Fréttir

Foreldrafundir vegna valgreina í 8. - 10. bekk á næsta skólaári

Mánudaginn  27. apríl, klukkan 17:00,  ætla undirritaðar að vera með kynningu á kjörsviðsgreinum  á sal  Brekkuskóla fyrir foreldra nemenda í 7. bekk.  Mánudaginn  27. apríl, klukkan 18:00,  ætla undirritaðar að vera með kynningu á kjörsviðsgreinum  á sal Brekkuskóla fyrir foreldra nemenda í 8.  og 9. bekk.  Vonumst til að sjá  ykkur sem flest. Sigríður Kristín Bjarnadóttir, deildarstjóri unglingastigs. Steinunn Harpa Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi.
Lesa meira

Maríta fræðsla fyrir 10. bekk

Mánudaginn 27. apríl verður fræðsla fyrir nemendur í 10. bekk grunnskóla Akureyrar um skaðsemi fíkniefna. Mikil umræðu hefur verið hér á landi um kannabis og lögleiðingu þess. Að því tilefni var ákveðið að taka Marítafræðsluna fyrir 10. bekkinga en um hana sér Magnús Stefánsson. Maríta á Íslandi er forvarnasvið Samhjálpar. Aðalverkefni er samstarf á vettvangi forvarnafélagsins Hættu áður en þú byrjar er varðar fræðslu um skaðsemi fíkniefna. Fræðslufulltrúi Hættu áður en þú byrjar er Magnús Stefánsson [ magnus@samhjalp.is ] s. 897 1759. Unglingar í vanda og / eða foreldrar þeirra, geta pantað viðtal hjá Magnúsi á göngudeild Samjálpar í síma 561 1000. Heimasíða marita er www.marita.is Fræðslan verður kl. 13-15, þann 27. apríl og er fyrir alla nemendur í 10. bekk Brekkuskóla. Fræðslan fer fram í Rósenborg. Nánari upplýsingar gefur Gréta Kristjánsdóttir forvarnarfulltrúi í síma 460-1243     
Lesa meira

Söngur á sal 1. - 7. bekkur

Miðvikudaginn 15. apríl 2009, fyrsta kennsludag eftir páskaleyfi, ætlum við að syngja saman á sal. Það er hann Heimir tónlistarkennari frá Tónlistarskólanum sem ætlar að leiða sönginn að þessu sinni.
Lesa meira

Páskaleyfi

Páskaleyfi hefst við lok skóladags föstudaginn 3. apríl 2009. Starfsdagur kennara verður þriðjudaginn 14. apríl 2009 og nemendur mæta aftur í skólann samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 15. apríl 2009. Starfsfólk og stjórnendur óska nemendum ánægjulegra daga framundan.  
Lesa meira

Engin samræmd próf í vor

Í gær, mánudaginn 30. mars 2009, voru lög samþykkt á Alþingi þess efnis að samræmd próf verði ekki í vor hjá 10. bekk. Þau verða eftir sem áður næsta haust í september hjá þeim sem nú eru í 9. bekk eins og áður hefur komið fram.
Lesa meira

Til foreldra fermingarbarna

Tölvur hafa verið vinsælar fermingargjafir síðustu ár og því vilja Heimili og skóli og SAFT vekja athygli foreldra á að þó að barnið eignist sína eigin tölvu minnkar ekki ábyrgð foreldra hvað jákvæða, ábyrga og uppbyggilega notkun barna þeirra á nýmiðlum varðar. Leiðbeiningarnar má nálgast hér.
Lesa meira

Rusl og endurnýting í 4. bekk

4. bekkur hefur undanfarið safnað rusli og unnið úr því skemmtileg listaverk. Þau hafa komist að því að óhemju magn af rusli kemur frá heimilum á einni helgi, en þau söfnuðu ruslinu heima hjá sér eina helgi. Engu mátti henda og sáu krakkarnir heilmargt notagildi út úr þessu öllu saman. Sjá myndir frá listasýningunni í myndaalbúmi hér á vefnum.
Lesa meira

Íslandsmeistari og Akureyrarmeistari í Brekkuskóla

Nemendur Brekkuskóla gerðu það gott á sundmóti um síðustu helgi. Sundfélagið Óðinn átti 18 keppendur á Íslandsmóti Sundsambands Íslands í Laugardalnum.
Lesa meira

Brekkuvision - Hæfileikakeppni miðstigs

Miðvikudaginn 25. mars 2009 verður hæfileikakeppni miðstigs haldin. Keppnin kemur í stað söngvakeppni sem við köllum Brekkuvision en við höldum því heiti áfram. Keppnin fer þannig fram að hver bekkur leggur til eitt atriði sem kosið er um í undankeppnum innan bekkjanna og að lokum verða þrjú bestu atriðin valin á sjálfu Brekkuvision.
Lesa meira

Páskavefur Námsgagnastofnunar

Við vekjum athygli á páskavef Námsgagnastofnunar þar sem safnað hefur verið saman fróðleik og verkefnum sem tengjast páskum og hafa birst undanfarin ár á síðunni Í dagsins önn. Á Páskavefnum er meðal annars að finna nýja grein um Hallgrím Pétursson ásamt verkefnum eftir Svanhildi Kr. Sverrisdóttur. Allt efni er á PDF formi til útprentunar.
Lesa meira