Fréttir

Andri Freyr skólaskákmeistari

Frétt af vef skákfélags Akureyrar: Skólaskákmót Brekkuskóla var háð í dag, 9. apríl. Keppendur voru 18 talsins og tefldu 5. umferðir eftir Monrad-kerfi.  Fráfarandi meistari, Andri Freyr Björgvinsson, vann mótið örugglega með fullu húsi vinninga og varði þar með titilinn frá fyrra ári. Baráttan um 2. og 3. sætið var hinsvegar afar hörð og má segja að hún hafi ráðist í viðureign Ólivers og Magnúsar þar sem sá síðarnefndi missti drottninguna í flókinni stöðu og mátti eftir það ekki við margnum.Óliver Ísak varð með sigrinum sigurvegari í yngri flokki.
Lesa meira

Morgunstund

Morgunstund gefur gull í mund. Hér má finna nokkrar myndir sem teknar voru á leiðinni í skólann 5. apríl 2013. Margir koma gangandi í skólann en einhverjir eru farnir að koma á hjólaleiktækjum. Huga þarf vel að öryggisútbúnaði þegar börn koma á hjólaleiktækjum. Hægt er að geyma hjálma í fatahengjum en hjólaleiktæki þarf að geyma utandyra. Hjólagrindur eru á nokkrum stöðum við skólann sem nemendur geta fest leiktækin við með lás. Nú svo viljum við minna á hafragrautinn okkar góða kl. 07:45 - 08:00 á morgnana í matsal.
Lesa meira

Brunaæfing

Föstudaginn 5. apríl kl. 09:00 verður brunaæfing í Brekkuskóla. Kennarar fara yfir rýmingaráætlun með nemendum og æfa rýmingu skólans. Myndir frá æfingunni. Æfingin tókst í alla staði mjög vel. Farið verður yfir nokkur atriði á starfsmannafundi í apríl.
Lesa meira

Skólaskákmót Brekkuskóla

Skólaskákmót verður háð þriðjudaginn 9. apríl kl. 14.00. Teflt verður um skákmeistaratitil skólans í tveimur aldursflokkum, 1.- 7. bekk og 8. -10. bekk. Tvö efstu sætin a.m.k. í hvorum flokki gefa rétt til þátttöku á Skólaskákmóti Akureyrar sem verður háð 13. apríl.  Við hvetjum alla nemendur sem hafa áhuga á skák til að mæta til leiks.  Mótið tekur u.þ.b. tvo tíma.
Lesa meira

Rafbækur án endurgjalds

Alþjóðlega barnabókadeginum er fagnað á afmælisdegi H.C. Andersen þann 2. apríl. Í ár mun Rafbókavefurinn (www.rafbokavefur.is) minnast dagsins með hjálp mennta- og menningarmálaráðherra klukkan 15:00 á aðalsafni Borgarbókasafnsins. Ráðherra mun birta bækurnar sem sjálfboðaliðar í dreifðum prófarkalestri Rafbókavefsins hafa lesið yfir.
Lesa meira

Danskennsla

Nýverið hófst námskeið í dansi hjá 3. og 4. bekk. Hér má sjá nokkrar myndir frá dansæfingu í 3. bekk þar sem þau voru að æfa marseringu. Fleiri myndir hér.
Lesa meira

Skólahreysti

Keppt var í skólahreysti í Íþróttahöllinni á Akureyri miðvikudaginn 20. mars kl. 13 og stóð keppnin til kl. 15:30. Keppendur Brekkuskóla voru: Katla, Friðrik, Ísak Andri og Kolfinna. Þau stóðu sig með stakri prýði og lentu í 5. sæti keppninnar. Þar skoraði hátt að Katla varð í 1. sæti í að "hanga". Þið stóðuð ykkur vel krakkar! Fyrir þá sem hafa áhuga á að taka þátt á næsta ári og komast í liðið er bent á að byrja að æfa sig tímanlega.
Lesa meira

i-pad hópverkefni í dönsku

Skemmtilegt hópverkefni er nú unnið í dönsku í 7. bekk. Þar eru nemendur núna að fást við gerð myndasögu sem þeir gera sem rafbók. Þau vinna rafbókina frá grunni eftir fyrirmynd úr námsbók. Þau taka myndirnar, setja inn texta og hljóð áður en þeir skila því til kennara. Þau fá einnig tækifæri til að sýna rafbækur sínar og segja frá á skiladegi. Rafbækurnar eru síðan, eins og annað sem þau gera, metnar sem hluti af námsmati nemenda. Hér má sjá nokkrar myndir og myndskeið frá verkefninu. Myndir Myndskeið 1 Myndskeið 2 Myndskeið 3 Myndskeið 4
Lesa meira

Umsókn um skólavist

Innritun stendur yfir fyrir nemendur sem hefja grunnskólagöngu haustið 2013. Umsóknareyðublöð. Innritaðir nemendur fá tækifæri til að koma í skólaheimsókn í skólann í nokkur skipti. Ein heimsókn er afstaðin og sú næsta verður 18. og 20. mars næstkomandi. Þá velja foreldrar að koma með nemendur annan hvorn þann dag kl. 10:30 - 12:10. Nemendur fá að vera með í kennslustund 1. árgangs og enda síðan kennslustundina á að fara með þeim í mat í matsal skólans. Foreldrar eru hvattir til að kynna skólalóðina fyrir væntanlegum nemendum í þessum heimsóknum.
Lesa meira

Skólamyndir

Skólamyndir Brekkuskóla eru nú tilbúnar til pöntunar á vef ljósmyndarans.  Leiðbeiningar og frekari upplýsingar er að finna hér aftar í fréttinni.
Lesa meira