Fréttir

Sæhestar

Skólanum barst skemmtileg gjöf frá foreldri sem var að koma frá Kína. Gjöfin er þurrkaðir sæhestar sem eru hingað komnir alla leið hingað í Brekkuskóla. Sæhestar eru að mörgu leyti mjög sérstakar lífverur. Sæhestarnir eru nú á ferðalagi milli kennara skólans þar sem nemendur munu fá að koma við og fræðast um þá. Við þökkum kærlega fyrir þessa skemmtilegu sendingu. Fræðsluefni um sæhesta hefur verið lagt fram á skólasafni skólans til skoðunar. Þegar ferðalagi sæhestanna verður lokið verða þeir settir í glerskápana við listgreinaganginn í miðju skólans. Sæhestar eru allar tegundir sjávarfiska af sérstæðri ætt sem nefnist á latínu Syngnathidae og undirættinni Hypocampinae eða sæhestaætt. Innan þessarar ættar er einnig hópur fiska sem nefnast á ensku pipefish eða pípufiskar, þeir eru mjóslegnir og langir og minna á sæhesta í útliti en eru flokkaðir í aðra undirætt sem nefnist Syngnathinae. Um 215 tegundir eru innan ættarinnarSyngnathidae.
Lesa meira

VMA - samstarf

Í dag hófst valgreinin Raffræði í VMA sem er hluti af samstarfsverkefni Brekkuskóla og VMA í vetur. Valinu er skipt í tvo námshópa þar sem undirtektir voru afar góðar. Fyrir áramót var ein valgrein kennd í VMA í smíðum og önnur valgrein í náttúrufræðigreinum sem kennd var í Brekkuskóla en kennarar komu frá VMA. Þetta samstarfsverkefni var í undirbúningi á síðasta skólaári og nú höfum við safnað upp reynslu sem við leggjum í bankann okkar til framtíðar. Það voru áhugasamir drengir sem fóru með aðstoðarskólastjóra í fyrsta tímann í raffræði eftir hádegi í dag. Fyrsti tíminn hófst á kennslu um muninn á rafvirkjun og rafeindavirkjun. Í léttu innskoti á undan var umræðan tekin um það hvernig kennitölur okkar eru upp byggðar. Skemmtileg byrjun og vonandi ná drengirnir markmiðum sínum í þessari spennandi valgrein.  Sjá myndir hér. Kennari í raffræði er Davíð Ingi Guðmundsson.
Lesa meira

Skákkennsla fyrir 4. - 6. bekk

Andri Freyr mun aftur bjóða upp á skákkennslu fyrir 4.- 6. bekk í janúar. Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið stella@akureyri.is. Það eru allir velkomnir hvort sem þeir hafa tekið þátt áður eða ekki. Föstudaginn 10. janúar kl. 13:15 í 40-60 mínútur á bókasafninu Föstudaginn 17. janúar kl. 13:15 í 40-60 mínútur á bókasafninu Föstudaginn 24. janúar kl. 13:15 í 40-60 mínútur á bókasafninu Föstudaginn 31. janúar kl. 13:15 í 40-60 mínútur á bókasafninu Til upplýsinga og upprifjunar þá er Andri Freyr fyrrverandi nemandi í 10. bekk  og hefur hann telft skák í 8 ár. Hann er fyrrverandi skólaskákmeistari Brekkuskóla sem og skólaskákmeistari Akureyrar ásamt því að vera kjördæmismeistari Norðurlands eystra.
Lesa meira

Heimsóknir barna fædd 2008

Brekkuskóli er í samstarfi við leikskólann Hólmasól um undirbúning skólabyrjunar nemenda fædd árið 2008 í grunnskóla. Foreldrar úr öðrum leikskólum en Hólmasól sem hyggjast innrita barn sitt í Brekkuskóla geta einnig komið með barn sitt í þessar heimsóknir. Fyrirhugaðar fyrstu heimsóknir eru 16. og 23. janúar 2014.  
Lesa meira

