Fjölskyldudeild Akureyrarbæjar býður börnum með ADHD að taka þátt í námskeiði til að efla færni á
ýmsum sviðum. Námskeiðið er fyrir börn fædd árið 2003 og 2004 og eru 6 börn í hverjum hópi. Áhersla er
lögð á að auka færni barna í félagslegum samskiptum, skapstillingu, sjálfsstjórn og að bæta athyglisgetu þeirra. Hópurinn
hittist tvisvar í viku 2 tíma í senn, í 5 vikur (10 skipti alls) með tveimur þjálfurum. (Þetta námskeið verður 22.okt.-21.nóv.
á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:15-18:15).
Nánari upplýsingar má finna hér.
Umsóknareyðublað.