. bekkingar          
Lesa meira

Sungið í kirkjutröppunum

Í gær 1. desember var 90 ára afmæli fullveldisins Ísland. Af því tilefni var stefnumót allra barna í 1. og 2. bekk á Akureyri í kirkjutröppunum þar sem þau sungu lög og ljóð eftir Matthías Jochumson  og fleiri þekkt skáld okkar Akureyringa. Greinilegt var að nemendur höfðu æft sig vel heima og í skólanum því athöfnin þótti takast mjög vel. Nemendur og starfsfólk Brekkuskóla óskar öllum ánægjulegrar aðventuhátíðar.  
Lesa meira

Bryndís Rún Íslandsmeistari!

Sótt af vef Óðins http://www.odinn.is/ 24.okt. ´08                       Óðinn eignaðist í dag langþráðan Íslandsmeistara í sundi, þann fyrsta í fullorðinsflokki til fjölda ára. Þar var á ferð Bryndís Rún Hansen í 50 m flugsundi og í leiðinni setti hún aldursflokkamet stúlkna og Akureyrarmet stúlkna og kvenna. Raunar tvíbætti Bryndís Akureyrarmetið því það féll fyrst í undanrásum í morgun. Í úrslitasundinu lagði hún að velli Ólynpíufarana Ragnheiði Ragnarsdóttur og Sarah Blake Bateman. Ekki amalegur árangur. Til hamingju Bryndís Rún með frábæran árangur! Nemendur og starfsfólk Brekkuskóla
Lesa meira

Naustaskóli - forskráning

Að beiðni Ágústs Jakobssonar, skólastjóra Naustaskóla, sendum við neðangreint skeyti á foreldrahópinn. Pósturinn er sérstaklega ætlaður þeim sem búsettir eru í Naustahverfi og öðrum sem hugleiða að skrá börn sín í Naustaskóla. Kæru foreldrar Vakin er athygli á að búið er að opna heimasíðuna www.naustaskoli.is. Þar er að finna nokkuð af upplýsingum um skólann, húsnæðið og þann undirbúning sem fram hefur farið, en í framhaldinu munu svo upplýsingar um stefnu og starfshætti skólans birtast á síðunni. Þar sem formleg skráning í skóla á Akureyri fer ekki fram fyrr en eftir áramót, en engu að síður er orðið knýjandi að vita hve margir hugsa sér að skrá börn sín í skólann, bið ég ykkur um að kíkja á heimasíðuna og smella þar á hnapp sem merktur er "Forskráning í Naustaskóla". Einnig er hægt að fara beint á slóðina hér  til að opna skráningarsíðuna. Nánari upplýsingar er að finna á skráningarsíðunni og á heimasíðu skólans. Einnig er velkomið að hafa samband við undirritaðan ef spurningar vakna. Bestu kveðjur, Ágúst Jakobsson skólastjóri Naustaskóla agust@akureyri.is s: 460-1454 / 847-8812
Lesa meira

