Hreyfistrætó - Upplýsingar og skráning

Göngum saman í skólann
Göngum saman í skólann
Nú á haustdögum mun  verða gerð tilraun með verkefnið „hreyfistrætó“, en megin markmið þess er að hvetja  öll börn til að ganga í skólann og á sama tíma að minnka umferð við Brekkuskóla.  Valdar hafa verið 4 gönguleiðir og merktar inn á kort ásamt  „strætóstöðvum“og er ætlunin að eitt foreldri taki að sér að ganga eina leið einu sinni til tvisvar á 6 vikna tímabili og því fylgja börnunum í skólann og gæta að öryggi þeirra. Eftir því sem nær dregur skólanum bætast fleiri börn við í hópinn en þau bíða á sér merktum "stöðvum" eftir að hópurinn fari framhjá. Stöðvarnar hafa verið staðsettar með það í huga að börn þurfi ekki yfir umferðaþungar götur frá heimili sínu.

Verkefnið hreyfistrætó er komið til fyrir tilstuðlan félags íslenskra sjúkraþjálfara, en vegna aukinnar meðferðar barna hjá sjúkraþjálfurum undanfarin ár hefur félagið sett af stað þetta verkefni til að sporna við auknu hreyfingarleysi barna. Verkefninu „hreyfistrætó“ er ætlað að auka hreyfingu barna og venja þau ung á að ganga í skólann og því vonandi að bæta heilsu þeirra til framtíðar, passa upp á öryggi þeirra á leið í skólann, minnka umferð og mengun við skólann og síðast en ekki síst að auka samkennd barnanna og leyfa þeim að taka þátt í raunveruleika tengdu verkefni sem gaman er að. 

Tilraun þessi stendur í 6 vikur frá 4. október til 12. nóvember.

Sérstaklega er höfðað til foreldra barna í 1. og 2. bekk til að leggja verkefninu lið í upphafi með því að fylgja börnum í skólann. Auðvitað eru allir foreldrar hvattir til að vera með ásamt því að hvetja börn sín að nýta tækifærið og ganga í skólann. Skráning í Hreyfistrætó - þátttaka foreldra og nemenda er HÉR

Tilhögun við skráningu er sú að viðkomandi velur sér dagsetningu og leið til að skrá sig á en er jafnframt á bakvakt næsta dag á sömu gönguleið. Viðkomandi er ábyrgur fyrir þeim degi sem hann er skráður á og þarf því að sjá til þess að einhver gangi með börnunum komist hann ekki sjálfur, t.d. aðili á bakvakt. Mikilvægt er að hefja göngu á réttum tíma morguns en leiðirnar eru mismunandi langar, stefnt er að því að börnin séu komin 7.55 í skólann og hafi því tíma til að fá sér hafragraut ef þau hafa áhuga a því.

Áætlaður gögnutími leiða er eftirfarandi:

Gula – 15 mín, lagt af stað 7.40
Rauða – 12 mín, lagt af stað 7.40
Græna – 16 mín, lagt af stað 7.40
Bláa – 7 mín, lagt af stað 7.45

Ef tilraunin tekst vel í þessar 6 vikur er ekkert því til fyrir stöðu að ganga í skólann í vetur og vonandi festa „hreyfistrætó“ í sessi.

Hér má nálgast kort af leiðunum gulu, rauði og grænu leiðinni

Hér má nálgast kort af bláu leiðinni

Hér má nálgast kort af öllum leiðunum