Fréttir

Frábærri árshátíð lokað með balli hjá 7. - 10. bekk

Að lokinni vel heppnaðri árshátíð verður því tekið rólega í dag föstudaginn 12. febrúar 2010. Nemendur ásamt starfsfólki mun nýta daginn í frágang og slaka svo á með ýmsum hætti. Dagurinn mun verða styttri en venjulega hjá 1. - 7. bekk og fara allir heim að loknum hádegisverði. Skoðið myndir frá árshátíðinni og undirbúningi hennar:   yngsta stig           miðstig           unglingastig Í kvöld ætlar 7. - 10. bekkur síðan að loka hátíðinni með balli á sal skólans þar sem hljómsveitin Manhattan og DJ  Doddi Mix stjórna stuðinu frá kl. 20:30 - 24:00. 7. bekkingar verða á ballinu til kl.22:30 Verð 1000 kr. 8. - 10. bekkur og 700 kr. fyrir 7. bekkinga Góða skemmtun!  
Lesa meira

Sveit Brekkuskóla sigraði á skólaskákmótinu.

Sveit Brekkuskóla sigraði í sveitakeppni barnaskóla sveita á Akureyri og nágrenni sem fór fram í dag. Sveitin fékk 9,5 vinning af 12, hálfum vinningi meira en sveit Glerárskóla sem hefur unnið keppnina síðustu þrjú ár.  Glerárskóli  fékk 9 v. Í þriðja sæti varð sveit Lundarskóla með 5,5 v og í 4. sæti var sveit Valsárskóla með 0 v. Í sveit Brekkuskóla eru þeir Andri Freyr, Ægir, Kristján, Magnús og Mikael Máni. Við óskum skáksveitinni okkar innilega til hamingju með sigurinn! Það skal tekið fram að Akureyrarmót í yngri flokkum hefst mánudag 8. febrúar kl. 16.30. ( Af vef Skákfélags Akureyrar)
Lesa meira

Árshátíð Brekkuskóla 2010

Árshátíð Brekkuskóla verður haldin þann 11. febrúar 2010. Settar verða upp sýningar víðs vegar um skólann og margt annað verður til skemmtunar s.s. hlutavelta, tívolíþrautir, draugahús, spákona, andlitsmálun ofl. Kaffihlaðborð 10. bekkja verður á tveimur stöðum í húsinu eftir kl.15:30. Á hádegissýningunum verður sjoppa 10. bekkinga opin þar sem hægt verður að fá pylsur og drykk, súkkulaðiköku m/rjóma og kaffi ofl. Sýningar verða sem hér segir: 1.  bekkur kl.12:00 og kl.15:00 2. - 3. bekkur kl. 12:30 og kl.15:30 4. - 10. bekkur Sýningar kl.15:00, kl.16:30 og kl.18:00 Sjáumst í skólanum!
Lesa meira

Snillingarnir - námskeið

Þjálfun í samskiptum, tilfinningastjórn og athygli barna með ADHD Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar og ADHD samtökin í samvinnu við Þroska- og hegðunarstöð HH bjóða börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2000 og 2001 og eru 6 börn í hverjum hóp. Áhersla er lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn hittist tvisvar í viku 1 og 1/2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. 
Lesa meira

Gleðilegt nýtt ár!

Við hefjum nýtt ár með starfsdegi 4. janúar 2010 og verður Frístund lokuð fyrir hádegi þann dag. Nemendur mæta aftur í skólann þriðjudaginn 5. janúar 2010 samkvæmt stundaskrá. Viðtalsdagur verður miðvikudaginn 13. janúar 2010 og verða boð send foreldrum á fyrstu skóladögum á nýjum ári.
Lesa meira

Myndir frá litlu jólunum

Myndir frá litlu jólunum hafa nú verið settar inn á vefinn okkar. Lesnar voru jólasögur, spilað á hljóðfæri og dansað í kringum jólatré. Smellið hér  og hér.
Lesa meira

Þemadagar í 5. - 7. bekk

Þemadagar í 5. - 7. bekk ganga að óskum. Að þessu sinni er það heilbrigði og hollusta sem við beinum sjónum okkar að. Nemendur hafa verið í leikjum úti og inni, í dansi og á skautum í morgun og virtust þau skemmta sér konunglega. Myndir frá einum danshópnum má nálgast hér.
Lesa meira

Húsaverkefni í myndmennt

Í myndmennta vali er verið að vinna við húsaverkefni sem reynir á rýmisgreind. Þetta skemmtilega verkefni lífgar upp á skólastarfið. Kíkið endilega á fleiri myndir hér.
Lesa meira

Nýtt fréttabréf er komið út

Í Fréttabréfinu er meðal annars að finna upplýsingar um ýmis verkefni, heimsókn ráðherra og tímasetningar á litlu jólum.
Lesa meira

Graffað á vegg setustofunnar

Grafíkmynd hefur verið spreyjuð á vegg í félagsaðstöðu nemenda. Það voru listamennirnir Hjalti í 10. SS og Ottó Jón í 9. HDM sem undirbjuggu verkið í samvinnu við skólastjóra og gröffuðu þeir einnig myndina.
Lesa meira