31.01.2014
Ágætu foreldrar/forráðamenn.
Fréttabréf febrúarmánaðar er komið út. Þar má finna umfjöllun um starfið í 5. bekk,
pistil frá skólastjóra og myndir frá fjöltefli og heimsóknum leikskólabarna. Viðburðardagatal og matseðill er á sínum stað
ásamt leiðbeiningum um skráningu foreldra í samtöl. Í pistli skólastjóra kemur fram að á vefsíðu skólans megi finna
niðurstöður kannana úr skólastarfinu og er slóðina að finna hér.
Með kveðju úr skólanum!
Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri
Lesa meira
31.01.2014
Mánudaginn 10. febrúar og þriðjudaginn 11. febrúar verða samtalsdagar í Brekkuskóla. Þessa daga er ekki kennsla, en
ætlast er til þess að nemendur mæti ásamt forráðamönnum til allt að 30 mínútna viðtals við umsjónarkennara annan hvorn
þessara daga. Við prófum nú nýtt fyrirkomulag á niðurröðun viðtala sem felur í sér að foreldrar sjálfir
bóka sig í samtalstíma hjá umsjónarkennara í gegnum www.mentor.is. Þá er farið inn á
fjölskylduvef mentor og smellt á hlekk sem birtist hægra megin á síðunni - "bóka foreldraviðtal".
Lesa meira
28.01.2014
Rafhjól og vespur munu flokkast sem létt bifhjól
samkvæmt frumvarpi til nýrra umferðarlaga og verða sem slík skráningarskyld og tryggingarskyld
en undanþegin skoðunarskyldu. Þá munu ökumenn þurfa að hafa ökuleyfi sem þýðir að þeir verða að hafa náð 15
ára aldri til að aka slíkum hjólum.
Lesa meira
24.01.2014
Mikinn merkisdag ber upp á 24. janúar en þá hefst þorri. Þorri er gamalt mánaðarheiti en samkvæmt forníslensku tímatali
var þorri fjórði mánuður vetrar. Í skólanum er boðið upp á þorrasmakk á bóndadaginn með
grjónagrautnum.
Lesa meira
24.01.2014
Hanna Klara Birgisdóttir 3. HÓ er nýr Drekameistari af 1. gráðu í Brekkuskóla. Til hamingju Hanna Klara með árangurinn!
Á skólasafni Brekkuskóla hafa nokkrir bókatitllar verið listaðir upp í þrjár mismunandi "drekagráður". Nemandi tekur
þátt með því að merkja við þær bækur sem hann hefur lesið í gráðunni sem hann velur sér. Þegar hann hefur
lokið við að lesa þær allar fær hann drekameistaratitil! Sjá nánar um drekagráðurnar hér.
Lesa meira
24.01.2014
Nemendur í 3. bekk eru þessa dagana að læra um pláneturnar. Hér eru þau að syngja lag um pláneturnar
með Rósfríði vinkonu sinni sem var sérstakur gestur í kennslustundinni. Rósfríður þekkir vel til í skólanum. Henni fannst
mjög merkilegt að til væru fleiri plánetur en Jörðin sem við búum á.
Lesa meira
24.01.2014
Í tilefni af alþjóðadegi skákíþróttarinnar laugardaginn 25. janúar hélt fyrrum skólaskákmeistari skólans Andri
Freyr fjöltefli á sal skólans í liðinni viku. Áhugasamir skákunnendur voru spenntir og tóku vel í þetta framtak Andra Freys.
Sjá myndir
Lesa meira
23.01.2014
Það voru flottir leikskólanemendur frá Hólmasól, Lundaseli, Pálmholti og Iðavelli
sem mættu í Brekkuskóla í morgun. Bergþóra aðstoðarskólastjóri og Bryndís forstöðukona Frístundar
tóku á móti þeim og buðu þau velkomin. Þau fengu að sjá fjölbreytta verkefnavinnu sem unnin er í skólanum. Þau
fóru í danstíma, heimilisfræði, myndmennt, heimsóttu skólastjóra og skrifstofu skólans, fóru í heimsókn í
tíma í 1. bekk og léku sér síðan smá stund í Frístund.
Næsta heimsókn verður í 13. og 20. mars, en þá fá nemendur að prófa að vera í kennslustund með 1. bekk og fara með
þeim í mat. Netpóstur verður sendur til foreldra sem hafa skráð barn sitt í heimsókn úr öðrum leikskólum.
Fleiri myndir frá heimsókninni
Lesa meira
17.01.2014
Heimadæmi í stærðfræði í 8. - 10. bekk eru sett upp rafrænt í námsumsjónarkerfinu Moodle. Nemendur fá
aðgang að þeim í ákveðinn tíma og þegar þau eiga að skila er lokað sjálfkrafa fyrir þau. Nemendur fá
tækifæri til að gera fleiri en eina tilraun til að leysa dæmin. Dæmin eru sett fram af handahófi og fá nemendur ekki endilega sömu dæmin.
Þegar horft er yfir niðurstöður nemenda sést að þau eru að ná mjög góðum árangri í þessari
þjálfun. Höfundar efnisins eru Sigríður Kristín Bjarnadóttir fyrrum deildarstjóri Brekkuskóla og María Aðalsteinsdóttir sem
er kennari í Oddeyrarskóla.
Lesa meira
16.01.2014
Í Brekkuskóla er kennd forritun í 4. - 6. bekk og í valgrein í 8. - 10. bekk sem er hluti af skólanámskrá skólans.
Kennslan byggir á því að kenna nemendum á möguleika tækninnar í gegnum leikjaforritun.
Helsta markmið kennslunnar er að nemendur fái kynningu á undirstöðuatriðum forritunar með ómeðvituðum lærdómi í gegnum leik.
Þannig byggjum við meira upp notendur tækninnar í stað þess að nemendur séu eingöngu ógagnrýnir neytendur hennar.
Lesa meira