Fréttir

Foreldrafélagið - fundargerð 3. mars

Þann 3. mars kl. 20:00 í Brekkuskóla.  Mætt á fundinn: Hafdís Bjarnadóttir, , Heiðrún Jóhannsdóttir, Sigmundur Kr. Magnússon, Bergljót Þrastardóttir og Agla María Jósepsdóttir.   1. Guðjón Haukson verður með fyrirlestur fyrir foreldra um netheima, tölvuleiki, staðalmyndir og fleira sem gott er fyrir foreldra og kennara að vita. Fyrirlesturinn verður 18. eða 19. mars og verður auglýstur fljótlega. Hvetjum foreldra á öllum skólastigum að kynna sér þetta áhugaverða efni og mæta á þennan frábæra fyrirlestur. 2. Ljósamálin íþróttahöllinni eru að skýrast en þau eru í farvegi. Snýst semsagt um að fá ljósin kveikt í öllum salnum þegar einn bekkur er í salnum en ekki einungis einu bili. 
Lesa meira

Fréttabréf - mars

Nýtt fréttabréf marsmánaðar er komið út. Þar má finna umfjöllun um gildi mánaðarins "Jafnrétti", umfjöllun um 100 daga hátíð, stöðuna í Nordplusverkefninu og svo er viðburðadagatalið á sínum stað. Framundan er kærkomið vetrarfrí 6. - 10. mars. Starfsdagur er 10. mars. Nemendur mæta aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 11. mars. Fréttablað mars mánaðar má nálgast hér.
Lesa meira

4. bekkur að Kiðagili

Dagana 26. - 28. febrúar er 4. bekkur í skólabúðum að Kiðagili. Þar er lögð áhersla á skapandi starf og frumkvæði. Markmið búðanna er að nám, uppgötvun og leikur geti farið saman. Sjá nánar Áætluð heimferð er föstudag kl. 12:30.
Lesa meira

Drekameistari af 2. gráðu

Enn einn nýr drekameistari í Brekkuskóla. Hér er það Katrín Rós Björnsdóttir 4. FRF sem lauk drekagráðu I nú nýverið. Til hamingju Katrín Rós. Myndir af drekameisturum sem hafa náð gráðum að undanförnu má finna hér.
Lesa meira

Drekameistari af 1. gráðu

Enn fjölgar drekameisturum í Brekkuskóla. Hér er það Lara Mist Jóhannsdóttir 3. SAB sem lauk drekagráðu I nú nýverið. Til hamingju Lara Mist. Myndir af drekameisturum sem hafa náð gráðum að undanförnu má finna hér.
Lesa meira

Alþjóðadagur móðurmálsins

Leikur og fróðleikur. Í tilefni af alþjóðadegi móðurmálsins verður efnt til nokkurra viðburða dagana 21.–28. febrúar nk. í því skyni að minna á réttinn til móðurmálsins og vekja leika og lærða til vitundar um mikilvægi móðurmáls fyrir einstaklinga og menningu þjóða. Að dagskránni standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum og Unesco-nefndin á Íslandi í samvinnu við fjölmörg samtök, stofnanir og aðra sem láta sig málið varða.
Lesa meira

Hundrað daga hátíð

Það er orðinn árviss viðburður í skólanum þegar 1. bekkur heldur sína 100 daga hátíð. Hún er haldin þegar nemendur 1. bekkjar hafa verið 100 daga í grunnskóla. Þau safna dögum alveg frá skólabyrjun. Í leiðinni er nemendum kennt að setja einingar saman í tugi. Þegar þau hafa safnað 10 tugum þá kemur í ljós að það er það sama og 100 dagar. Þennan dag mæta nemendur og kennarar prúðbúnir og telja saman 10 sinnum 10 einingar af góðgæti í kramarhús þar til þau eru komin með 100 mola í kramarhúsið. Nemendur syngja og horfa saman á mynd. Að lokum ganga þau svo fylktu liði um skólann og syngja. Hátíðin setur skemmtilega svip á skólastarfið þennan dag. Myndir frá hátíðinni Myndskeið frá söngstund hátíðarinnar
Lesa meira

Öskudagur - vetrarfrí

Vetrarfrí hefst á öskudaginn, miðvikudaginn 5. mars. Mánudaginn 10. mars er starfsdagur og þá er frístund opin frá kl. 08:00. Skóli hefst að nýju eftir vetrarleyfi þriðjudaginn 11. mars samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Pizzugerð hjá 5.bekk í dag með kokkinum Júlíusi

Nemendur í 5. bekk aðstoðuðu Júlíus kokk í dag við pizzugerð.
Lesa meira

UST í skólastarfi

Brekkuskóli vekur athygli vegna forritunarkennslu og þróunarverkefna í upplýsinga- og tölvutækni. Hér er viðtal á N4 við Helenu kennara og Arnór Gjúka nemanda og aðstoðarkennara í forritun. Þau kenna saman tölvuleikjaforritun í Símey. Brekkuskóli er í þróunarstarfi um UST í skólastarfi. Einn liður í því er Nordplusverkefni sem er samstarfsverkefni Brekkuskóla og annarra skóla í Noregi og Lettlandi. Verkefnið tekur til þriggja ára og er nú þegar komið vel af stað. Í Nordplus verkefninu er lögð áhersla á nám og kennslu með UST þar sem kennarar og nemendur læra saman og læra hvert af öðru.Hér er sameiginleg vefsíða skólanna um verkefnið. Arnór Gjúki er aðstoðarmaður kennara í valgrein í Brekkuskóla sem heitir Forritun sem Sigríður Margrét kennir. Þróunarverkefni um rafrænt nám og kennslu í Brekkuskóla er nánar líst á UT torgi menntamiðju. Margrét Þóra og Helena lærðu á thinglink hjá nemendum í Lettlandi þegar þær fóru þangað. Hér er eitt verkefni frá Margréti Þóru sem hún lærði að gera þar.
Lesa meira