Gildi mánaðarins

Gildi mánaðarins er Umhyggja. Í stefnu og sýn Brekkuskóla segir: Brekkuskóli er samfélag þar sem við stöndum saman og sýnum umhyggju. Við dæmum ekki og erum tilbúin til að aðstoða hvert annað. Í uppbyggingarstefnunni er m.a. gengið út frá grunnþörfinni að tilheyra (e. belonging). Þessi þörf er mjög missterk eftir einstaklingum og er nátengd gildinu umhyggja.
Lesa meira

Fréttabréf - janúar

Fréttabréf janúarmánaðar er komið út. Að þessu sinni birtum við niðurstöður úr foreldrahópavinnu þar sem hlutverk heimila annars vegar og hlutverk skóla hins vegar voru greind. Svipmyndir eru birtar frá árshátíð og matseðill janúarmánaðar ásamt viðburðadagatali er einnig á sínum stað. Fréttabréf janúarmánaðar.
Lesa meira

Fæðisgjöld - hækkun

Bæjarstjórn hefur ákveðið að draga til baka áður ákveðna gjaldskrárhækkun á vistunargjöldum í Frístund sem taka áttu gildi frá og með áramótum.  Gjöld fyrir Frístund verða því óbreytt eða 330 kr. klukkustundin.  Fæðisgjöld munu hins vegar hækka um 6% og mun því hver máltíð í annaráskrift kosta 395 kr. Stök máltíð (minnst 10 skipti) kostar nú 530 kr. máltíðin, en var 501 kr.
Lesa meira

Smábókaskápur Námsgagnastofnunar

Á vefnum má velja á milli nokkurra smábóka sem allar hafa komið út hjá Námsgagnastofnun. Markmiðið er að þjálfa lestur, efla lesskilning og lestraráhuga og gefa börnum á yngsta stigi grunnskólans tækifæri til að nota tölvu sér til gagns og á skipulegan hátt.  Börnin geta ýmist lesið textann beint eða hlustað og fylgst með honum fyrst og lesið svo sjálf. Á hverri blaðsíðu eru spurningar úr textanum og lítið verkefni sem ýmist reynir á að raða stöfum rétt í orð (undirbúningur undir stafsetningu) eða raða orðum í setningu (lesskilningur), finna samheiti og andheiti og orð sem passa saman (orðaforði). Veffang: http://vefir.nams.is/smabokaskapur/ Sótt á vef Námsgagnastofnunar 5. janúar 2014
Lesa meira

Heiðarlegir nemendur

"Systur sem skiluðu týndu peningaveski til lögreglunnar gerðu jólagóðverk segir varðstjóri. Hann telur líklegt að veskið sé í eigu barns sem hafi ætlað að kaupa jólagjafir". Tekið af www.ruv.is
Lesa meira

Litlu jólin

Litlu jólin fara fram í Brekkuskóla 20. desember 2013 sem hér segir: Frístund opnar kl.08:00 fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Skólabíll fer á venjubundnum tíma um morguninn. Nemendur í 2., 4. og 10. bekk (ath. breyttur tími hjá 10. bekk) mæta klukkan 08:00 í heimastofur. Klukkan 09:00 koma þau á sal skólans, þar sem verður dansað í kringum jólatré. Skóladegi lýkur klukkan 10:00 og Frístund opnar þá fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Skólabíll fer kl. 10:15 frá skólanum. Nemendur 3. , 6., 7. og 8. bekk mæta klukkan 09:00 í heimastofur. Skólabíll fer kl. 08:35 frá fyrstu stoppistöð (Keiluhöll). Klukkan 10:00 koma þau á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur um klukkan 11:00 og Frístund verður opin fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Skólabíll fer kl. 11:15 frá skólanum. Nemendur í 1., 5. og 9. bekk (ath. breyttur tími hjá 9. bekk) mæta klukkan 10:00 í heimastofur. Skólabíll fer kl. 09:35 frá fyrstu stoppistöð (Keiluhöll). Klukkan 11:00 koma þau á sal skólans, þar sem dansað verður í kringum jólatré. Skóladegi lýkur um klukkan 12:00. Frístund verður opin fyrir nemendur sem þar eru skráðir. Skólabíll fer kl. 12:15 frá skólanum. Kennsla hefst á nýju ári þann 6. janúar samkvæmt stundaskrá. Gleðilega jólahátíð! Starfsfólk Brekkuskóla
Lesa meira