Fréttir

Frístundahetjurnar og Brekkubomban

Það er margt brallað í Frístund. Að undanförnu hafa nokkrir drengir ásamt Guðbirni Veigari skólaliða tekið upp og klippt stuttmynd. Myndin ber yfirskriftina "Frístunahetjurnar og Brekkubomban". Drengirnir eru allir í 4. bekk og sýndu þeir skólasystkinum sínum myndina í kennslustund.Sjá myndir frá bíósýningunni hér.
Lesa meira

Starfskynning í 9. bekk

Þriðjudaginn 28. maí og miðvikudaginn 29. maí kl. 9-12 fara nemendur 9. bekkjar Brekkuskóla í starfskynningar í fyrirtæki á Akureyri eða nágrenni. Það er samstarfsverkefni nemenda, foreldra og skóla að sjá um útvegun fyrirtækja. Foreldrar þurfa að staðfesta val nemenda með undirskrift. 30. maí munu nemendur halda kynningu á sal fyrir foreldra, kennara og nemendur í 8. bekk á því hvers þau hafa orðið vísari í starfskynningu. Öllum ber skylda til að mæta og gera grein fyrir þátttöku sinni. Umsjón með framkvæmd starfskynninga hafa Steinunn námsráðgjafi og kennararnir Sigríður Pálmad., Svanhildur, Fjóla Dögg  og Margrét Þóra.
Lesa meira

Uppstigningardagur og starfsdagur

Uppstigningardagur er fimmtudaginn 9. maí n.k. Hann er almennur frídagur og því enginn skóli.  Föstudaginn 10. maí er starfsdagur starfsfólks í Brekkuskóla. Þetta er leyfisdagur nemenda og því engin kennsla. Frístund er lokuð fyrir hádegi þennan dag.
Lesa meira

Gjöf til skólans

"Vinir Brekkuskóla" sem er sjóður foreldrafélags Brekkuskóla færði skólanum borðtennisborð að gjöf í dag. Fyrsta leikinn léku formaður nemendaráðs, Kristján Blær og formaður foreldrafélagsins, Jóhann Gunnarsson. Það verður ekki gefið upp hér hvernig leikar fóru, en formaður foreldrafélagsins hafði á orði að mótspilarinn hefði greinilega spilað þessa íþrótt áður. Sjálfur væri hann betri í að spila hnit (badminton). Borðtennisborðið er staðsett í nemendaaðstöðu við matsal. Nemendur, starfsfólk og stjórnendur Brekkuskóla þakka foreldrum góða gjöf. Myndir frá afhendingunni
Lesa meira

Eineltisfræðsla Félagsmiðstöðvar

Félagsmiðstöðvarvalið hefur í vetur útbúið fræðsluefni um einelti. Þau komu í heimsókn í 5. - 7. bekk þar sem þau veltu fyrir sér með nemendum hvað einelti er, hvernig er best að bregðast við ef maður verður fyrir einelti eða sér einhvern lagðan í einelti o.s.frv. Nemendur voru mjög málefnalegir, höfðu undirbúið sig af kostgæfni og voru málefnaleg í umræðum. Kærar þakkir fyrir gott innlegg í skólastarf Brekkuskóla. Leiðbeinandi hópsins er Gunnlaugur (Gulli) forvarnarfulltrúi.
Lesa meira

Brekkuskólaleikar 2013

Það er líf og fjör í Brekkuskóla þessa dagana. Brekkuskólaleikarnir eru haldnir hátíðlegir í ár líkt og litlu ólympíuleikarnir í fyrra. Þriðjudaginn 7. maí og miðvikudaginn 8. maí  fram að hádegismat eru nemendur skólans að taka þátt í hinum ýmsu íþróttagreinum. Hverjum árgangi er skipt upp í átta liti að þessu sinni.
Lesa meira

Valgreinar 2013-2014

Ýmsar breytingar fylgja því að fara úr 7. bekk í þann 8. Ein stærsta breytingin er í því fólgin að á elsta stigi er hluti kennslustunda sett fram sem val nemenda. Þá velja nemendur á milli kjörsviðsgreina. Skilafrestur umsókna um valgreinar er til og með 8. maí 2013.
Lesa meira

Vorskóli

Myndir frá fyrri vorskóladeginum Verðandi nemendum í 1. bekk í Brekkuskóla skólaárið 2013 – 2014 stendur til boða að koma í vorskóla dagana 6. – 7. maí milli kl.14:00 og 16:00 báða dagana. Nemendur koma í fylgd foreldra/foreldris og hitta verðandi kennara sína sem undirbúið hafa þessar stundir með þeim.
Lesa meira

Styrkur

Styrkur frá Sprotasjóði hefur verið veittur verkefninu "Rafrænt nám í Brekkuskóla" til næstu tveggja ára. Styrkur fékkst einnig í fyrra fyrir sama verkefni á yfirstandandi skólaári og gefur þessi framhaldsstyrkur skólanum byr undir báða vængi við áframhaldandi þróunarvinnu.
Lesa meira

Íslandsmeistari í bogfimi

Sesar Hersisson 10. SGP hlaut um helgina titilinn Íslandsmeistari unglinga í bogfimi. Til hamingju Sesar með frábæran árangur!
Lesa meira