Skólaþing epli.is haldið í Brekkuskóla

Skólaþing epli.is verður í Brekkuskóla fimmtudaginn 22. ágúst kl. 13:00 - 16:00. Þingið ber yfirskriftina „Meira í dag en í gær“ að þessu sinni og verður í fyrsta sinn haldin á tveim stöðum á landinu. Þingið verður annarsvegar í Salaskóla í Kópavogi en kennarar þar hafa verið að vinna áhugavert þróunarverkefni með iPad og svo í Brekkuskóla á Akureyri þar sem áhugasamur kennarahópur hefur verið að nýta iPad í kennslu. 21. ágúst     kl. 13:00    Salaskóli Kópavogi 22. ágúst     kl. 13:00   Brekkuskóli Akureyri Dagskráin er tvískipt líkt og áður en fyrst kemur heimsþekktur fyrirlesari sem ætlar að segja frá þeim áskorunum sem hann hefur mætt í starfi sínu sem kennari í fátækrahverfum Chennai borgar í Indlandi. Eftir hlé verða svo margvislegar vinnustofur. Nánari dagskrá verður auglýst síðar á vef skólaþingsins. Þátttaka á skólaþinginu er endurgjaldslaus fyrir starfsmenn skóla og menntastofnanna en það þarf að skrá sig til þátttöku á vefsíðu epli.is