Fréttir

Vöfflukaffi í morgunmóttöku 1. bekkjar

Í morgun var vöfflukaffi í morgunmóttöku 1. bekkjar þar sem þau fagna sumri á morgun. Í morgunmóttökunni sungu nemendur fyrir foreldra sína og áttu með þeim notalega stund í skólanum. Eftir morgunmóttökuna fóru nemendur ásamt kennurum og stuðningsfólki síðan í vettvangsferð í leikhúsið. Sjá myndir hér frá morgunmóttökunni.
Lesa meira

Gleðilegt sumar!

 Á sumardagurinn fyrsta, 19. apríl, er ekki skóli og föstudaginn 20. apríl er starfsdagur og nemendur því áfram í fríi. Frístund er opin frá kl. 08:00 á starfsdeginum 20. apríl. Starfsfólk Brekkuskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars.
Lesa meira

Góða veðrið nýtt

Veðrið kallar á nemendur Brekkuskóla út og í þýskuvali var kennslan utandyra í dag. Kennari í þýsku er Stella R. Gústafsdóttir en nemendurnir eru úr 8. - 10. bekk.  Myndir hér.
Lesa meira

Skólaskákmót

Skólaskákmót Brekkuskóla var háð 20. mars. Keppendur voru fáir, en þeim mun drengilegar barist. Að líkum hafði Andri Freyr Björgvinsson nokkra yfirburði á mótinu, nýkominn af Alþjóðlega Reykjavíkurskákmótinu þar sem hann náði frábærum árangri.
Lesa meira

Morgunmóttaka í 5. bekk

Morgunmóttaka í 5. bekk fer fram föstudaginn 30. mars kl. 08:00 - 09:00. Hún fer þannig fram að foreldrar eru boðnir sérstaklega velkomnir í skólann í óformlega móttöku að morgni. Í matsal eru seldar brauðbollur og kaffi sem 6. bekkur selur til styrkjar skólaferðalagi þeirra í vor. Kynning á samfélagsfræðiverkefni 5. bekkja fer fram á sal skólans. Kennslustofur nemenda eru opnar á meðan á heimsókn stendur.
Lesa meira

Brekkuvision á miðstigi

Brekkusvision er hæfileikakeppni sem fram fer innan miðstigs og efsta stigs. Í dag fór fram Brekkuvision á miðstigi og komu margir hæfileikaríkir nemendur fram í undankeppnum innan bekkja í vikunni. Sigurvegari keppninnar að þessu sinni er Eyþór Ernir Pálsson 5. ÁÁ. Óskum við honum innilega til hamingju en verðlaunagripurinn verður varðveittur í kennslustofu bekkjarins. Myndir frá keppninni.
Lesa meira

Frábær danssýning

1. - 4. bekkur fékk frábæra heimsókn í dag. Það voru Ernest Camilo Aldazabal Valdes dansari frá Kúbu og Anna Richardsdóttir gjörningadanslistakona frá Akureyri. Hér má nálgast myndir frá danssýningunni sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda. Áhorfendur fengu tækifæri til að taka þátt sem vakti ekki síður mikla kátínu. Myndirnar tala sínu máli. Sýningin var í boði foreldrafélags Brekkuskóla og eru þeim færðar sérstakar þakkir.
Lesa meira

Skólaheimsókn 5, að verða 6 ára barna

Næsta skólaheimsókn fer fram mánudaginn 26. mars og miðvikudaginn 28. mars kl. 10:30. Myndir frá heimsókninni 26. mars eru komnar inn hér. Myndir frá heimsókn síðari hópsins miðvikudaginn 28. mars er hér.
Lesa meira

Frumsamin ljóð í morgunmóttöku 6. bekkja

Í tilefni af morgunmóttöku skrifuðu nemendur 6. bekkja ljóð um hvernig það er að vera þau.  Mörg falleg og vel skrifuð ljóð litu dagsins ljós.  
Lesa meira

Stóra upplestrarkeppnin 2012

Þann 7. mars síðastliðinn var Stóra upplestrarkeppnin haldin í húsakynnum MA. Fyrir hönd Brekkuskóla kepptu þau Gunnar Sigurðsson úr 7. KI og Sylvía Siv Gunnarsdóttir úr 7. GÞ og stóðu þau sig með stakri prýði.
Lesa meira