Fréttir

Á skólabókasafni

Það er margt hægt að gera á bókasafninu!
Lesa meira

Líffærafræðival - krufning

Í síðasta tíma voru brjóstholslíffæri krufin (hjarta og lungu). Nemendur unnu af miklum áhuga og urðu margs vísari! Myndir má sjá hér...
Lesa meira

7 AHG eflir hópandann

Í gær fór einn sjöundi bekkurinn í vinnu við að efla hópandann. Hver nemandi dró miða með nafni bekkjarfélaga. Um bekkjarfélagann þurfti sá sem dró að skrifa eina jákvæða setningu. Unnið var með nafnorð og lýsingarorð í tengslum við þessa vinnu. Afraksturinn kom nemendum skemmtilega á óvart og að lokum var farið í hugmyndavinnu um hvernig ætti að gera vinnuna sýnilega. Niðurstaðan varð stór hönd þar sem smærri hendur sýna textann.
Lesa meira

Frábær þemadagur

Í dag, föstudag, var þema frá klukkan 8:00 – 10:00 með yfirskriftinni samvinna og samskipti. Vinnan er hluti af Olweusarvinnu Brekkuskóla. Hóparnir voru aldursblandaðir og þrír bekkir í hverjum hóp. Mikil ánægja var með vinnuna hjá nemendum og starfsmönnum. Myndir af vinnunni má sjá hér... og undir myndir á grænu valstikunni.
Lesa meira

Nýtt fréttabréf er komið út...

Í þessu tölublaði er að finna m.a. upplýsingar um leiðsagnarmatið í Mentor en þessa dagana eru kennarar og nemendur/foreldrar að vinna leiðsagnarmat fyrir vorönnina. Fréttabréfið má nálgast hér...
Lesa meira

Brekkuskóli vann hreystikeppnina á föstudaginn!

Á föstudaginn fór fram skólahreystikeppnin i Íþróttahöllinni. Þar fór Brekkuskóli með sigur af hólmi. Þátttakendur frá skólanum voru: Alda Ólína, Kara Guðný, Oddur Malmquist og Stefán Trausti. Við óskum þeim til hamingju með sigurinn.
Lesa meira

FLÓAMARKAÐUR - SKEMMTIKVÖLD

Mánudaginn 28. mars verður flóamarkaður og kaffisala í Brekkuskóla frá klukkan 18 -20. Klukkan 20 hefst skemmtikvöld, aðgangseyrir inn á skemmtikvöldið er 500 kr. (má borga meira) Allur ágóði fer til styrktar fyrrum bekkjarfélögum okkar sem fluttu til Christchurch á Nýja-Sjálandi og misstu heimili sitt í jarðskjálftanum. Vonumst til að sjá sem flesta. Nemendur í 10. bekk í Brekkuskóla
Lesa meira

Fjallaferð Brekkuskóla 16. mars

Miðvikudaginn 16. mars er áætlað að allur skólinn fari í Hlíðarfjall til að njóta samveru og útiveru. Þeim nemendum sem ekki geta farið í fjallið af einhverjum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Nemendur mæta í stofur samkvæmt stundaskrá þar sem merkt verður við þá. Farið verður frá skólanum sem hér segir: 8. – 10. bekkur kl. 08:15 4. – 7. bekkur kl. 08:45 1. – 3. bekkur kl. 09:15 Lagt verður af stað úr Hlíðarfjalli sem hér segir: 1. – 3. bekkur kl. 11:30 4. – 7. bekkur kl. 12: 00 8. – 10. bekkur kl. 12:30 Þegar komið er í skóla aftur verður matur í matsal samkvæmt venju og eftir það fara nemendur heim eða í Frístund. Skólabíll fer frá skólanum kl. 12:45 og 13:50 þennan dag.  
Lesa meira

HVAÐ EF?

Fimmtudaginn 24. febrúar fer 9. og 10. bekkur í Hof á sýninguna Hvað Ef?. Hvað Ef? fjallar um viðkvæm mál eins og vímuefni, áfengi, kynferðisofbeldi, ölvunarakstur, einelti og foreldravandamál á skemmtilegan og nýstárlegan hátt. Flytjendur eru Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Ólöf Jara Skagfjörð og Ævar Þór Benediktsson. Leikstjóri Gunnar Sigurðsson.
Lesa meira

ÁRSHÁTÍÐ HJÁ 1.-10. BEKK

Fimmtudaginn 17. febrúar verður árshátíð Brekkuskóla. Settar verða upp sýningar og atriði víðs vegar um skólann og margt annað verður til skemmtunar s.s. ævintýraveröld með hlutaveltu, tívolíþrautir, draugahús, spákonu, andlitsmálun o.fl. Það er 6. bekkur sem sér um ævintýraveröldina og er hluti í þeirra fjáröflun. Kaffihlaðborð 10. bekkja verður í matsal. 700.- kr fyrir fullorðna og 300.- fyrir börn. Á hádegissýningunum verður sjoppa 10. bekkinga opin þar sem hægt verður að fá pylsur og drykk. Rétt er að taka það fram að ekki er hægt að taka við kortum. Inngangseyrir er enginn. Sýningartíma atriða svo og staðsetningu er að finna hér... Sjáumst í skólanum á hátíðardegi!
Lesa meira