Fréttir

Sumarleyfi

Nemendur Brekkuskóla eru komnir í sumarleyfi til 22./23. ágúst 2012. Afgreiðsla skrifstofu Brekkuskóla er lokuð vegna sumarleyfa frá 18. júní til og með 6. ágúst 2010. Hægt er að ná í stjórnendur skólans samkvæmt eftirfarandi upplýsingum ef þörf krefur: Jóhanna María Agnarsdóttir skólastjóri Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri  Skóladagatal næsta skólaárs og námsgagnalistar 
Lesa meira

Gunnar Úlfarsson hlaut viðurkenningu

Gunnar Úlfarsson nýútskrifaður nemandi Brekkuskóla hlaut viðurkenningu skólanefndar Akureyrarbæjar fyrir félagsþroska og virðingu fyrir samferðamönnum sínum. Gunnar er einstaklega hlýr og jákvæður einstaklingur sem sýnir mikinn félagslegan þroska og virðir störf og skoðanir annarra. Hann er réttsýnn og hugsar vel um velferð annarra. Starfsfólk Brekkuskóla óskar Gunnari til hamingju með viðurkenninguna.
Lesa meira

Skólaferðalag 10. bekkinga

Í morgun fóru 10. bekkingar í útskriftarferð. Þau byrja á flúðasiglingu í Skagafirði í blíðviðrinu í dag en halda síðan sem leið liggur til Hveragerðis þar sem þau munu gista í nótt. Adrenalíngarðurinn er á dagskránni á miðvikudag og höfuðborgin Reykjavík skönnuð á fimmtudag en þá fara þau einnig í Bláa lónið. Heimferð er áætluð upp úr kl. 16:00 á föstudag. Fararstjórar eru Jói, Sævar og Hanna Dóra.
Lesa meira

Dönsuðu í kirkjutröppunum

Nemendur Brekkuskóla dönsuðu í kirkjutröppunum á afmælis- og uppskeruhátíð leik- og grunnskóla í miðbænum 16. maí siðast liðinn. Veðrið lék við nemendur og starfsfólk. Eftir dansinn skunduðu allir í Hof og á Ráðhústorg til að fylgjast með atriðum nemenda frá skólum bæjarins. Myndir frá dansinum.
Lesa meira

Dönsuðu í kirkjutröppunum

Nemendur Brekkuskóla dönsuðu í kirkjutröppunum á uppskeruhátíð leik- og grunnskóla í miðbænum 16. maí siðast liðinn. Veðrið lék við nemendur og starfsfólk. Eftir dansinn skunduðu allir í Hof og á Ráðhústorg til að fylgjast með atriðum nemenda frá skólum bæjarins.
Lesa meira

Dönsuðu í kirkjutröppunum

Nemendur Brekkuskóla dönsuðu í kirkjutröppunum á uppskeruhátíð leik- og grunnskóla í miðbænum 16. maí siðast liðinn. Veðrið lék við nemendur og starfsfólk. Eftir dansinn skunduðu allir í Hof og á Ráðhústorg til að fylgjast með atriðum nemenda frá skólum bæjarins.
Lesa meira

Dönsuðu í kirkjutröppunum

Nemendur Brekkuskóla dönsuðu í kirkjutröppunum á uppskeruhátíð leik- og grunnskóla í miðbænum 16. maí siðast liðinn. Veðrið lék við nemendur og starfsfólk. Eftir dansinn skunduðu allir í Hof og á Ráðhústorg til að fylgjast með atriðum nemenda frá skólum bæjarins.
Lesa meira

Vorgrill og útileikir

Mánudaginn 4. júní verður hinn árlegi vorgrill- og leikjadagur Brekkuskóla. Þá fara nemendur í leikjastöðvar á skólalóð og enda svo í grilli á stéttinni við aðalandyri skólans.
Lesa meira

Vorskóli 2012

Verðandi nemendum í 1.bekk í Brekkuskóla skólaárið 2012 – 2013 stendur til boða að koma í vorskóla dagana 15. – 16. maí milli kl.14:00 og 16:00 báða dagana. Nemendur koma í fylgd foreldra/foreldris og hitta verðandi kennara sína sem undirbúið hafa þessar stundir með þeim.
Lesa meira

Umgengnisreglur og skýr mörk

Í dag kom út endurskoðaður leiðarvísir um umgengnisreglur og skýr mörk í Brekkuskóla. Í vetur hafa kennarar og stjórnendur lesið saman reglurgerð Mennta- og menningarmálaráðuneytisins um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum og borið saman við þær umgengnisreglur og þau skýru mörk sem unnið er eftir í Brekkuskóla.
Lesa meira