24.10.2012
Auglýsing frá 10. bekk
Hrekkjavökuball verður miðvikudaginn 24. október kl. 18:30-21:00 í Brekkuskóla fyrir 5. - 7. bekk. Dans, leikir og verðlaun fyrir flottasta
búninginn. Aðgangseyrir er 500 kr. Popp og Svali fylgja aðgangseyri.
10.bekkur
Lesa meira
23.10.2012
Auglýsing frá 10. bekk
Hrekkjavökuball verður þriðjudaginn 23. október kl. 16-18 í Brekkuskóla. Dans, leikir og verðlaun fyrir flottasta búninginn.
Aðgangseyrir er 500 kr. Popp og Svali fylgja aðgangseyri.
(Miði var sendur heim með nemendum sl. föstudag)
10.bekkur
Lesa meira
23.10.2012
Þeir nemendur í 8. - 10. bekk sem fá þátttöku í félagsstarfi eða sérskólanámi viðurkennda í stað
valgreinar (eru með "metið val" á stundaskrá), þurfa að skila inn staðfestingu þess efnis frá forráðamanni og fulltrúa
félags eða sérskóla.
Lesa meira
19.10.2012
Frá foreldrafélaginu.
Fundur verður haldinn um deiliskipulag á svæðinu við Brekkuskóla mánudaginn 22. okt. kl 20:00 í Brekkuskóla.
Fundarefni eru tillaga skipulagsdeildar og tillagan "börn og bílastæði" frá Arnari Má
Arngrímsyni og Pétri Halldórsyni sem sjá má í Akureyri vikublað. Semja texta til að senda inn sem athugunasemd við
það
deiliskipulag sem nú er í umsögn. En skila þarf umsögnum fyrir þann 24. okt. Við hvetjum alla
foreldra
sem þetta varðar og vilja hag barna sinna sem mestan til að mæta
http://www.akureyrivikublad.is/lesa/2.arg/40tbl_2argangur_Akureyri-vikublad.pdf http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Brekkuskoli_sept2012/Brekkusk_uppd.pdf
http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Brekkuskoli_sept2012/Brekkusk_greinarg.pdf
Kveðja
Jóhann Gunnarsson formaður foreldrafélags Brekkuskóla
Lesa meira
08.10.2012
Brekkuskóli tók þátt í verkefninu TækniFæri í boði Samtaka Upplýsingatæknifyrirtækja (SUT)
þar sem nemendur í 7. bekk tóku fyrstu skrefin í forritun með Skema. Skema þakkar starfsfólki og nemendum Brekkuskóla fyrir skemmtilegan og kraftmikinn dag þar sem starfsfólk,
fræðslustjóri og nemendur forrituðu saman :)
Ekkert smá gaman að sjá hvað Brekkuskóli á Akureyri er tilbúinn að taka á móti
tækninni.- Rakel Sölvadóttir
Fleiri myndir frá námskeiðinu hér
Viðtal við Rakel Sölvadóttur á mbl.is í dag 8. október
Lesa meira
08.10.2012
Fræðsluerindi um einelti, forvarnir og úrvinnslu eineltismála verður haldið 11. október í Félagsheimili KFUM og KFUK Sunnuhlíð 12
kl. 16.30 – 18.00.
Fyrirlesari er Kolbrún Baldursdóttir sálfræðingur og höfundur EKKI MEIR, EKKI MEIR sem er leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti fyrir
starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög, foreldra og börn.
Allir velkomnir!
Kynningarbréf
Lesa meira
05.10.2012
Landsmót Samfés hefst á Ísafirði á föstudaginn 5. október og stendur í þrjá daga. Frá Akureyri fara
fulltrúar úr öllum skólum alls 36 ungmenni sem öll starfa í félagsmiðstöðvaráðum og sækja valgreinina
félagsmálafræði á vegum félagsmiðstöðvanna. Von er á um 400 unglingum á aldrinum 13-16 ára frá
félagsmiðstöðvum víðsvegar af landinu.
Lesa meira
04.10.2012
Félagsmiðstöðin Trója er staðsett í Rósenborg og er sameiginleg félagsmiðstöð fyrir Brekkuskóla, Lundarskóla,
Naustaskóla og Oddeyrarskóla. Starfsmenn Tróju veturinn 2012-2013 eru:
Lesa meira
03.10.2012
FRESTAÐ! Miðvikudaginn 3. október er
áætlað að allur skólinn fari í fjallgöngu til að njóta samveru og útiveru. Þeim nemendum sem ekki geta farið í göngu af
einhverjum ástæðum verður boðið upp á afþreyingu í skólanum. Farið verður í göngur sem hér segir:
Lesa meira
18.09.2012
Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á
ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2003 og 2004 og eru 6 börn í hverjum hópi. Áhersla er
lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn
hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. (Þetta námskeið verður 22.okt.-21.nóv.
á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15-18:15).
Nánari upplýsingar má finna hér.
Umsóknareyðublað.
Lesa meira