Fréttir

Leifur heppni

Mánudaginn 21. janúar 2013 fór fram kynning fyrir foreldra á samþættingarverkefni í samfélagsfræði, leiklist, myndlist og upplýsingatækni. Kynningin fór þannig fram að nemendur sjálfir áttu að kynna þrjú verkefni fyrir foreldrum sínum og foreldrarnir áttu að gefa barni sínu umsögn. Matið er einnig liður í því að auka fjölbreytni í námsmati nemenda. Myndir frá kynningunni.
Lesa meira

5 að verða 6

Í vikunni fengum við heimsókn frá leikskólanemendum af Hólmasól. Mörg þeirra hefja grunnskólagöngu sína í haust hjá okkur. Þau fengu kynningu á húsnæði og aðbúnaði í skólanum, kynntu sér Frístund og fengu ávaxtabita áður en þau lögðu af stað aftur að Hólmasól. Það var ekki annað að sjá en hópurinn hafi kunnað vel við sig. Þau fengu sáu kennslu í listgreinum (myndmennt, handmennt, heimilisfræði, leiklist), kíktu inn til 1. bekkinga, fóru í mötuneytið og á bókasafnið. Svo fengu þau að sjá hvernig við fjölföldum verkefni handa nemendum. Sjá myndir. Næst koma þau og verða í kennslustund með 1. bekkingum og fara með þeim í mat. Þriðja heimsóknin verður síðan í íþróttatíma.
Lesa meira

Myndataka

Myndataka nemenda fer fram í skólanum vikuna 28. janúar - 1. febrúar 2013. Myndirnar verða nýttar í lokuðu námsumhverfi skólans, Mentor. Foreldrar fá tækifæri til að kaupa myndir í gegnum vef ljósmyndarans. Nánar auglýst í janúarfréttabréfi skólans.   Skipulag myndatöku er að finna hér.
Lesa meira

Skólaþing Brekkuskóla

Þriðjudaginn 22. janúar kl. 9-11:30 er fyrirhugað að halda 40 - 50 manna skólaþing í Brekkuskóla. Skólaþingið er liður í innleiðingu á nýrri aðalnámskrá. Þar sitja fulltrúar starfsfólks, nemenda og foreldra. Á skólaþinginu verður unnið með fjórar grunnspurningar sem getið er hér að neðan og verða niðurstöður  teknar saman í lokin og nýttar til að bæta skólann. 
Lesa meira

Myndir úr listgreinum

Hér á vefinn er komið inn safn af myndum úr listgreinum. Fleiri myndir verða settar inn á næstu dögum í myndagalleríið okkar.
Lesa meira

Fréttabréf janúar 2013

Fyrsta Fréttabréf Brekkuskóla á nýju ári er komið út. Meðal efnis eru upplýsingar um væntanlegt Skólaþing Brekkuskóla sem mikilvægt er að lesa. Annað efni er matseðill janúarmánaðar, myndataka nemenda, foreldrakönnun, styrkveiting o.fl.      Fréttabréfið má nálgast hér.
Lesa meira

Styrkur frá Norðurorku

Styrkir Norðurorku hf. til samfélagsverkefna vegna ársins 2013 voru afhentir við hátíðlega athöfn föstudaginn 4. janúar síðast liðinn. Brekkuskóli hlaut styrk vegna verkefnis sem ber yfirskriftina "Félagslega fljúgandi fær" og snýst m.a. um að nýta rafræna tækni við skipulag náms og tómstunda í daglegu lífi barna með einhverfugreiningu. Brekkuskóli þakkar Norðurorku styrkveitinguna sem mun koma sér vel við frekari þróun á rafrænni tækni í skólastarfi Brekkuskóla. Nánar um styrkveitingar Norðurorku á www.no.is
Lesa meira

Litlu jólin - myndir

Hér á síðunni má finna svipmyndir frá jólaballi á Litlu jólum Brekkuskóla 2012.    Spjall við jólasveinana - myndskeið
Lesa meira

Jólaball

Mánudaginn 17. desember verður jólaball í Brekkuskóla fyrir börn í 1. - 4. bekk. Ballið verður frá kl. 16:00- 17:30. Aðgangseyrir verður 500 kr. Mandarína og safi fylgja með :-) Endilega mætið með jólasveinahúfur! 10. bekkur Brekkuskóla
Lesa meira

Ný verðskrá

Ný verðskrá er komin á matar-, mjólkur- og ávaxtaáskrift sem tekur gildi 1. janúar 2013 Stök máltíð 501 kr. Annaraskrift 371 kr. Áskrift á mjólk 2.650 kr. Áskrift á ávöxt (heill) 6.042 kr. Ný verðskrá er einnig komin fyrir frístund sem tekur gildi 1. janúar 2013 Skráningargjald (20 klst.) 6.600 kr. Hver klukkustund umfram það kostar 330 kr.
Lesa meira