Forvarnardagur í Brekkuskóla - niðurstöður

/* /*]]>*/ Eins og þið hafið væntanlega orðið vör við er samræmd dagskrá fyrir alla nemendur í 9. bekk á landinu í tilefni Forvarnardagsins. Hjá okkur fór þetta þannig fram að árgangurinn kom saman á sal. Fyrstur á dagskrá var Örlygur Þór Helgason, framkvæmdastjóri KA, en hann talaði við nemendur um mikilvægi íþrótta og tómstundastarfs. Að því búnu útskýrði hann net ratleik fyrir krökkunum og dreifði til þeirra merktum pennum sem eru gjöf Forvarnardagsins. Því næst var horft á myndband þar sem m.a. fjallað var um niðurstöður af vinnu þessa dags á síðasta ári og þau atriði dregin fram sem hafa ber í huga til að forðast vímuefni. Loks var komið að því að nemendur unnu verkefni í hópavinnu. Niðurstöður þeirrar vinnu er að finna hér að neðan. Verkefnin eru þrenns konar; 1) samvera, 2) íþrótta- og æskulýðsstarf og 3) hvert ár skiptir máli. Niðurstöður nemenda í 9. bekk í Brekkuskóla eru eftirfarandi. Bekkirnir eru þrír og eitt svar frá hverjum bekk við hverri spurningu.  Umræðuefni: Samvera.  a) Hvað mynduð þið vilja gera oftar með fjölskyldunni? Spilakvöld, ferðast, kósíkvöld, ákveða t.d. eitt fjölskyldukvöld í viku, baka, útivist, versla saman, spjallkvöld. Fara til útlanda, ferðast, spila, fá ís. Fara til útlanda, fara í sumarbústað eða eitthvað frí. Velja einhver sérstakan dag til að hittast og spila eða horfa á mynd eða annað (fara í ísbúðina Brynju, keilu o.fl.)   b) Af hverju ætti fjölskyldan að verja sem mestum tíma saman að þínu áliti? Til þess að kynnast hvert öðru betur og vera náin. Styrkja tengsl og forðast fíkniefni og áfengi. Þá byrjar maður seinna að drekka, reykja og neyta fíkniefna. Svo að fjölskyldan verði nánari og maður verði öruggari í samfélaginu. Það hindrar fíkniefnaneyslu. Svo maður geti treyst foreldrum sínum. c) Hvað getið þið gert til að vera meira með fjölskyldunni? Hætta að horfa á sitt hvort sjónvarpið og vera saman. Elda oftar saman. Ákveða kvöld sem allir ætla að vera saman heima. Tala við foreldrana, biðja þau að kaupa eitthvað gott og hafa kósíkvöld. Minnka tölvunotkun og borða saman á matartímum og vera meira heima. Tala meira  við foreldrana og stinga uppá hlutum til að gera saman.   Steinunn Harpa Jónsdóttir námsráðgjafi
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember

                                                          Frá því að ákveðið var að fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar, 16. nóvember, yrði dagur íslenskrar tungu ár hvert hefur menntamálaráðuneytið árlega beitt sér fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls helgað þennan dag rækt við það, í góðu samstarfi við skóla, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga enda virðist dagur íslenskrar tungu hafa náð góðri fótfestu í samfélaginu. Dagur íslenskrar tungu ber upp á sunnudag að þessu sinni. Dagarnir í kring verða því nýttir til að hafa íslenskuna í öndvegi.  Heimasíða dags íslenskrar tungu hefur að geyma hugmyndabanka og upplýsingar um Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar sem menntamálaráðherra afhendir árlega 16.nóvember.
Lesa meira

Myndir á vefnum

Við stejum inn myndir af helstu viðburðum skólastarfsins hér á vef skólans. Allar myndir eru undir tengli á valstikunni hér að ofan og mun þeim fjölga smátt og smátt næstu daga. Myndir frá árshátíðarskemmtun í elstu árgöngunum eru hér.              Brosum - það er svo miklu léttara!
Lesa meira

Forvarnardagurinn er 6. nóvember

Forvarnardagurinn er fimmtudaginn 6. nóvember. Dagskrá 9. bekkjar þennan dag færist yfir á mánudag vegna árshátíðarvinnu nemenda. Foreldrar/forráðamenn og starfsmenn skólans eru hvattir til að helga daginn forvörnum. Benda má á eftirfarandi niðurstöður Unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna Ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum Því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði fíkniefnum að bráð Byggir á niðurstöðum íslenskra vísindamanna sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa vakið alþjóðlega eftirtekt Forvarnardagur 2008 verður haldinn í öllum grunnskólum landsins fimmtudaginn 6. nóvember næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu. Forvarnardagurinn er haldin að frumkvæði forseta Íslands í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Bandalag íslenskra skáta, Reykjavíkurborg, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Verkefnið er stutt af lyfjafyrirtækinu Actavis. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að þeir unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja neyslu fíkniefna. Að sama skapi sýna niðurstöður að mun ólíklegra sé að ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf, falli fyrir fíkniefnum. Í þriðja lagi sýna rannsóknirnar fram á að því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau neyti síðar fíkniefna. Niðurstöðurnar byggja á rannsóknum vísindamanna við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa þær vakið alþjóðlega eftirtekt. Nánari upplýsingar á http://www.forvarnardagur.is/
Lesa meira

Undirbúningur árshátíðar í 8. - 10. bekk

Í þessari viku verður  undirbúningur árshátíðar í gangi hjá 8. - 10. bekk. Unnið verður fyrir hádegi þriðjudags til föstudags en valgreinar eftir hádegi munu halda sér. Umsjónarkennarar halda utan um bekkinn sinn og undirbúa með þeim sýningu og dansleik fyrir föstudaginn. Foreldrasýning verður fimmtudaginn 5. nóvember kl. 17:00
Lesa meira