Nemendur vekja athygli á Spáni

Nemendur úr spænskuvali Brekkuskóla vekja athygli á Spáni þar sem þau eru enn vegna tafa sem orðið hafa vegna öskufalls úr eldgossinu í Eyjafjallajökli. Hér á myndinni eru þau að dást að sjálfum sér vegna birtingar viðtals og mynda af þeim þar sem þau eru að fylgjast með fréttum af gosinu í gegnum tölvur. Hópurinn ber sig bara vel og stefnir á heimferð á fimmtudag frá Alicante. Þetta aukaævintýri mun vafalaust vera þeim minnisstætt um aldur og ævi. Fréttin í spænska blaðinu: http://www.lavozdegalicia.es/portada/2010/04/20/0003_8429910.htm?utm_source=buscavoz&utm_medium=buscavoz