Arnór Atlason
Nemendur voru áhugasamir um kappana þrjá sem heimsóttu okkur í gær frá íslenska landsliðinu. Arnór Atlason sagði þeim
frá því að tíu ár væru síðan hann hefði útskrifast úr Brekkuskóla og brutust þá út mikil
fagnaðarlæti. Einn nemandinn spurði Atla að því hvernig honum hefði gengið í Brekkuvision sem er fastur liður í félagsstarfi
skólans. Arnór sagðist hafa tapað fyrir Idol stjörnu!
Þetta sýnir okkur að nemendur Brekkuskóla fá tækifæri til að láta ljós sitt skína hér í skólanum
og eru þeim eftirminnileg. Fjölbreytt íþróttakennsla, skólahreysti, skák, félagslíf, valgreinar,
árshátíðarsýningar og Brekkuvision hæfileikakeppnin eru sem dæmi leiðir til að skapa nemendum tækifæri til spreyta sig
á ýmsum sviðum. Allt þetta í bland við bóklegt nám er gott veganesti til framtíðar.