05.10.2011
Í dag gleðjast margir nemendur yfir nýföllnum, fyrsta snjó vetrarins. Þá er rétt að minna á hvernig við bregðumst við
snjókasti á skólalóðinni, en margir nemendur leika sér við það að kasta snjóboltum. Snjókast á skólalóð
er leyft við körfuboltaspjöldin norðan megin við skólann, á pallinum þar og á malbikaða vellinum. Snjókast er alls ekki leyfilegt á
öðrum svæðum. Aldrei má kasta snjóboltum í átt að skólanum þar sem gluggar eru.
Af gefnu tilefni er einnig rétt að minna nemendur og foreldra á að huga vel að öllum öryggisútbúnaði í umferðinni s.s.
ljósum og endurskini. Sjá nánar á vef Umferðastofu.
Lesa meira
05.10.2011
Forvarnardagurinn 5. október 2011
Unglingar sem verja í það minnsta klukkustund á dag með fjölskyldum sínum, eru síður líklegir til að hefja
neyslu fíkniefna
Ungmenni sem stunda íþróttir og annað skipulagt æskulýðsstarf falla mun síður fyrir fíkniefnum
Því lengur sem ungmenni bíða með að hefja áfengisneyslu, þeim mun ólíklegra er að þau verði
fíkniefnum að bráð
Byggir á niðurstöðum íslenskra vísindamanna sem hafa um árabil rannsakað áhættuhegðun ungmenna og hafa
vakið alþjóðlega eftirtekt
Forvarnardagur 2011 verður haldinn miðvikudaginn 5. október næstkomandi. Dagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta
forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum, ráðum sem eiga erindi við allar fjölskyldur í landinu.
Kynningarmyndskeið
Lesa meira
22.09.2011
Námskeið fyrir foreldra 6-12 ára barna með ADHD. Sjá nánar hér.
Lesa meira
21.09.2011
Vikuna 12. - 16. september var gönguátak í skólanum þar sem efnt var til göngukeppni milli árganga.
Nemendur fengu hvatningu íþróttakennara til að ganga eða hjóla í skólann þessa viku og merktu umsjónarkennarar
við alla vikuna hverjir komu gangandi eða hjólandi. Sá árgangur sem stóð sig best var 5. ÞG
og fékk bekkurinn í dag viðurkenningu frá íþróttakennara og skólastjórnendum. Viðurkenningin voru forláta
gullskór sem listgreinakennarar höfðu útbúið. Nemendurnir í 5. ÞG gengu eða hjóluðu í 99% tilvika. Almennt um
átakið má segja að þátttaka hafi verið góð og skiptist árangur eftir stigum sem hér segir:
Yngsta stig 95%, miðstig 85,4% og elsta stig 88,2%.
Nemendur og starfsfólk skólans er áfram hvatt til að ganga eða hjóla í skólann.
Sjá nánar um átakið á landsvísu á http://www.gongumiskolann.is/
Lesa meira
20.09.2011
Vikan 18. - 25. september er samevrópska ADHD vitundarvikan sem við hér hjá ADHD samtökunum höfum kosið að leiða undir slagorðinu
“ATHYGLI, JÁ TAKK”.
Markmið ADHD vitundarvikunnar er að auka þekkingu almennings á ADHD, eyða fordómum, auka skilning og efla stuðning við fólk með ADHD
með opinskárri og skammarlausri umfjöllun. Auk þess veita ýmsar upplýsingar ADHD. Ennfremur verður lögð áhersla
á hversu mikilvægt er að einstaklingar með ADHD mæti skilningi og njóti stuðnings í samfélaginu, því stuðningur skapar
sigurvegara.
Lesa meira
17.09.2011
Jafnréttisáætlun fyrir Brekkuskóla hefur nú verið endurskoðuð. Jafnréttisáætlun fyrir skólaárið 2011-2012 er
að finna hér á vefsíðunni.
Lesa meira
12.09.2011
Nú á haustdögum verður aftur farið af stað með verkefnið „hreyfistrætó“, en megin markmið þess er að hvetja
öll börn til að ganga í skólann og á sama tíma að minnka umferð við Brekkuskóla. Valdar hafa verið 3 gönguleiðir og
merktar inn á kort ásamt „strætóstöðvum“og er ætlunin að eitt foreldri taki að sér að ganga eina leið einu sinni til
tvisvar á 6 vikna tímabili og því fylgja börnunum í skólann og gæta að öryggi þeirra. Eftir því sem nær dregur
skólanum bætast fleiri börn við í hópinn en þau bíða á sér merktum "stöðvum" eftir að hópurinn fari
framhjá. Stöðvarnar hafa verið staðsettar með það í huga að börn þurfi ekki yfir umferðaþungar götur frá heimili
sínu.
Lesa meira
09.09.2011
Í vikunni fóru 6. bekkingar á Húna. Í ferðinni fengu nemendur að veiða og síðan var fiskurinn eldaður um borð.
Veðrið lék við þátttakendurna og allir virtust skemmta sér hið besta. Fleiri myndir úr
ferðinni má nálgast hér.
Lesa meira
09.09.2011
Vikuna 12. - 16. september ætlum við að hafa gönguátak í skólanum og efna til göngukeppni milli árganga. Nemendur fá hvatningu til
að ganga/hjóla í skólann og merkt verður við alla vikuna hverjir koma gangandi/hjólandi. Sá árgangur sem stendur sig best fær
viðurkenningu.
Sjá nánar á http://www.gongumiskolann.is/
Lesa meira
05.09.2011
PMT foreldrafærninámskeið (Parent Management Training) hefst þann 4. október nk. Um er að ræða námskeið sem
stendur yfir í átta vikur.
Lesa meira