Fréttir

7. bekkur fór að Reykjum í lok janúar...

...og var þetta mjög skemmtileg og fróðleg ferð. Nemendur sem og kennarar komu þreytt en glöð til baka eftir einstaklega vel heppnaða ferð. Hegðun og framkoma nemenda var til fyrirmyndar og hafði bílstjóri SBA orð á því hversu góð hegðun barnanna væri. Myndir eru komnar á heimasíðuna undir MYNDIR efst á grænu valstikunni.
Lesa meira

Svona er hægt að læra um þyngdaraflið!

8. bekkur fór nýstárlega leið til að læra um þyngdaraflið...myndir má sjá hér....
Lesa meira

Nýtt fréttabréf er komið út...

og má nálgast það hér...
Lesa meira

100 daga hátíð hjá 1. bekk

Glatt var á hjalla á 100 daga hátíðinni hjá 1.bekk. Gengið var um skólann með gleðisöng svo undir tók.Nemendur hafa í vetur lært að telja einingar og tugi upp í hundrað og fengu að velja 10x10 góðgæti í kramarhús sem þeir höfðu föndrað. Kennararnir þeirra Ragnheiður og Sigrún bökuðu í tilefni dagsins 100 muffins og blésu í 100 blöðrur sem hengdar voru upp í skólastofunum. Einnig unnu nemendur verkefni í ritun og stærðfræði tengt hátíðinni. Myndir má sjá hér og undir "myndir" á grænu valstikunni efst á heimasíðunni.
Lesa meira

Kynningafundur um val á grunnskóla

Kynningarfundur um val á grunnskóla fyrir haustið 2011 verður haldinn miðvikudaginn 9. febrúar kl. 20:00-22:00 í sal Brekkuskóla. Þar munu fulltrúar skólanna kynna þá fyrir foreldrum væntanlegra nýnema.  Skólarnir verða svo með opið hús fyrir foreldra kl. 09:00-11:00 eftirtalda daga í febrúar: Fimmtudaginn 10. febrúar - Glerárskóli Föstudaginn 11. febrúar - Naustaskóli og Giljaskóli Mánudaginn14. febrúar - Brekkuskóli Miðvikudaginn16. febrúar - Oddeyrarskóli og Lundaskóli Fimmtudaginn 17. febrúar - Síðuskóli SKÓLAVAL 2011 bæklingurinn, sem hefur að geyma upplýsingar um grunnskóla bæjarins, er á netslóðinni http://skoladeild.akureyri.is/
Lesa meira

4. og 5. bekkur fer á "Bláa gullið"

Á föstudaginn er 4. og 5. bekk boðið á sýninguna "Bláa gullið" sem sýnd er Hofinu. Í sýningunni fjalla þrír trúðar um vatn, þeir leika m.a. vatnsmólikúl sem ferðast um í tíma og rúmi; frýs fast í jökli, hafnar inní risaeðlu, gufar upp og rignir niður. Það er Borgarleikhúsið, Norðurorka, Rarik, Menningarhúsið Hof, Leikfélagið Akureyrar, Landsvirkjun, Flugfélag Íslands og KEAsem bjóða nemendum á sýninguna.
Lesa meira

Umgenginsreglur og skýr mörk, nú opnast viðhengi!

Bæklingurinn um umgengnisreglur og skýru mörkin er kominn á heimasíðuna og má einnig nálgast hér.Þar er að finna skólareglurnar og hvernig við vinnum samkvæmt Uppbyggingarstefnunni.
Lesa meira

Nýjar myndir á heimasíðunni

Nýjar myndir úr smíðum, hand- og myndmennt hafa verið settar inn. Þær má sjá hér sem og undir flipanum MYNDIR efst á valstiku.
Lesa meira

Umgenginsreglur og skýr mörk

Bæklingurinn um umgengnisreglur og skýru mörkin er kominn á heimasíðuna og má einnig nálgast hér.Þar er að finna skólareglurnar og hvernig við vinnum samkvæmt Uppbyggingarstefnunni.
Lesa meira

Nýtt ár er hafið og gott er að rifja upp...

Hvað er Uppbygging? Sjálfstjórn og sjálfsagi. Að bera ábyrgð á eigin orðum  og gerðum. Að læra af mistökum í samskiptum og vaxa af því.
Lesa meira