21.11.2013
Ekki barnið mitt?
Í dag, fimmtudaginn 21. nóvember frá kl. 17-19, verður haldið í Menningarhúsinu Hofi málþing fyrir alla sem koma að uppeldi barna og
unglinga. Yfirskrift málþingsins er "Tölum saman".
Spurt er spurninga á borð við þessar: Hver er ábyrgð okkar sem samfélags? Er vímuefnaneysla einstaklingsins bara hans mál? Ræða
foreldrar sín á milli um félagslíf barna sinna? Hver er staðan á Akureyri?
Dagskrá málþingsins er þessi:
Ekki barnið mitt
Jóhannes Kr. Kristjánsson faðir Sigrúnar Mjallar sem lést vegna ofneyslu fíkniefna aðeins 17 ára.
Vímuefnaneysla grunn- og framhaldsskólanema. Hvað gerist milli skólastiga?
Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu.
Tónlistaratriði
Nemendur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Hvernig er að vera foreldri fíkils?
Inga Lóa Birgisdóttir.
Fíkniefnaheimurinn á Akureyri
Lögreglan á Akureyri.
Tónlistaratriði
Nemendur frá Menntaskólanum á Akureyri.
Pallborðsumræður
Lesa meira
19.11.2013
Í dag fengum við Ellu umferðartröll í heimsókn. Markmið verkefnisins er að auka öryggi barna sem eru að fara í fyrsta sinn ein út
í umferðina. Um er að ræða leiksýningu sem hefur fengið vottun Samgöngustofu og fjallar um Ellu tröllastelpu sem kann ekki umferðarreglurnar. Ella
kynnist stáknum Benna og saman lenda þau í ýmsum ævintýrum í umferðinni. Þegar fylgst er með uppátækjum Ellu og Benna kynnast
börnin umferðarreglunum á skemmtilegan og fræðandi hátt.
Leikhópurinn Kraðak hitti
börn í 1. og 2. bekk Brekkuskóla í dag.
Lesa meira
08.11.2013
Hér má sjá nemenasýningu í tæknimennt sem stendur yfir á brúnni um þessar
mundir. Kennari í tæknimennt (smíðum) er Brynhildur Kristinsdóttir.
Lesa meira
06.11.2013
Það voru hressir og áhugasamir nemendur sem mættu til leiks í skákkennslu í síðustu viku. Leiðbeinandi er Andri Freyr sem er
framhaldsskólanemandi og fyrrum nemandi Brekkuskóla. Andri Freyr er fyrrum skákmeistari Brekkuskóla og hefur hann teflt í sjö ár. Andri Freyr
leiðbeinir nemendum skák í sjálfboðaliðavinnu. Honum til aðstoðar eru Guðbjörn og Halldór Logi skólaliðar og starfsmenn
Frístundar. Þess má geta að Halldór Logi er einnig fyrrum nemandi í Brekkuskóla.
Alls voru sett upp fjögur skipti og eru tvö þeirra eftir. Næstu skipti verða 8. og 15. nóvember kl. 13:10 - 13:50. Skráning fer fram hjá Stellu
deildarstjóra stella@akureyri.is Hér má nálgast fleiri myndir frá
kennslustundinni.
Lesa meira
04.11.2013
Gerður Ósk Hjaltadóttir kennir nemendum í 1., 6., 7. og 8.bekk sjálfstyrkingu, spuna og dans. Hér má
sjá nokkrar myndir frá kennslustundum sem fara fram á sal skólans.
Lesa meira
01.11.2013
Fréttabréf nóvember er komið út. Meðal efnis í blaðinu er pistill skólastjóra, kynning á rafrænu námi í
Brekkuskóla, kynning á Comeniusrmarkaði sem verður á árshátíð skólans, minnt á baráttudag gegn einelti, heimsókn
rithöfundar frá Svíþjóð í elstu bekkina, lestraráskorun skólasafnsins, viðburðadagatal o.fl. Fréttabréf mánaðarins má nálgast hér.
Lesa meira
31.10.2013
Snjókast er leyfilegt á körfuboltavelli við norðanverðan skólann og á svæðinu við hliðina á
römpunum.
Þegar rætt er um snjókast við nemendur er mikilvægt að koma því á framfæri að nemendur hafi val um
að taka þátt í slíkum leik á þessum svæðum.
Annars staðar á skólalóð er snjókast ekki leyfilegt.
Snjóbolta á aldrei að beina að andliti þeirra sem taka þátt í snjókasti og aldrei má kasta snjóbolta í átt að
skólahúsnæðinu.
Lesa meira
25.10.2013
Fyrstu drekameistararnir eru farnir að hljóta viðurkenningar á skólasafni
Brekkuskóla. Hér er það Stormur Karlsson sem hlaut titilinn á dögunum. Nánar um Drekameistarann
Lesa meira
24.10.2013
Kæru foreldrar
Það voru mjög spennt börn sem héldu af stað í haustfrí í dag :-)
Lesa meira
23.10.2013
Mentor hefur gefið út nýtt viðmót fyrir nemendur og foreldra sem sérstaklega er hannað með spjaldtölvur í huga en er einnig aðgengilegt
í gegnum flesta snjallsíma. Kynningarmyndband um nýja viðmótið má nálgast á vef Mentor og hér. Brekkuskóli fagnar þessum breytingum og óskar Mentor til hamingju með áfangann.
Lesa meira