25.05.2009
Í valáfanganum "Stafræn ljósmyndun" var sett upp ljósmyndakeppni meðal nemenda. Margar skemmtilegar myndir voru teknar en verðlaunin voru keiluleikur
frá Kaffi Jónsson og pizza frá Bryggjunni. Pedrómyndir aðstoðuðu kennara við val á þremur bestu myndunum ásamt
því að prenta myndirnar endurgjaldslaust fyrir skólann. Þökkum við þeim sem studdu keppnina með einum eða öðrum hætti kærlega
fyrir veglegan styrk og jákvætt viðmót.
Niðurstöður keppninnar var eftirfarandi:
1. sæti Dillon Þorsteinn George
2. sæti Tara Björk Gunnarsdóttir
3. sæti Ásdís Elfa Einarsdóttir
Myndirnar má finna undir tenglinum "Myndir" hér á síðunni. Þær eru einnig til sýnis í matsal skólans.
Sigrún Björg Aradóttir leiðbeinandi valáfangans.
Lesa meira
25.05.2009
Dagana 25. - 28. maí 2009 eru prófdagar hjá 8. - 10. bekk. Nemendur mæta kl.08:30 og fara heim að afloknu prófi. Lesefni til prófs og
próftöflu má nálgast hér:
8. bekkur
9. bekkur
10. bekkur
Lesa meira
24.05.2009
Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla verður haldinn mánudaginn 25. maí 2009 kl.20:00 - 21:00
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla formanns
2. Skýrsla gjaldkera
3. Nýjar reglur foreldrafélagsins er varða
úthlutun úr sjóði félagsins kynntar og bornar upp til samþykktar
4. Kosning nýrrar stjórnar
5. Niðurskurður og tillögur skólayfirvalda að endurskipulagi skólasamfélaginu:
Jóhanna Agnarsdóttir skólastjóri Brekkuskóla
6. Umræður, kaffi og með því.
Takið kvöldið frá og setjum met í mætingu og höfum áhrif á skóla barna okkar.
„Foreldrar eru auðlind sem þarf að virkja“
Stjórn foreldrafélags Brekkuskóla
Lesa meira
15.05.2009
Þegar sólin hækkar á lofti og vel viðrar til útiveru er brýnt að minna á útivistarreglur og svefnþörf barna með
það í huga að börnin þurfa fulla orku í skólanum. Það er eðlilegt við þessar breytingar að los komist á
rútínu dagsskipulagsins og því enn mikilvægara að minna á þetta þar sem líðan barnanna í skólanum er í
húfi.
Lesa meira
15.05.2009
Úr skólanámskrá:
Reiðhjól, hjólabretti, línuskautar og hlaupahjól
Nemendum er heimilt að koma á reiðhjólum í skólann frá 7 ára. Það er mjög mikilvæt að gengið sé vel
frá hjólum við skólann. Reiðhjól eru alfarið á ábyrgð nemenda og forráðamanna þeirra, einnig er það á
ábyrgð foreldranna að nemendur noti öryggishjálm. Umferð reiðhjóla á skólalóð á skólatíma er
bönnuð.
Lesa meira
15.05.2009
Veðrið hefur leikið við okkur og börnin tekið því fagnandi þegar farið er út fyrir dyr í ýmis konar hreyfingu. Næstu
vikur má gera ráð fyrir að nemendur fari í kennslu utandyra og skreppi í vettvangsferðir í næsta nágrenni.
Lesa meira
11.05.2009
Í maímánuði bjóðum við upp á hafragraut í fyrstu frímínútum hjá nemendum í 8. - 10. bekk. Nemendur hafa
nýtt sér boðið vel.
Lesa meira
11.05.2009
Verðandi nemendum í 1.bekk í Brekkuskóla skólaárið 2009 – 2010 stendur til boða að koma í Vorskóla dagana 11. – 12.
maí milli kl.14:30 og 16:30 báða dagana.
Lesa meira
06.05.2009
SAFT - Samfélag, fjölskylda og tækni, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, hefur hafið undirbúning að
stofnun ungmennaráðs.
Lesa meira
05.05.2009
Mánudaginn 4. maí fóru börnin í 1.bekk ásamt kennurum sínum á hádegistónleika í Akureyrarkirkju og hlustuðu á
negrasálma. Það var Haukur Ágústsson, söngvari, og Daníel Þorsteinsson, píanóleikari, sem fluttu sálmana. Nemendurnir
hlustuðu með athygli og kunnu bersýnilega að njóta stundarinnar.
Kærar þakkir til flytjenda og aðstandenda kirkjulistaviku frá Brekkuskóla.
Lesa meira