Fréttir

Valgreinar skólaárið 2012 - 2013

Ýmsar breytingar fylgja því að fara úr 7. bekk í þann 8. Ein stærsta breytingin er í því fólgin að á unglingastigi er hluti kennslustunda val nemenda þar sem valið er á milli kjörsviðsgreina.
Lesa meira

Útiíþróttir frá og með 7. maí 2012

Frá og með mánudeginum 7. maí færum við íþróttakennsluna út úr íþróttahúsunum og njótum sumarkomunnar á skólalóð og nærliggjandi svæðum. Mikilvægt er að nemendur komi klæddir til íþróttaiðkunnar og eftir veðri.  Búnings- og sturtuaðstaða er áfram í boði í Íþróttahöllinni. Kv.  Jói, Kári og Sigfríð íþróttakennarar
Lesa meira

Brekkuskóli tekur þátt í Þjóðlagi Halldórs

Halldór Gunnar Pálsson, Önfirðingur og kórstjóri Fjallabræðra er um þessar mundir að vinna að stóru verkefni sem „vonandi mun bera mig hringinn í kringum landið,“ eins og hann hefur orðað sjálfur.
Lesa meira

Litlu Ólympíuleikarnir 2012

Það er líf og fjör í Brekkuskóla þessa dagana. Litlu Ólympíuleikarnir eru haldnir hátíðlegir. Mánudaginn 22. apríl var setning með viðhöfn í Íþróttahöllinni og síðan tóku við tveir keppnisdagar þar sem keppendur fara á milli 10 stöðva. Hverjum árgangi er skipt upp í átta lönd: Danmörk, Frakkland (Guadeloupe), Bretland, Ísland, Spánn, Ítalía (Gallarate og Sikiley) og Tyrkland. Þetta skemmtilega verkefni er liður í þátttöku skólans í Comeniusarverkefni sem byggir á heilsueflingu og hreyfingu.
Lesa meira

Viðurkenning skólanefndar árið 2012 - Tilnefningar

Skólanefnd Akureyrarbæjar hefur frá árinu 2010 veitt einstaklingum og/eða stofnunum sem skarað hafa fram úr í skólastarfi viðurkenningar. Markmiðið er að vekja sérstaka athygli á því sem vel er gert og hvetja þá sem fyrir valinu verða til þess að halda áfram því góða starfi sem þeir eru að vinna og jafnvel gera enn betur.
Lesa meira

Vöfflukaffi í morgunmóttöku 1. bekkjar

Í morgun var vöfflukaffi í morgunmóttöku 1. bekkjar þar sem þau fagna sumri á morgun. Í morgunmóttökunni sungu nemendur fyrir foreldra sína og áttu með þeim notalega stund í skólanum. Eftir morgunmóttökuna fóru nemendur ásamt kennurum og stuðningsfólki síðan í vettvangsferð í leikhúsið. Sjá myndir hér frá morgunmóttökunni.
Lesa meira

Gleðilegt sumar!

 Á sumardagurinn fyrsta, 19. apríl, er ekki skóli og föstudaginn 20. apríl er starfsdagur og nemendur því áfram í fríi. Frístund er opin frá kl. 08:00 á starfsdeginum 20. apríl. Starfsfólk Brekkuskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Lesa meira

Góða veðrið nýtt

Veðrið kallar á nemendur Brekkuskóla út og í þýskuvali var kennslan utandyra í dag. Kennari í þýsku er Stella R. Gústafsdóttir en nemendurnir eru úr 8. - 10. bekk.  Myndir hér.
Lesa meira

Skólaskákmót

Skólaskákmót Brekkuskóla var háð 20. mars. Keppendur voru fáir, en þeim mun drengilegar barist. Að líkum hafði Andri Freyr Björgvinsson nokkra yfirburði á mótinu, nýkominn af Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu þar sem hann náði frábærum árangri.
Lesa meira

Morgunmóttaka í 5. bekk

Morgunmóttaka í 5. bekk fer fram föstudaginn 30. mars kl. 08:00 - 09:00. Hún fer þannig fram að foreldrar eru boðnir sérstaklega velkomnir í skólann í óformlega móttöku að morgni. Í matsal eru seldar brauðbollur og kaffi sem 6. bekkur selur til styrkjar skólaferðalagi þeirra í vor. Kynning á samfélagsfræðiverkefni 5. bekkja fer fram á sal skólans. Kennslustofur nemenda eru opnar á meðan á heimsókn stendur.
Lesa meira