Metið val 8. - 10. bekkur

Þeir nemendur í 8. - 10. bekk sem fá þátttöku í félagsstarfi eða sérskólanámi viðurkennda í stað valgreinar (eru með "metið val" á stundaskrá), þurfa að skila inn staðfestingu þess efnis frá forráðamanni og fulltrúa félags eða sérskóla. Umsóknareyðublað: http://brekkuskoli.is/static/files/umsoknummetidval2012-2013.pdf

Síðar á þessari önn munum við síðan óska eftir því við viðkomandi kennara/þjálfara/flokksstjóra að hann staðfesti ástundun. Með þátttöku í félagsstarfi og sérskólum er átt við íþróttir, skátastarf, kristilegt starf, nám í tónlistarskóla, myndlistarskóla o.þ.h.

Staðfesting forráðamanns og fulltrúa félags eða sérskóla þarf að hafa borist skólanum eigi síðar en 1. nóvember 2012!

Umsóknum skal skilað til umsjónarkennara eða á skrifstofu skólans. Einnig má skila því útfylltu inn á beggath@akureyri.is. Eyðublöð má einnig nálgast á skrifstofu skólans.