16.04.2013
Í upplýsingaverinu okkar, skólabókasafninu, er oft líf og fjör. Hér eru nokkrar myndir sem sýna fjölbreytta starfsemi. Hér er
það frjáls tími sem er nýttur í að tefla, lesa, spila og að læra dönsku.
Myndir úr upplýsingaverinu
Myndskeið - nota tímann til að læra dönsku
Lesa meira
16.04.2013
Það var líf og fjör í brekkum Hlíðarfjalls í dag þegar nemendur Brekkuskóla um 450 talsins komu á staðinn. Hér má finna nokkrar myndir frá vel heppnuðum útivistardegi.
Lesa meira
12.04.2013
Föstudaginn 12. apríl fór fram upplestrarhátíð í 4. bekk. Hátíðin er liður í því að efla börnin í
að koma fram og lesa upphátt fyrir áheyrendur. Hátíðin hófst með tónlistaratriði þar sem nemendur sungu lagið "Mamma fær
það bezta". Því næst tók við flutningur á ljóðum og smásögum samkvæmt neðangreindum lista.
Nemendur skiptust á að lesa á ýmsan máta, einir í pontu og jafnframt saman í hóplestri.
Strákar og stelpur lásust á þar sem strákarnir fóru með hlutverk drengsins og stúlkurnar hlutverk lækjarins í ljóðinu
"Drengurinn og lækurinn".
Aðstandendum barnanna var boðið á sal til að hlusta og var vel sótt. Í lok hátíðarinn afhenti Jóhanna María
skólastjóri nemendum viðurkenningarskjal.
Myndir frá hátíðinni
Lesa meira
12.04.2013
Í 1. bekk var verið að mæla breiðasta brosið þegar aðstoðarskólastjóri leit við hjá þeim. Skemmtilegt verkefni það
og átti vel við tilbreytingardaginn sem fólst í að stelpur klæddust strákalegum fötum og strákar stelpulegum fötum. Gaman saman!
Lesa meira
12.04.2013
Það var líf og fjör í skólanum föstudaginn 12. apríl þegar nemendur og starfsfólk mættu í skólann. Nemendafélag
skólans ákvað í samráði við skólastjóra að hafa svokallaðan "klæðskiptingardag" þar sem stelpur klæðast
hefðbundnum strákafötum og strákar fara í hefðbundin stelpuföt. Umræðan hefur leitt til þess að óljóst virðist vera hvar
mörkin liggja. Í dag eru flestir eins klæddir. Aðalatriðið með þessari hugmynd er uppbrot sem einn þáttur í að gera
skólalífið ennþá skemmtilegra og engin skylda að vera með.
Myndir 1
Myndir 2
Lesa meira
10.04.2013
Frétt af vef skákfélags Akureyrar:
Skólaskákmót Brekkuskóla var háð í dag, 9. apríl. Keppendur voru 18 talsins og tefldu 5. umferðir eftir
Monrad-kerfi. Fráfarandi meistari, Andri Freyr Björgvinsson, vann mótið örugglega með fullu húsi vinninga og varði þar með
titilinn frá fyrra ári. Baráttan um 2. og 3. sætið var hinsvegar afar hörð og má segja að hún hafi ráðist í viðureign
Ólivers og Magnúsar þar sem sá síðarnefndi missti drottninguna í flókinni stöðu og mátti eftir það ekki við
margnum.Óliver Ísak varð með sigrinum sigurvegari í yngri flokki.
Lesa meira
05.04.2013
Morgunstund gefur gull í mund. Hér má finna nokkrar myndir sem teknar voru á leiðinni
í skólann 5. apríl 2013. Margir koma gangandi í skólann en einhverjir eru farnir að koma á hjólaleiktækjum. Huga þarf vel
að öryggisútbúnaði þegar börn koma á hjólaleiktækjum. Hægt er að geyma hjálma í fatahengjum en
hjólaleiktæki þarf að geyma utandyra. Hjólagrindur eru á nokkrum stöðum við skólann sem nemendur geta fest leiktækin við með
lás.
Nú svo viljum við minna á hafragrautinn okkar góða kl. 07:45 - 08:00 á morgnana í matsal.
Lesa meira
04.04.2013
Föstudaginn 5. apríl kl. 09:00 verður brunaæfing í Brekkuskóla.
Kennarar fara yfir rýmingaráætlun með nemendum og æfa rýmingu skólans.
Myndir frá æfingunni.
Æfingin tókst í alla staði mjög vel. Farið verður yfir nokkur atriði á starfsmannafundi í apríl.
Lesa meira
04.04.2013
Skólaskákmót verður háð þriðjudaginn 9. apríl kl. 14.00. Teflt verður um skákmeistaratitil skólans í tveimur
aldursflokkum, 1.- 7. bekk og 8. -10. bekk. Tvö efstu sætin a.m.k. í hvorum flokki gefa rétt til þátttöku á Skólaskákmóti
Akureyrar sem verður háð 13. apríl. Við hvetjum alla nemendur sem hafa áhuga á skák til að mæta til leiks. Mótið tekur
u.þ.b. tvo tíma.
Lesa meira
02.04.2013
Alþjóðlega barnabókadeginum er fagnað á afmælisdegi H.C. Andersen þann 2. apríl. Í ár mun Rafbókavefurinn (www.rafbokavefur.is) minnast dagsins með hjálp mennta- og menningarmálaráðherra klukkan 15:00 á aðalsafni
Borgarbókasafnsins. Ráðherra mun birta bækurnar sem sjálfboðaliðar í dreifðum prófarkalestri Rafbókavefsins hafa lesið yfir.
Lesa meira