24.03.2009
Nemendur Brekkuskóla gerðu það gott á sundmóti um síðustu helgi. Sundfélagið Óðinn átti 18 keppendur á
Íslandsmóti Sundsambands Íslands í Laugardalnum.
Lesa meira
19.03.2009
Miðvikudaginn 25. mars 2009 verður hæfileikakeppni miðstigs haldin. Keppnin kemur í stað söngvakeppni sem við köllum Brekkuvision en
við höldum því heiti áfram. Keppnin fer þannig fram að hver bekkur leggur til eitt atriði sem kosið er um í undankeppnum innan bekkjanna og
að lokum verða þrjú bestu atriðin valin á sjálfu Brekkuvision.
Lesa meira
18.03.2009
Við vekjum athygli á páskavef Námsgagnastofnunar þar sem safnað hefur verið saman
fróðleik og verkefnum sem tengjast páskum og hafa birst undanfarin ár á síðunni Í dagsins önn. Á
Páskavefnum er meðal annars að finna nýja grein um Hallgrím Pétursson ásamt verkefnum eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur. Allt efni
er á PDF formi til útprentunar.
Lesa meira
11.03.2009
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk verður nú haldin í ellefta sinn á þessu skólaári. Lokakeppnin mun fara fram í Kvos
Menntaskólans á Akureyri eins og undanfarin ár. Keppnin fer fram mánudaginn 16. mars 2009 kl.17:00 - 19:00. Undankeppni hefur farið fram hér í
skólanum til að velja úr þá keppendur sem munu koma fram fyrir hönd skólans.
Keppendur Brekkuskóla verða þeir Bjarmi Þórgnýsson Dýrfjörð og Alexander Jósep Blöndal.
Til vara verða þær Steinunn Atladóttir og Sigrún Mary McCormicK
Lesa meira
09.02.2009
MÁLÞING UM RAFRÆNT EINELTI (sent beint út á vefsjónvarpi KHÍ, sjá hér neðar)
Í tilefni að alþjóðlega netöryggisdeginum 10. febrúar stendur SAFT fyrir málþingi um rafrænt einelti í Skriðu,
Háskóla Íslands, við Stakkahlíð, kl. 14.30 – 16.15.
Á málþinginu, sem heilbrigðisráðherra setur, verður m.a. fjallað um:
· tegundir og birtingaform rafræns eineltis
· nýja rannsókn á rafrænu einelti
· tæknilegt umhverfi rafræns eineltis
· eftirlit foreldra
· afskipti og meðferð lögreglunnar á rafrænu einelti
· sál- og félagsfræðilegar hliðar eineltis
Fundarstjóri verður Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusarverkefnisins á Íslandi. Þátttökugjald á
málþing er ekkert en gestir eru vinsamlega beðnir um að tilkynna þátttöku á saft@saft.is. Boðið verður upp á veitingar.
Sérstök athygli er vakin á því að málþingið verður einnig sent út á vefnum, vefslóð fyrir
netútsendingu er http://sjonvarp.khi.is/.Nánari upplýsingar á heimasíðu SAFT,
Lesa meira
06.02.2009
Þann 11.febrúar er 112 dagurinn og því upplagt að nota tækifærið og minna á
númerið. Það er alltaf álitamál hversu mikla skyndihjálp á að kenna börnum. Engu að síður er mikilvægt að
kenna þeim hvernig á að bregðast við og það er að kalla á fullorðin eða hringja í 1-1-2 til að fá hjálp. Þegar
hringt er í 1-1-2 er mikilvægt að segja hvað gerðist og vera viðbúin að svara spurningum ekki slíta sambandinu því
neyðarvörður ákveður hvenær nauðsynlegar upplýsingar hafa borist frá þér. Hægt er t.d. að nota tækifærið og fara
yfir brunavarnir á ykkar heimili t.d ræða útgönguleiðir. Á vef slökkviliðsins undir liðnum forvarnir www.shs.is má sjá hvernig æfa má flóttaáætlanir fyrir fjölskylduna.
Skólaheilsugæslan er með fræðslu um slysavarnir fyrir 4.bekk þar sem m.a. er rætt um skólalóðina og nánasta umhverfi,
tannáverka, bílbelti, hjálmanotkun, neyðarnúmerið 1-1-2- svo dæmi séu tekin. Notið 112 daginn til að rifja upp hvernig þetta er
hjá ykkur.
Bestu kveðjur
Skólaheilsugæslan Brekkuskóla
Lesa meira
05.02.2009
10. bekkingar hafa skipulagt dansleik í sal skólans í dag fimmtudag 4. febrúar 2009 kl. 16:00 - 18:00. Þar verður meðal annars farið í:
· ásadans
· limbó
· hókí pókí
· stoppdans
· ofl. skemmtilegt
Aðgangseyrir 300 kr. Sjoppan verður opin. (safi og bland í poka)
10. bekkingar
Lesa meira
03.02.2009
Frá Lýðheilsustöð.
Öllum þriggja, sex og tólf ára börnum stendur til boða ókeypis eftirlit hjá tannlæknum sem vinna í umboði
Sjúkratryggingafélags Íslands, samkvæmt samningi frá 1. janúar 2009 - 31. desember 2010. Sjá nánari upplýsingar hér. Einnig er bent á notkun tannþráðar þar sem ekki er nóg að bursta tennurnar. Leiðbeiningar um
það má nálgast hér.
Lesa meira
02.02.2009
10. bekkur stendur fyrir dansleik fyrir 4., 5. og 6. bekk næstkomandi fimmtdag 5. febrúar 2009 milli kl.16:00 og 18:00. Nánara skipulag auglýst síðar.
Lesa meira
26.01.2009
Heimili og skóli - landssamtök foreldra ítreka hvatningarorð um aðgætni í garð barna og mikilvægi þess að allir þeir sem
komi að börnum bregðist við erfiðum aðstæðum sem upp kunna að koma hjá hverju og einu þeirra. Þeim tilmælum er beint til
sveitastjórna, skólayfirvalda og starfsmanna í frístundaþjónustu á hverjum stað að þeir sameinist um aðgerðaáætlanir
og viðbrögð við aðsteðjandi vanda og kynni þeim er málið varðar hvert hægt sé að snúa sér.
Það er engin ástæða til að bíða eftir því að ákveðinn fjöldi barna fái ekki að borða í
skólanum vegna erfiðra aðstæðna foreldra. Það að einu barni líði illa er nóg til þess að bregðast þurfi við með
markvissum hætti.
Tökum saman höndum um að búa börnunum öruggt og kærleiksríkt skjól hvar sem þau eru. Veitum hverju barni og hvort öðru
eftirtekt, skilning og stuðning á þessum erfiðu tímum.
Með vinsemd og virðingu og von um samstarf, samstöðu og góðar undirtektir.
Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra,
Sjöfn Þórðardóttir formaður ,
Björk Einisdóttir framkvæmdastjóri.
Lesa meira