02.04.2014
Nú er vor í lofti og nemendur og kennarar farnir að nýta blíðuna til útiveru. Hér eru nemendur í 7. bekk í leikrænni
tjáningu þar sem þeir léku myndastyttur. Þarna var til að mynda frelsisstyttan fræga, en líka styttur sem nemendur nýttu
sköpunargáfuna við að útfæra. Efnilegur nemendahópur þarna á ferð. Fleiri
myndir.
Lesa meira
01.04.2014
Fréttabréf aprílmánaðar er komið út. Þennan mánuðinn ræðum við um mannréttindi og lýðræði
í skólastarfinu. Viðburðadagatalið er á sínum stað ásamt matseðli. Ferðin í Hlíðarfjall gekk vel og vorum við
einstaklega heppin með veður. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar verður miðvikudaginn 2. apríl kl. 17:00 að Hólum í
Menntaskólanum á Akureyri. Framundan er síðan páskalaeyfi og áður en við höldum í leyfið ætlum við að efna til
hæfileikakeppni í 8. - 10. bekk. Hér má nálgast Fréttabréf aprílmánaðar.
Lesa meira
27.03.2014
Nordplus verkefnið "Using technologies for stundents development" gengur vel. Verkefnið er samstarfsverkefni þriggja skóla frá Íslandi, Noregi og
Lettlandi.
Nú hafa nemendur sent inn til verkefnisstjóra landanna umsókn um nemendaskipti. Margrét Þóra og Helena eru þessa dagana staddar í Hjemeland
í Noregi þar sem þær læra á nýja tækni og skiptast á hugmyndum. Á vefsíðu verkefnisins má finna
kynningar/umsóknir frá nemendum í Lettlandi en umsóknir nemenda Brekkuskóla verða metnar af verkefnisstjórum Noregs og Lettlands.
Á myndinni eru þær stöllur á Preikestolen.
Vefsíða verkefnisins.
Lesa meira
21.03.2014
"Kötturinn minn kom inn með auðnutittling og bróðir minn, Aron, bjargaði honum" Þetta segir dýravinurinn Berglind 5. ÞG um
nýjasta fjölskyldumeðliminn. "Fyrst var hann þannig að hann gat ekki flogið, en núna er hann alveg búinn að jafna sig. Þegar við
prófuðum að sleppa honum um daginn þá gróf hann sig bara í snjóinn á pallinum hjá okkur. Við ætlum að sleppa honum um
leið og veðrið lagast".
Munum að gefa smáfuglunum!
Lesa meira
20.03.2014
Danskur farkennari, Julie Fleisman, var í 6 vikur hér í Brekkuskóla. Hún vann með nemendum í 7.- 10. bekk dönskuverkefni sem var bæði
skapandi og krafðist þess að nemendur töluðu dönsku. Þetta er í sjötta skipti sem grunnskólanemendur á Akureyri fá að
njóta þess að hafa danskan farkennara. Verkefnið var einnig samþætt upplýsinga- og samskiptatækni. það er skemmst frá því
að segja að nemendur voru mjög virkir í dönskunáminu. Hér má finna viðtal við nemendur
og farkennarann á N4 í þættinum Að norðan. "Danska er skemmtileg" - sjá viðtal við nemendur
Lesa meira
20.03.2014
Brekkuskóli er kominn í 8 liða úrslit eftir sigur liðsins okkar á Grunnskólanum í Bláskógabyggð. Nú fer spennan að
stigmagnast. Keppnin fór fram að þessu sinni rafrænt á "Skype". Lið Brekkuskóla er skipað sem hér segir: Halldór Heiðberg
Stefánsson, Jóhannes Stefánsson og Hallgrímur Hrafn Guðnason en þeir eru allir í 10. bekk FDG. Þess má geta að liðið
var í alfræðivaláfanga í fyrravetur sem leggur grunn að undirbúningi keppenda í spurningakeppninni. Kennari í alfræði er Helena
Sigurðardóttir. Ekki náðist í hóp í alfræðiáfanga í vetur en vonandi verður hægt að mynda hóp aftur
næsta vetur. Myndir frá keppninni.
Lesa meira
20.03.2014
Verðandi nemendur 1. bekkjar á komandi hausti 2014 komu í heimsókn. Þetta var seinni hópurinn af tveimur. Nemendur fengu tækifæri á að
fara í frímínútur, vera í kennslustund með 1. bekkingum og borða í matsal skólans. Hér má finna myndir frá heimsókninni.
Lesa meira
18.03.2014
Ungmennaráð Unicef á Íslandi og SAMTAKA á Akureyri ætla að standa fyrir leikfangabasar fyrir börn á Glerártorgi,
laugardaginn 22. mars frá kl. 13-17.
Við verðum í bilinu þar sem Ice in a bucket var.
Markmiðið með basarnum er að fá börn til að nýta leikföngin sín betur, læra um umhverfisvæn sjónarmið og
sjálfbærni á sama tíma og þau fá fræðslu um Barnasáttmálann og réttindi sín.
Lesa meira
17.03.2014
Í dag fór fram Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk í Brekkuskóla. Keppnin fór fram á sal skólans. Keppnin skiptist í
þrjár umferðir líkt og í aðalkeppninni. Dómnefnd var skipuð sem hér segir: Auður Eyþórsdóttir grunnskólakennari,
Steinunn Harpa náms- og starfsráðgjafi og Sigríður Margrét Hlöðversdóttir skólasafnkennari.
Þeir sem keppa fyrir hönd Brekkuskóla eru eftirtaldir nemendur: Egill Bjarni Gíslason og Hafsteinn Davíðsson. Þeirra varamenn eru: Sandra
Dögg Kristjánsdóttir og Egill Andrason. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fer fram í Menntaskólanum á Akureyri
miðvikudaginn 2. apríl. Nánar auglýst síðar.
Lesa meira
13.03.2014
Verðandi nemendur 1. bekkjar á komandi hausti 2014 komu í heimsókn. Við eigum síðan von á öðrum hópi í næstu viku. Nemendur
fengu tækifæri á að fara í frímínútur, vera í kennslustund og borða í matsal skólans. Hér má finna myndir frá heimsókninni.
Lesa meira