Fréttir

Hreyfistrætó - Upplýsingar og skráning

Nú á haustdögum mun  verða gerð tilraun með verkefnið „hreyfistrætó“, en megin markmið þess er að hvetja  öll börn til að ganga í skólann og á sama tíma að minnka umferð við Brekkuskóla.  Valdar hafa verið 4 gönguleiðir og merktar inn á kort ásamt  „strætóstöðvum“og er ætlunin að eitt foreldri taki að sér að ganga eina leið einu sinni til tvisvar á 6 vikna tímabili og því fylgja börnunum í skólann og gæta að öryggi þeirra. Eftir því sem nær dregur skólanum bætast fleiri börn við í hópinn en þau bíða á sér merktum "stöðvum" eftir að hópurinn fari framhjá. Stöðvarnar hafa verið staðsettar með það í huga að börn þurfi ekki yfir umferðaþungar götur frá heimili sínu.
Lesa meira

Útivistartími eftir 1. september

Þann 1. september sl. breyttist útivistartími barna og unglinga. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera úti eftir kl. 20 og unglingar yngri en 16 ára mega ekki vera úti eftir kl.22. Reglum um útivistartímann er ætlað að standa vörð um hag barna og unglinga og styðja við foreldra í uppeldishlutverki sínu. Mikilvægt er að börn og unglingar fái næga hvíld til að sinna skóla og öðrum þeim fjölmörgu verkefnum sem þau fást við í daglegu lífi sínu. Því er jafnframt mikilvægt fyrir foreldra og aðra uppalendur að huga að „rafrænum útivistartíma“ barna og unglinga, þ.e. tölvu- og farsíma! notkun þeirra á kvöldin. SAMAN-hópurinn hvetur foreldra til að standa saman um útivistartímann og ræða saman og við börn sín og unglinga um þessi mál.    
Lesa meira

10 . HDM að veiða og kryfja!

Í vikunni fór 10. HDM í smá veiðiferð. Fengurinn var síðan krufinn og áhuginn var mikill! Sjá myndir hér...
Lesa meira

Foreldranámskeið

Foreldranámskeið  fyrir foreldra barna með ofvirkni og/eða  athyglisbrest á aldrinum 5 – 10 ára. PMT- Styðjandi foreldrafærni (Parent Management Training) PMT foreldrafærninámskeið fyrir foreldra barna með með ADHD greiningu og eiga við hegðunarvanda að stríða verður haldið nú í september. Um er að ræða hópnámskeið sem nær yfir 8 vikur, í tvær og hálf klukkustund í senn. Námskeiðið hefst þann  28.september kl. 19.30 til 22.00 og lýkur 16. október. Námskeiðið er haldið í salnum í Brekkuskóla.
Lesa meira

Úti að læra...

9. ÞH úti að læra stærðfræði. Kennarar eru Sævar og Valgerður. Sjá fleiri myndir hér...
Lesa meira

Sigling með Húna II

Miðvikudaginn 1. sept fer 6. GÞ og föstudaginn 3. sept fer 6. KI í siglingu með Húna II. Nemendur í 6.bekk grunnskólanna á Akureyri fara á haustdögum í vettvangsferð á sjó á bátnum Húna II. Það eru Hollvinir Húna II. sem standa að ferðunum í samstarfi við Háskólann á Akureyri og Skóladeild Akureyrarbæjar með stuðningi frá Saga Capital.
Lesa meira

Skólabíllinn 2010-2011

Tímatafla fyrir skólabílinn veturinn 2010-2011 er komin, sjá lesa meira...
Lesa meira

Nýtt fréttabréf

Komið er út nýtt fréttabréf Brekkuskóla, það má nálgast hér.
Lesa meira

Leiðbeiningar fyrir leiðsagnarmat

Eins og undanfarin ár biðjum við ykkur um að svara spurningum til að undibúa viðtöl sem fram fara dagana 23.- 24.ágúst. Ef þið hafið ekki aðgang eða aðstöðu til að svara heima þá bendum við á að opið verður í tölvuveri við skólabókasafnið báða viðtalsdagana. Þar getið þið jafnframt fengið aðstoð ef á þarf að halda. 
Lesa meira

Skólabyrjun í ágúst

Skólabyrjun skólaárið 2010 - 2011 hefst með viðtölum við nemendur og foreldra dagana 23. - 24. ágúst 2010. Boð í viðtal verður sent út á rafrænu formi (í netpósti) um það bil viku áður. Mat til undirbúnings viðtölunum fer fram í námsumhverfinu Mentor á vefnum mentor.is þar sem foreldrar eru beðnir um að svara spurningum ásamt börnum sínum af bestu sannfæringu. Opnað verður fyrir spurningarnar (matið) 18. ágúst 2010. Foreldrar nýrra nemenda í skólanum eru beðnir um að hafa samband við ritara skólans í ágúst til að að fá sent aðgangsorð í Mentorkerfið, hafi þeir ekki þegar fengið aðgang.
Lesa meira