Í ferðunum fá nemendur að kynnast sjávarútveginum og fræðast um lífríkið í sjó á metnaðarfullan hátt, ásamt sögufræðslu um bátinn og ströndina. Sjávarlíffræðingur frá Háskólanum á Akureyri eða Hafrannsóknarstofnun miðlar til þeirra á líflegan hátt fræðslu um lífríki sjávar, sérkenni Eyjafjarðarins og sýnir þeim þurrkaðar sjávarlífverur. Rennt er fyrir fisk og gert að honum með tilheyrandi fróðleik. Að lokum er aflinn grillaður og smakkaður um borð. Fræðsla fer fram í sal (lest), þar sem nemendum eru sýnd gömul fiskileitartæki, veiðarfæri og önnur tilheyrandi tól og sagt frá notkun þeirra. Einnig heimsækja þau skipstjórann í brúnni sem fræðir þau um stjórnun og siglingartæki skipsins.
Nemendur fá fræðsluefni afhent sem miðlar fróðleik um hollustuna úr hafinu og þann fjölbreytileika sem matarkistan hafið býður uppá. Fiskispjald verður einnig afhent til að hengja upp í skólastofu þar sem það minnir á hollustuna úr hafinu og það sem þau upplifðu í ferðinni.
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is